Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 27 Reuters Allt fyrir Maó Maó formaður er enn í miklum metum í bænum Nanjie í Henan-fylki en þar um slóðir leit kínversk siðmenning fyrst dagsins ijós fyrir þúsundum ára. Hér stundar nokkur hópur manna forna bardaga- list fyrir fram styttu af átrúnaðargoðinu en sann- trúaðir kommúnistar líta á Ninjie sem eyju í úthaf- inu og segja bæinn lausan við þá spillingu, sem nú ríki annars staðar í landinu. Rússar „loka“ Tsjetsjníju Moskvu. Reuters. TALSMAÐUR rússneska varnar- málaráðuneytisins sagði í gær, að rússneski herinn væri með mikinn liðssafnað á landamærunum við Tsjetsjníju og væri ætlunin að loka landið af. Segja Rússar það vera griðastað fyrir „hryðjuverkamenn" og áskilja sér rétt til að gera árásir á bækistöðvar þeirra í landinu. Rússneska fréttastofan RIA hafði eftir heimildum í gær, að um 10.000 hermenn hefðu verið séndir frá Moskvusvæðinu til landimíæranna við Tsjetsjníju en auk þess hefur hemum í rússneska sjálfstjórnar- lýðveldinu Norður-Ossetíu verið skipað að vera við öllu búinn. Þá hefur verið fjölgað í hernum í Ingushetiu, öðru nági'annaríki Tsjetsjníju. Talsmaður varnarmálaráðuneyt- isins sagði, að verið væri að fram- fylgja stefnu stjórnarinnar, sem Áskilja sér rétt til loftárása á bæki- stöðvar skæru- liða í landinu væri að einangra Tsjetsjníju, koma í veg fyrir innrás hryðjuverkahópa og skera á aðflutningsleiðir þeirra. Talið er, að í rússneska hernum í Dagestan séu nú um 30.000 manns. Valerí Manílov sagði á frétta- mannafundi í Moskvu í gær, að rússneski herinn áskildi sér rétt til að gera loftárásir á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Tsjetsjníju og lagði áherslu á, að þær beindust ekki gegn almennum borgumm í landinu. Skotmörkin væm búðir og vopnabúr hryðjuverkamannanna og þeir sjálfir. Sagði hann, að árásimar hefðu borið góðan árangur en yfir- völd í Tsjetsjníju segja, að margir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim. Sádi-Arabar segjast engan stuðning hafa veitt Rússnesk stjómvöld fullyrða, að tsjetsjenskir skæmliðar eða hryðju- verkamenn eins og þau kalla þá beri ábyrgð á hryðjuverkunum í Rúss- landi að undanförnu en í þeim hafa meira en 300 manns látið lífið. Sagði Manílov, að hryðjuverkamennirnir hefðu fengið fjárstuðning frá ýms- um íslömskum ríkjum og verið þjálfaðir þar. Hafa ýmis ríki verið nefnd en stjómvöld í Sádi-Arabíu sögðu í yfirlýsingu í gær, að þau hefðu ekki stutt skæruliða í Tsjet- sjníju enda væru þau andvíg öllum afskiptum af innanlandsmálum ann- arra ríkja. Eiginkona forstjóra Viacoms fer fram á skilnað Vill fá 222 milljarða króna í sinn hlut New York. Daily Telegraph. PHYLLIS Redstone, eiginkona Sumners Redstones, forstjóra og aðaleiganda Vi- acom-samsteypunnar, hefur farið fram á skilnað við mann sinn og krefst hún þess jafnframt, að hann greiði sér úr búinu 222 milljarða ísl. kr. Er það mesta fjár- krafa í skilnaðarmáli fyrr og síðar. Sumner, sem er 76 ára að aldri, á m.a. Blockbuster-mynd- bandaleigurnar í Bandaríkjunum, MTV og Paramount-kvikmynda- verið og fyrir aðeins nokkrum dög- um var skýrt frá sameiningu Vi- acoms og CBS-sjónvai'psstöðvar- innar. Var þar um að ræða mestu fjölmiðlasameiningu í sögunni. Sumner kom fyrst almennilega undir sig fótunum er hann breytti bílabíói föður síns í kvikmyndahúsa- keðju og hann var 10. ríkasti maðurinn í Bandaríkjunum á síð- asta ári að mati For- bes-tímaritsins. Hefur hann alltaf haldið á loft óbreyttum upp- runa sínum og hóf- semi í háttum og er hann settist að í Hollywood lét hann bruðlið og glysið þar á bæ villa sér sýn, held- ur hélt áfram að kaupa sín föt í af- sláttarverslunum. Þau Sumner og Phyllis hafa ver- ið gift í 52 ár en nú sakar hún hann um „grimmilega framkomu" við sig og einnig, að hann sé í tygjum við konu í París. Þriðja skilnaðarkrafan Phyllis hefur tvisvar áður sótt um skilnað við mann sinn, 1984 og 1993, en hætti við í bæði skiptin. Þá kom framhjáhald ekkert við sögu en nú hafði hún einkalög- reglumann á sínum snærum og sagt er, að hann hafi tekið myndir af þeim Sumner og Parísarkon- unni leiðast hönd í hönd. Raunar hefur Sumner einnig verið orðaður við kvikmyndaframleiðandann Christine Peters. Hæsta skilnaðargreiðsla til þessa er rúmlega 70 milljarðar ísl. kr. en þá upphæð fékk Soraya Kashoggi er hún skildi við mann sinn, sádí-arabíska vopnasalann Adnan Kashoggi. Sumner Redstone Verk úr eigu Listasafnsins eftir listamenn sem túlkað hafa óbyggðir landsins allt frá því að Ásgrímur Jónsson málaði Tindafjöll í byrjun aldar þar til Ólafur Elíasson ummyndar ljósmyndir af öræfum landsins við aldarlok. LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvcgi 7 • Sími 562 1000 Opið alla daga ncma mánudaga kl. 11 - LANDSSÍMINN STYRKIR LISTASAFN ÍSLANDS LANDS SiMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.