Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 Námsstefna um beina markaðssetningu á Hótel Sögu, Súlnasal, 30.9. og 1.10. 1999 Dagana 30. september og 1. október mun ÍMARK, í samstarfi við íslandspóst og Norðurlandadeild XPLOR, standa fyrir áhugaverðri námsstefnu um beina markaðssetningu. í boöi er eins og hálfs dags námsstefna þar sem fram koma íslenskir jafnt sem erlendir fyrirlesarar. Námsstefnunni mun síðan Ijúka á föstudegi með kokkteilboði. Námsstefnustjóri er Hallur Baldursson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Yddu. Keith Davidson forseti XPLOR International Sævar Karl Ólason verslunarmaður Steve Walpole hönnunarstjóri CMB auglýsinga- stofunnar í London Helga Þóra Eiösdóttir framkvæmdastjóri Vildarkorta Flugleiöa Sverrir Hauksson framkvæmdastjóri Markhússins v og É Skráning er til 23. september á heimasíðu félagsins, www.imark.is, með tölvupósti imark@imark.is eða i síma 511 4888 eða 899 0689. Vinsamlegast tilkynniö þátttöku sem fyrst þar sem sætafjöldi er takmarkaður og búast má við mikilli aðsókn. Félagar í ÍMARK greiða 14.900 kr. en aðrir 21.400 kr. Innifalinn er léttur hádegisverður og kaffiveitingar. Til þess að fá aðgöngumiða á félagsverði þarf viðkomandi að hafa greitt félagsgjald ÍMARK fyrir starfsárið 1999-2000. Hægt er að greiða gjaldið við innganginn. PÓSTURINN Isrfi °p|N kejíf| hf ÍSMVASÍÍ Radisson S4S _ I M A R K FÉLAG ISLENSKS MARKAÐSFÓLKS Mflrat smátf *p^ytT VIÐSKIPTI Búnaðarbanki og Landsbanki hækka vexti um 0,6% Hvatt til reglu- bundins sparnaðar LANDSBANKINN og Búnaðar- bankinn tilkynntu í gær um vaxta- hækkanir sem taka gildi í dag í kjölfar 0,6% vaxtahækkunar Seðlabanka íslands frá því síðast- liðinn föstudag. Búnaðarbankinn hækkar óverðtryggða skuldavexti og innlánsvexti um 0,6% og Landsbankinn hækkar einnig vexti óverðtryggðra innlána og út- lána almennt um 0,6%. I tilkynn- ingu frá bankanum kemur fram að vegna þeirrar áherslu bankans að hvetja viðskiptavini til reglubund- ins sparnaðar hækki vextir óverð- tryggðrar lífeyrisbókar nokkru meira, eða um 1%. Jafnframt muni Landsbankinn bjóða félögum í Vörðuklúbbi bankans sérstök kjör á reglubundnum sparnaði. „Með þessum hækkunum vaxta er Landsbankinn að bregðast við ákvörðun Seðlabankans í síðustu viku um að hækka vexti sína í við- skiptum við innlánsstofnanir. Eðlilegt er við núverandi aðstæð- ur, bæði vegna hækkandi verð- bólgu og útlánaaukningar í banka- kerfinu, að bregðast við með hækkun skammtímavaxta. Sam- hliða er nauðsynlegt að hvetja til aukins spamaðar eins og lögð er áhersla á við vaxtaákvörðun bank- ans,“ segir í tilkynningunni. I Markaðsyfírliti Landsbankans í gær segir að í ljósi þeirrar þenslu sem nú ríki þurfi að auka þjóð- hagslegan sparnað með öllum til- tækum ráðum. Reka þurfi ríkis- sjóð með meiri afgangi en gert hafi verið ráð fyrir og sveitarfélög verði að draga úr umsvifum sínum eins og nokkur kostur er. Einnig þurfi bankakerfið að gæta fyllstu varúðar í útlánum og leitast við að hemja innlenda eftirpum og leggj- ast þannig á sveif með stjórnvöld- um í þeirri erfiðu glímu sem framundan