Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ % v Y Um höf- undinn „Mér er Ijúft adjáta, að honum hefur tekizt að skrifa nokkrar þokkalegar blaðsíður, en þœr blaðsíðurgeta með engu móti bjargað mér, kannski vegna þess að allt, sem erfrábœrt, er frá engum sérstökum komið, ekki einu sinni frá hinum Borgesnum, heldurfrá tungunni oghefðinni. “ Jorge Luis Borges Einu sinni var höf- undur verks miðja þess, öxullinn sem allt snýst um. Verk höfundanna voru talin bein endurspeglun þeirra sjálfra, sálarlífs þeirra, hugsana og gjörða. Merking verks lá í ævi höfundarins. Þess vegna þekkjum við ævi gömlu meistaranna jafn vel og verk þeirra. í sumum tilfellum hefur ævin meira að segja skyggt á verkin í bókmenntasögunni; þetta á ör- VIÐHORF Eftir Þröst Helgason ugglegavið um bæði Jónas Hall- grímsson og Einar Benediktsson, og gott ef ekki Halldór Laxness líka. Bók- menntafræði var þannig meiri sagnfræði en skáldskaparfræði eða fagurfræði. Það skipti jafn miklu máli að þekkja sögu skáldsins og sögur þess. Síðan breyttist eitthvað um og upp úr miðri öldinni og höfund- urinn skipti allt í einu ekki neinu máli. A sama tíma hættu menn að tala um verk og töluðu þess í stað um texta og í stað bók- _ mennta var talað um skrif. Árið 1968 var meira að segja gefið út opinbert dánarvottorð höfund- arins. Roland Barthes lýsti því yfir í frægri grein sinni, „Dauði höfundarins“, að sjálf þess sem skrifar væri ekki lengur grunn- ur textans. Sjálfið hefði runnið undan og í staðinn væri kominn hlutlaus, sjálfstæður texti sem ætti ættir sínar að rekja til ann- arra texta, til hefðarinnar og tungumálsins. Viðbrögðin við þessum tíðind- um voru ærið misjöfn. Bók- menntimar höfðu um langt skeið glímt við að lýsa ástandi sem þessu þar sem sérhver sjálfsmynd er horfin en yfir- lýsingagleði fræðimannanna setti þær og höfunda þeirra í annarlega stöðu; þau urðu að viðföngum ástandsins sem þau héldu að þau væru höfundar að og hefðu þess vegna fullt vald á. Jorge Luis Borges lýsir þess- ari breyttu stöðu höfundarins í smásögunni „Borges og ég“ þremur árum eftir að Barthes birti grein sína. Borgesi finnst að sá sem skrifi sé alltaf einhver annar, hinn Borgesinn: „Það er hinum, honum Borges, sem dettur í hug ýmislegt,“ segir hann í upphafi sögunnar. Borges lýsir sínu hvunndagslega lífi sem virðist hafa lítið með skáldskap að gera. Hann segist fá fréttir af rithöfundinum Borgesi með pósti, „og ég skoða nafn hans á lista umsækjenda um prófess- orsstöðu eða í skránni Hver er maðurinn?" Hann segir að þeir hafi að mörgu leyti sömu áhuga- mál en hinn slái þeim alltaf upp í leikaraskap: „Það yrði of djúpt tekið i árinni segði ég, að sam- búð okkar sé óvinsamleg. Ég lifi aðeins, læt lífið stjórna mér, til þess að Borges geti skipulagt bókmenntir sínar og svo að þær bókmenntir geti réttlætt sjálfan mig.“ Þessi skrif hins réttlæta þannig tilvist Borgesar en þó að honum hafi tekist að skrifa „nokkrar þokkalegar blaðsíður" segir Borges að þær geti með engu móti bjargað sér: „kannski vegna þess að allt, sem er frá- bært, er frá engum sérstökum komið, ekki einu sinni frá hinum Borgesnum, heldur frá tungunni og hefðinni.“ Þegar allt kemur til alls er það því ekki einu sinni hinn sem skrifar, textinn sprett- ur af öðrum texta og Borgesi þykir hann sjálfur ekki vera neitt neitt: „Hvað sem öðru líð- ur, þá er ég dæmdur til algerrar glötunar, og einungis eitthvert andartak lífs míns mun geta lif- að sjálft sig í hinum. Smátt og smátt rífur hann allt til sín, þótt mér gremjist sú venja hans að falsa og rnikla." Borges mun verða að hinum, hann verður annar og sjálfsmynd hans renn- ur undan eins og Barthes lýsti: „Mér er sá einn kostur gefinn, að vera tfl í Borges, ekki sjálfum mér (ef ég er þá nokkur),“ segir Borges og heldur áfram: „En ég þekki sjálfan mig miklu síður í bókum hans en í mörgum öðrum bókum eða í stríðum strengleik gítarsins. Fyrir löngu reyndi ég að sleppa frá honum og flýði á náðir goðsagna úthverfisins, flýði að leikjum við tímann og við óendanleikann. En núna eru þeir leikir orðnir leikir Borges- ar, og mér ber nauðsyn til að finna upp eitthvað nýtt. Þannig er líf mitt stöðugur flótti, og allt glatast mér, og allt heyrir gleymskunni tfl eða hinum.