Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rækjufarmur Erlu hefur verið auglýstur til sölu í Kanada
Dugar upp í launa-
kröfiir áhafnar
ARMUR skipsins Erlu hefur verið
auglýstur til sölu, en skipið var
kyrrsett í Kanada í byrjun ágúst-
mánaðar. Skipið er í eigu sömu að-
ila og gerðu út Odincovu. I máli
gegn eigendum skipanna fyrir Al-
ríkisdómstóli Kanada var úrskurð-
að að auglýst skyldi nauðungarsala
á farminum með almennu útboði.
Einnig stendur til að bjóða skipið
sjálft upp til að borga laun sjó-
manna á Odincovu en óvíst er að af
því verði vegna þess að Sjóvá-Al-
mennar gera kröfu um fyrsta veð-
rétt í skipinu.
Að sögn Gregorys F. Kirby, lög-
manns Aiþjóðaflutningsverka-
mannasambandsins í Kanada, er
farmur Erlu um það bil 135.300 kg
af frystri rækju sem nú er geymd í
kæligeymslu í Argentia á
Nýfundnalandi. Tilboðsfrestur er
til föstudagsins 24. september nk.
og skal kaupandinn greiða allt
kaupverðið á skrifstofu Alríkis-
dómstóls Kanada í St. John’s á
Nýfundnalandi, þegar gengið hefur
verið frá sölunni.
Kaupandi ber ábyrgð á og kostn-
að af farminum frá viðtöku kaup-
verðsins og skal það vera greitt að
fullu innan tíu virkra daga frá því
að tilboðsgjafi hefur fengið tilboð
sitt staðfest.
Til greiðslu
launa
„Skipið var kyrrsett 6. ágúst og
frá staðfestingu dómsins á kyrr-
setningu hefur útgerðarmaðurinn
fjögurra vikna frest til að leysa
sinn vanda áður en málið fer aftur
fyi-ir dómstóla. Hinn 8. september
sl. fór málið þangað og þar var úr-
skurðað að aflinn skyldi boðinn
upp,“ segir Kirby.
Hann kveðst ekki vilja leggja
mat á verðmæti farmsins en takist
að selja hann renni andvirðið m.a.
til greiðslu launa skipverja á Erlu,
sem eru fjórtán talsins, flestir
Rússar.
Að sögn Borgþórs Kjærnested
hjá Alþjóðaflutningsverkamanna-
sambandinu var stefnt að því að
skipið Erla yrði boðið upp eftir að
aflinn hefði verið seldur. „Það átti
að bjóða skipið upp til þess að
greiða laun sjómanna á Odincovu.
Það verður hins vegar ekki vegna
þess að Sjóvá-Almennar eiga
íyrsta veðrétt í skipinu. Lögfræð-
ingar þeirra hafa bent á að skipin
tvö séu hvort í eigu síns íyrirtæk-
isins, en staðreynd málsins er sú að
sama fyrirtækið átti þau þangað til
útgerðarmaður þeirra stofnaði
skúffufyrirtæki sem er nú skráður
eigandi Odincovu. Það getur vel
verið að Sjóvá-Almennar hafi lögin
með sér í þessu máli en mér finnst
það vera siðlaust af þessu fyrirtæki
að sjá til þess að þessir lánlausu
sjómenn^ verði strandaglópar
áfram á Islandi,“ segir Borgþór.
Við lítum
á björtu
hliðarnar
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Það er mikið sungið í Hlíðabæ og ágætist píanóleikari er í hópnum
sem leikur undir söngnum.
ÞEGAR Hlíðabær, sem er dagvist
fyrir minnissjúka, var heimsóttur
var þar glatt á hjalla. Hljómsveit
lék fyrir dansi og fólk fékk sér
snúning.
I Hlíðabæ er mjög heimilislegt og
hlýlegt en húsið er gamalt, virðu-
legt einbýlishús í grónu íbúðar-
hverfi. I Hlíðabæ geta minnissjúkir
komið og dvalið yfir daginn á rúm-
helgum dögum. Að sögn Sólrúnar
Einarsdóttur hjúkrunarfræðings
sem þar starfar miðar starfsemin að
því að viðhalda eins og hægt er
þeirri færni sem einstaklingurinn
hefur og skapa öryggi og vellíðan.
„Að vakna til ákveðinna verkefna á
hverjum degi er mikilvægt fyrir
alla, það gildir líka fyrir fólkið sem
kemur í Hlíðabæ," segir hún.
„í Hlíðabæ er dagurinn vel
skipulagður. Boðið er upp á fjöl-
breytta dagskrá sem skiptist í
vinnu, skemmtun og hvfld,“ segir
Ingibjörg Pétursdóttir, iðjuþjálfi
heimilisins. Leitast er við að koma
til móts við getu og áhugasvið hvers
og eins þannig að allir fái viðfangs-
efni við hæfi, nýti sínar sterku hlið-
ar og njóti þess að vera þátttakend-
ur í starfi og leik. Þess vegna var í
upphafi lögð áhersla á að meta getu
einstaklinganna og kynna sér
áhugamál þeirra fyrr og nú,“ segir
Ingibjörg.
„Það er auðvitað mjög mikilvægt
að vera með raunhæfar væntingar
og gefa fólki tækifæri til að upplifa
eitthvað jákvætt," bætir Sólrún við.