sé. Mikilvægt að taka merki um hækkandi verðlag alvarlega Búnaðarbanki íslands hf. hefur ákveðið að hækka óverðtryggða skuldavexti frá og með deginum í dag um 0,60 prósentustig. Jafn- framt hækka vaxtakjör óverð- tryggðra innlánsreikninga í mám uðinum um 0,60 prósentustig. I tilkynningu frá Búnaðarbankan- um segir að með vaxtabreytingum sínum vilji bankinn koma til móts við þá stefnu Seðlabanka og ríkis- stjórnar að reyna að slá á þenslu og viðhalda stöðugleikanum í efnahagslífinu. Því hækki bankinn útlánsvexti til samræmis við vaxtabreytingar Seðlabankans. í tilkynningu bankans segir að mikilvægt sé að taka merki um hækkandi verðlag alvarlega, sér- staklega þegar haft sé í huga að undanfarin ár hafi hagstæð geng- isþróun haldið aftur af verðbólgu. „Gengi krónunnar hefur styrkst um eitt prósent að meðal- tali á ári undanfarin 3-4 ár. Vaxtahækkunin nú styður við krónuna, en til lengri tíma litið verður ekki hjá því komist að ná jöfnuði í utanríkisviðskiptum. Olíklegt er að gengi krónunnar geti styrkst frekar og þannig haldið áfram að halda aftur af verðhækkunum. Háir vextir og hækkandi gengi krónunnar veikja samkeppnisstöðu atvinnulífsins og draga úr styrk efnahagslífsins. Óheppilegt er ef slíkt ástand varir lengi. Mikilvægt er að slá á þensl- una í þjóðfélaginu. Ahrifaríkasta leiðin í þeim efnum er aukið að- hald í rekstri ríkis og sveitarfé- laga. Vaxtahækkanir einar og sér duga tæplega til að viðhalda stöð- ugleika efnahagslífsins," segir í tilkynningu Búnaðarbankans. Dagskrá BBffl rivoli da§ur hiá Nvheria Manage. Anything. Anywhere™ JLM I 11 y B 1 1 I NÝHERJI Sími: 569 7700 Komdu og sjáðu hvernig Tivoli getur einfaídað tilveruna í tölvudeildum fyirtækja, sparað bæði tíma og peninga. IVIeð Tivoli er hægt á einfaldan hátt að stjórna flóknu tölvuumhverfi jafnt hjá smærri sem stærri fyrirtækjum. Fjölbreytt dagskrá er í boði og hvetjum við stjórnendur og starfsfólk tölvudeilda til að koma á þessa hálfsdags kynningu í boði Tivoli og Nýherja. Staður og stund Fimmtudagurinn 23. september á Hótel Loftleiðum (bíósal) frá kl. 13:00 - 17:00. Eftir dagskrá verður boðið uppá léttar veitingar. Skráningarform og nánari upplýsingar liggja á heimasiðu Nýherja (www.nyherji.is). Allar nánari upplýsingar veitir Jökull M. Steinarsson (jokull@nyherji.is). Þátttaka er ókeypis en skráning nauðsynleg. 13:00 Kynning áTivoli IT Director útgáfu 2.1 - Lækkaðu heildar rekstrarkostnaðinn (TC0) - Yfirlit aðgerða - Yfirlit nýjunga 13:40 Hugbúnaðarstjórnun með IT Director: - Lotus Notes Domino - MS Exchange - MS SQL server - Symantec Norton Antivirus 14:00 Tivoli IT Director sýning - Stjórnskjár með einföldum “drag'n drop'' skipunum - Helstu aðgerðir sýndar 14:20 Kaffihlé 14:30 Resolve-IT fyrir IT Director - þjónustuborð (helpDesk) 15:20 Kaffihlé 15:30 Tivoli Data Protection - afritunar- og gagnageymslukerfi 15:45 Tivoli NetView IT Director edition - net-eftirlit 16:00 Kaffihlé 16:10 Tivoli Enterprise 17:00 Léttar veitingar Fyrirlestrar eru ýmist á ensku eða íslensku. Dagskrá getur breyst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.