“ Að endingu segist Borges ómögu- lega geta vitað hvor þeirra skrif- ar þessa blaðsíðu, hann eða hinn. Kenningin um brotthvarf höf- undarins hefur þannig valdið upplausn í lífi skálda. Hún hefur hins vegar ekki sannfært höfun- dinn um að gefa stöðu sína end- anlega eftir. Að mati Michels Foucaults var lesandinn ekki búinn undir það að missa höf- undinn út úr bókmenntunum í lok sjöunda áratugarins, án hans væri textinn aðeins eitt og eitt merkingarlaust orð á stangli. Og það stóð heima. Lengi vel laum- aði hann sér inn á milli orða og reyndi að tengja þau saman eftir sínu höfði. Nú orðið virðast þessir tilburðir þó sjaldnast hafa annað gildi en hið markaðslega. Astæðan fyrir þaulsætni höf- undarins kann þó einnig að vera sú að menn eiga erfitt með að sætta sig við að með höfundin- um fer líka snillingurinn sem skapar eilífðarverk úr flughárri og djúpsærri ímyndun sinni. Þess vegna er því hafnað að bók- menntir verði ekki tfl úr engu heldur aðeins sem tflvitnun í annan texta. Þegar bókmennt- imar losna við snillingskomplex- inn (eða er það kannski djúp- stæður Evukomplex sem flækist fyrir nýju bókmenntunum, sem Barthes kallaði skrif, - að hafa orðið til úr einhverjum öðram, en ekki sjálfum sér) mun höf- undurinn loks dauður. Tjáum kærleikann sem réttlæti ÉG FINN mig knú- inn til að gera athuga- semdir við tvennt sem verið hefur í umræð- unni undanfarna daga. Það fyrra er grein Ragnars Fjalars Lár- ussonar sem birtist í Morgunblaðinu 14. sept. sl. Þar er hann að agnúast út í ágæta grein Ólafs Þ. Step- hensen í Lesbók Morgunblaðsins 4. sept. um málefni sam- kynhneigðra. Ólafur notar orðið hjónaband um staðfesta samvist samkynhneigðra, sem að Ragnar telur fráleitt að gera. I þessu sambandi er rétt að benda á að lögin um staðfesta samvist eru náskyld hjúskaparlögunum, að undanskildu ákvæði um ættleið- ingu og tæknifrjóvgun og þess vegna er ekki óeðlilegt að orðið hjónaband komi inn í umræðuna. Evangelísk lúterska kirkjan í Bandaríkjunum [The Evangelical Lutheran Church in America] skfl- greindi hjónabandið árið 1995 sem „bindandi ástarsamband tveggja einstaklinga með eða án formlegr- ar athafnar og ekki einskorðað við gagnkynhneigða" [„loving binding commitment between two people with or without a ceremony, and not limited to heterosexuals"]. Lút- erska kirkjan í Bandaríkjunum er komin lengra áleiðis í umæðunni en við hér heima. í þriðja lagi má nefna að Lúter hélt því fram að hjónaband fólks færi fram á torginu (im Dorfe), þ.e. samband tveggja einstaklinga helgast frammi fyrir ásjónu Guðs burtséð fá formlegri athöfn. Einnig vil ég andmæla þegar Ragnar, sem prestur en ekki lækn- ir, talar um samkynhneigð sem sjúkdóm. Geðlæknafélag Banda- ríkjanna tók samkynhneigð af lista yfir sjúkdóma 1974, sama ár og Is- lendingar náðu þeirri andlegu reisn að vígja fyrsta kven- prestinn. Það er smán að virða ekki þessa ákvörðun læknasam- takanna. Ef við tjáum kær- leikann sem réttlæti ber okkur að hætta þeirri flokkunaráráttu sem mismunar fólki! Þannig halda menn minnihlutahópum frá sér og birta alþjóð eig- in fælni (homofóbíu). Gyðingarnir fengu á sínum tíma gula stjömu í barminn og blökkumönnum voru eignaðir allir heimsins lestir, rétt eins og reynt er að að- greina samkynhneigða, „hina óhreinu", frá „hinum hreinu nú. Samkynhneigð Er ekki kominn tími til þess nú að við förum að tjá kærleikann sem rétt- læti