„Það hefur sýnt sig að þótt fólk
muni ekki eftir því hvað það hefur
verið að gera þá situr tilfinningin af
jákvæðri upplifun eftir og veldur
vellíðun."
Viðfangsefnin í Hlíðabæ eru
margs konar, allt frá lestri úr dag-
blöðum til ferðalaga bæði innan-
bæjar og utan. Af daglegum verk-
efnum má nefna vinnu ýmiss konar
á vinnustofu heimilisins, létt heimiL
isstörf, bakstur og matseld. A
sumrin eru þeir sem hafa áhuga á
garðrækt oft afkastamiklir við að
hirða garðinn. „Við höldum okkur I
formi með leikfími, sundi, göngu-
ferðum og dansi svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Ingibjörg. „Það er líka
mikið sungið og í hópnum er ágætis
píanóleikari sem spilar undir
söngnum og jafnvel dansi, þá er nú
oft líf í tuskunum. Ekki má gleyma
ljóðahópnum þar sem ljóðaunnend-
ur í Hlíðabæ lesa upp ljóð og fara
með ljóð sem þeir kunna.“
Þær Sólrún og Ingibjörg leggja
áherslu á að starfsemin sé einnig
mikilvæg fyrir aðstandendur, þeir
fái tíma til að sinna eigin þörfum og
leitast sé við að veita aðstandend-
um stuðning til að takast á við þau
vandamál sem upp kunna að koma.
„Það eru auðvitað þung örlög að
fá Alzheimer-sjúkdóminn og getur
verið óbærilegt fyrir bæði sjúkling-
inn og aðstandendur. Þess vegna
kæmi það örugglega mörgum á
óvart hvað hér rfldr mikill léttleiki
og gleði þrátt fyrir að líka sé verið
að takast á við erfiðleika inn á milli.
Okkar mottó er: Líttu á björtu
hliðarnar og njóttu lífsins eins og
hægt er.“
■ Brýnt að veita/36
Morgunblaðið/Ingimar Ragnarsson
Innlyksa kópur sætir færis við yfirfallið á tjörninni við Nauthólsvík.
Systurnar Katrín, Bryndís og Margrét Ingimarsdætur fylgjast með
ásamt móður sinni, Lori Raguarsson.
Innlyksa kópur (og hópur) í Nauthólsvfk
Varð frelsinu fegnastur
HONUM varð greinilega ekki um
sel litla kópnum sem varð inn-
lyksa í nýgerðri tjörn í Nauthóls-
vík á sunnudaginn var. Hafði
hann synt inn í tjörnina á flóði en
ekki gætt að sér og lokast þar
inni þegar fjaraði út.
Bryndís Ingimarsdóttir hafði
farið út að hjóla kiukkan átta um
morguninn og uppgötvaði selinn
í tjörninni. Hún hjólaði allt hvað
af tók heim til sín og lét foreldra
sína vita. „Bryndís kom másandi
og blásandi heim og sagði okkur
frá selnum og við keyrðum öll
þangað út eftir,“ segir Ingimar
Ragnarsson, faðir Bryndísar,
sem festi eftirvæntingarfulla bið
kópsins á filmu.
„Þegar við komum að vantaði
aðeins tíu sentímetra upp á að
kópurinn kæmist út. Og við bið-
um þarna í rigningunni í heila
klukkustund áður en kópurinn
gat og lagði í að synda út. Hann
bara beið þarna við yfirfallið og
varð frelsinu fegnastur.
Það fyndnasta við þetta var
nú, fannst mér, að þær mæðgur
biðu svo Iengi eftir því að selur-
inn kæmist út að það flæddi að
þeim líka! Þær voru jafnfastar og
selurinn og þurftu á endanum að
vaða í land,“ segir Ingimar.
Stóra fíkniefnamálið
Eignafærslur
rannsakaðar
EFNAHAGSBROTADEILD ríkis-
lögreglustjóra hefur hafið rannsókn
á þeim þáttum stóra fíkniefnamáls-
ins er varða eignafærslur og meint
efnahagsbrot þeirra manna sem
handteknir hafa verið, en lögreglan
í Reykjavík hafði áður rætt við
embætti ríkislögreglustjóra um að-
stoð í málinu.
Fimm menn á þrítugsaldri sitja
nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við
málið eftir að tvítugur maður var á
föstudagskvöld úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 16. október. Hann
var handtekinn í Reykjavík en tveir
menn á þrítugsaldri, sem eru eftir-
lýstir í gegnum Interpol í Evrópu
vegna málsins, hafa ekki náðst enn.
Þrír aðilar vinna nú að því að
upplýsa málið, þ.e. lögreglan í
Reykjavík, tollgæslan og efnahags-
brotadeild ríkislögreglustjóra. Toll-
gæslan hefur tekið aukinn þátt í
rannsókn málsins.
Lést í
bílslysi
MAÐURINN, sem lést er hann
varð fyrir bifreið á Breiðholtsbraut
síðastliðið föstudagskvöld, hét
Matthías Jón Þorsteinsson, 56 ára,
til heimilis að Yrsufelli 7 í Reykja-
vík. Hann fæddist 29. október árið
1942 og lætur eftir sig tvö uppkom-
in börn.
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Fyrstu mínúturnar skipta
höfuðmáli / B13
Hugdjarfir og
hugrakkir / B2
Fylgstu
með
nýjustu
f réttum
www.mbl.is