Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Vinna við 1.000 fermetra stálgrindarhús í Vaglaskógi langt komin Bylting í lerkifrærækt STARFSMENN Skógræktar rík- isins að Vöglum í Fnjóskadal eru þessa dagana að klæða 1.000 fer- metra stálgrindarhús í Vagla- skógi, sem reist var í sumar. Verkið er á áætlun og er stefnt að því að loka húsinu um miðjan október, þannig að hægt verði að vinna innanhúss síðar í haust og vetur. Heildarkostnaður við verk- ið er um 13,5 milljónir króna en inni í þeirri tölu er jafnframt allur búnaður sem til þarf. Nýja húsið er 72 metra langt og 14 metra breitt og er lofthæð upp í mæni 8 metrar en vegghæð 4,60 metrar. Jarðvegsframkvæmdir hófust sl. haust en byrjað var að slá upp sökklinum seinni partinn í júní í sumar. Verktaki í grunni var Jón Asberg Salómonsson en vélaverkstæðið Grímur sá um að reisa stálgrindina. Hægt að fá meira út úr hverju tré Að sögn Sigurðar Skúlasonar skógarvarðar verður lerkifræ- rækt í nýja húsinu og vegna hinn- ar miklu lofthæðar á að vera hægt að fá meira út úr hverju tré. Sig- urður sagði að með tilkomu húss- ins yrði mikil bylting í frærækt- uninni. Því ætti í flestum tilfellum að vera til lerkifræ en fram til þessa hefur ekki alltaf verið hægt að sinna þeirri þörf sem hefur verið fyrir lerkifræ. „Eg veit ekki hvort það verður alltaf til nóg af fræjum á hverju ári en líkurnar á því eru mun meiri þegar ræktunin fer fram innandyra heldur en undir berum himni. Hér er um að ræða nýjan lið í fræræktuninni og það er ætl- ast til þess að Skógræktin sé brautryðjandi í þeim málum.“ Mikið notað af lerki Sigurður sagði að lerki væri mjög mikið notað á Norður- og Austurlandi og að verkefnin væru alltaf að verða stærri og stærri. Hann sagði æskilegt að eiga fræ handa framleiðendum plantna sem ætluð eru til nytjaskóga og landshlutaverkefna en margir bændur stunda trjárækt með öðr- um búskap. Sigurður sagðist von- ast til að áfram fengist fjármagn til þessara verkefna en að aukn- ing í fjárveitingum hafí einna helst verið til svokallaðra lands- hlutaverkefna. „Hjá ríkinu hefur verið lögð áhersla á einkavæðingu í plöntu- framleiðslu og Skógræktin því ekki fengið það fjármagn sem til þarf til eftirlits- og skipulagsað- gerða.“ Morgunblaðið/Kristján Stálgrindarhúsið í Vaglaskógi er klætt með innfluttum Policard-plast- plötum. Á myndinni eru Jón Ásberg Salómonsson húsasmiður t.v. og þeir Guðni Þorsteinn Arnþórsson og Sigurpáll Jónsson, starfsmenn Skógræktarinnar, að klæða þakið. Sigurður Skúlason skógarvörður skoðar köngla á lerkitrjám, sem eiga eftir að fara í nýja fræhúsið. Fræjum, sem koma úr könglum sem tínd- ir eru í haust, verður væntanlega sáð næsta vor og plöntur sem út úr þvi koma verða til útplöntunar vorið 2001. Sjúkraflutn- ingamaður bar- inn á slysadeild LIÐSMAÐUR Slökkviliðs Akureyr- ar, sjúki'aflutningamaður, lenti í átökum við mann á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri en þeim lyktaði með því að hann er frá vinnu í kjölfar meiðsla. Atburðurinn varð með þeim hætti að sjúkrabíll var kallaður til aðfara- nótt sunnudags til að flytja konu á slysadeild en hún hafði orðið fyrir skakkaföllum og þurfti aðhlynningar við. Sambýlismaður hennar var með í för, en eitthvað varð hann ósáttur við vinnubrögð á slysadeildinni og hafði engar vöflur á heldur barði sjúkraflutningamanninn hnefahögg í andlitið. Maðurinn var yfirbugaður og færður í fangahús lögreglunnar á Akureyri. Sambýliskonan og sjúkra- flutningamaðurinn fengu aðstoð á slysadeildinni. Morgunblaðið/Kristján YFIR tvö hundruð börn í leik- og grunnskóla í Eyjafjarðarsveit hófu formlega framkvæmdir við nýjan íþróttavöll við Hrafnagil en þau sameinuðust um að taka fyrstu skóflustunguna. Fleiri ferðir til Akureyrar Enn eykur íslandsflug þjónustu sína. Nú höfum við bætt við fjórðu ferðinni í síðdegisflugi til Akureyrar alla virka daga. Frá Reykiavík Frá Akure 07:40 11:40 nýtt 15:40 18:40 08:45 12:45 16:45 19:45 ISLANDSFLUG g&rir fl&lrum fœrt að ftjúga www.islandsflug.is sími 570 8090 Nýr íþróttavöllur gerður við Hrafnagil YFIR tvö hundruð börn í leik- og grunnskóla í Eyjafjarðarsveit komu saman á bökkum Eyjafjaröarár, neðan Hrafnagilsskóla í bh'ðskapar- veðri í gær. Tilgangurinn var að hefja formlega framkvæmdir við gerð nýs iþróttavallar og svo hátíð- leg var stundin í hugum margra barnanna að heyra mátti eitt þeirra nefna að forseti ísland hefði þurft að vera viðstaddur! Ármann Ketilsson, þjálfari og umsjónarmaður frjáls íþróttastarfs á veg^um Ungmennafélagsins Sam- herjar, sagði að hafist yrði handa við gerð íþrdttavallarins nú þegar og yrði byrjað á undirbyggingu hans. Lokið yrði við það verkefni í haust auk þess sem stefnt er að því að klára einnig að þökuleggja íþróttavöllinn. Umhverfis knatt- spyrnuvöll sem þarna verður munu liggja 6 hlaupabrautir. Ungmennafélagið Samherjar sér um framkvæmdir á íþróttasvæðinu, en áætlaður heildarkostnaður er um 12 milljónir króna. Inni í þeirri tölu er heilmikil sjálfboðavinna sem félagar í Samherjum mun inna af hendi. Eyjafjarðai sveit mun styrkja þetta verkefni um 5 milljónir króna. Ármann sagði verkið hvar- vetna njóta velvilja og þannig yrðu félaginu gefnar þökur á völlinn auk þess sem Qöldi fólks væri tilbúinn að leggja fram vinnu sína. Tíu ára bið á enda „Við höfum beðið eftir þessu í 10 ár,“ sagði Ármann. Hann sagði að mikill áhugi væri fyrir íþróttaiðk- un í Eyjafjarðarsveit. Þannig æfa um 40 til 50 börn frjálsar íþróttir reglulega hjá Samherjum og svip- aður hópur sækir knattspyrnuæf- ingar hjá félaginu. Aðstaðan hefði hins vegar ekki verið góð og það kannski dregið úr áhuga ein- hverra. Bjartari tímar væru hins vegar framundan, því nýja íþrótta- svæðið á að vera tilbúið næsta sumar. Atak gegn umferðar- hraða ÁTAK gegn umferðai’hraða í íbúða- hverfum var hafið á þessu hausti. Þá verða jafnframt að veruleika svoköll- uð 30 km hverfi, þar sem leyfilegur hámarkshraði ökutækja er 30 km á klukkustund. Að margra mati var það orðið löngu tímabært að hægja á öku- hraða í íbúðahverfum bæjarins og fjölmargir foreldrar, sem óttuðust um öryggi barna sinna, hafa haft sam- band við bæjaryfirvöld vegna þessa. Fyrsta 30 km hverfið kemst í gagn- ið í haust og þessa dagana er unnið að því að setja upp hraðahindranir á Suðurbrekkunni. Þá verða settar upp svokallaðar grænar hindranir næsta vor, sem m.a. eru færanlegar hindr- anir í formi blómakera og eru hugsað- ar til að auðvelda snjómokstur. I gær voru starfsmenn Akureyrar- bæjar og Garðverks að vinna við að setja upp hraðahindrun á horni Hrafnagilsstrætis og Þórunnarstræt- is. Á myndinni er Kristján Þorvalds- son hjá Garðverki að raða steinum í hraðahindrunina og eru steinarnir bæði rauðir og hvítir. --------------- Hvítasunnukirkjan Yetrarstarfið að hefjast VETRARSTARF Hvítasunnukirkj- unnar á Akureyri er að hefjast um þessar mundir og verður það að venju fjölbreytt. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar er að venju á sunnudögum kl. 11.30, en á þessum stundum er hópnum skipt niður í fjóra aldurshópa frá 1 árs til 16 ára og fullorðnir eru saman i aðal- sal kirkjunnar. Á þessum stundum er Guðs orð kennt markvisst og fær hver hópur fræðslu við sitt hæfi. Al- menn samkoma verður kl. 16.30 á sunnudögum í vetur, þai- verður flutt lífleg tónlist, vitnisburðir fluttir og predikað. Á sunnudagskvöldum hitt- ast unglingar á aldrinum 12 til 17 ára í heimahúsum og eiga saman góða stund. Á þriðjudögum verða samkomur fyrir börn frá kl. 17 til 18.45 undir nafninu Krakkaskrefið, en þar verður á dagskrá fræðsla, söngur, leikir, föndur og margt fleira. Krakkaklúbb- m- fyrir 3 til 7 ára börn er síðdegis á miðvikudögum með svipaðri dagskrá, en kl. 20 um kvöldið hittist fólk á aldr- inum 18-30 ára í heimahúsi. Konukvöld verða annaðhvert fimmtudagskvöld og á föstudags- kvöldum verða gospelkvöld unga fólksins. Fyrsta laugardag í hverjum mánuði eru karlamorgnar kl. 10, en þá hittast karlar í söfnuðinum og fá sér saman morgunmat, ræða um dag- inn og veginn og hugleiða. Bænastundh- eru á laugardags- kvöldum frá kl. 20 til 21 og kl. 21.15 hittist unga fólkið og gerir eitthvað saman. Alla morgna eru bænastundir kl. 6.30. Skrifstofa kirkjunnar eru opin frá kl. 11 til 15 virka daga og þar er hægt að panta viðtalstíma við forstöðu- mann og unglingaleiðtoga auk þess sem allar almennar upplýsingar eru veittar þar. ------♦-♦-♦----- Sniffað úr gaskút LÖGREGLAN á Akureyri handtók um helgina pilt og stúlku sem ásamt tveimur öðrum unglingum höfðu stolið gaskút og voru að sniffa úr hon- um er að var komið. Þau voru sem fyrr segir handtekin á staðnum en tveir komust undan á flótta. Um var að ræða unglinga á aldrinum 15 til 18 ára. Að sögn varð- stjóra lögreglunnar er ekki um ný- mæli að ræða en hins vegar er athæf- ið stórhættulegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.