á Islandi, spyr Ólaf- ur Oddur Jónsson. - Svari hver fyrir sig. Desmond Tutu hefur líkt þessari áráttu við aðskilnarstefnuna. I hugann kemur áminningin til Pét- urs postula á sínum tíma: „Éigi skalt þú kalla það vanhei- lagt sem Guð hefur lýst hreint." [Post.10.15]. Seinni athugasemdin er út af viðtali við fjölskylduráð- gjafann Stefán Jóhansson í DV 4. sept. sl. þar sem hann segir að jafn- réttisbaráttan sé skaðleg. Breytt sjálfsvitund kvenna og um leið samkynhneigðra hefur haft samfélagsleg áhrif. Báðir hópar hafa tjáð sig um reynslu sína af kúgun, misnotkun og samfélags- legu valdaleysi og það er alfarið rangt að segja að jafnréttisbarátt- an sé skaðleg. Hún hefur orðið hvati umbóta í öllum samfélögum. Siðfræðingar víða um heim segja aftur á móti að allt sem leiðir til kynjamisréttis sé synd og gegn kynjamisrétti verði að berjast innan fjölskyldna, í kirkjum og almennt í mannlegum samskiptum. „Biblíulegur kristindómur" hef- ur því miður átt sinn þátt í að gera konur óvirkar og sinnulausar um stöðu sína. Dr. Beverly Wildung Harrison hefur dregið upp trúverðuga mynd af því að samband sé milli kvenhat- urs og homofóbíu eða fælni í garð samkynhneigðra. Hún bendir á þá tilhneigingu í kristinni guðfræði að vanrækja, horfa framhjá, eða líta niður á líkamann. Líkaminn varð eitthvað lægra og óæðra, jafnvel eitthvað dýrslegt og talinn samofn- ari lífi kvenna og samkynhneigðra, en karla, sem var eignaður andinn og skynsemin. Rétt siðferði næst aldrei í samskiptum karla og kvenna innan kristninnar, að henn- ar mati, fyrr en þetta sjónarmið, sem miðaði að því að halda konum á sínum stað, verður viðui’kennt sem kvenhatur (misogyni). Þessi viðleitni að hafa stjórn á konum, sem hóp, hefur mótað afstöðuna til kynhneigðar og andúðin á konum og samkynhneigðu fólki tengdist andúð á líkamanum að mati Harri- son. A síðastliðnum 25 áram hafa frelsishreyfingar kvenna og sam- kynhneigðra verið áberandi innan kirknanna og í samfélaginu al- mennt bæði hér heima og erlendis. í rauninni er hér um að ræða anga af svokallaðri frelsunarguðfræði og um leið réttindabaráttu minni- hlutahópa (cultural politics). Er ekki kominn tími til þess nú að við förum að tjá kærleikann sem réttlæti á Islandi? - Svari hver fyr- ir sig. Höfundur er prestur. Ólafur Oddur Jónsson Fallinn engill Að lokum er ég eins og fallinn engill, fall- inn út í hin ystu myrkur, þar sem kæra bíður mín íyrir brot á landslögum ásamt mannorðs- missi. Ég vfl hvorki troða illsakir við Bergþór né samkynhneigða og ekki særa þá að óþörfu eða valda þeim hugarangri. Vissu- lega eiga þeir rétt til óskoraðra mannrétt- inda eins og ég held að þeir hafi þegar fengið. Grein mín var minn að versna, vegna þess að ég fyrst og fremst skrifuð til að sýna voga mér að gagnrýna sumt af því fram á, að kirkjuleg hjónavígsla sem samkynhneigðir halda fram. samkynhneigðra samræmist ekki þeim skilningi, sem leggja ber í orð Jesús Krists um hjónabandið, því verður ekki mótmælt þó að Berg- þór tæpi á því að slík vígsla sé ekki bönnuð í orðum Krists. Ég ætla ekld að ritskoða grein Bergþórs, margt er fallegt í henni og kristilegt, svo sem þegar hann talar um ástina og trúna, sem margir samkynhneigðir bera í brjósti og efast ég ekki um að það sé rétt. Þá kemur að þeim orðum er ég mótmæli skoðun Ólafs Þ. Stephen- sens, að samkynhneigð sé jafn nátt- úruleg og gagnkynhneigð og í framhaldi af því sagði Ólafur, að sumir kirkjunnar menn telji að kynhneigð samkynhneigðra sé BIODROGA snyrtivörur *Q-10* húðkremið Bankastræti 3, sími 551 3635. Póstkröfusendum BERGÞÓR Pálsson sendir mér tóninn í grein sinni í Morgun- blaðinu föstudaginn 17. september sl. Ég vil þakka honum vin- samleg orð um mig í upphafi greinarinnar. Ég get raunar sagt það sama um hann, því að af þeim kynnum sem ég hef af honum haft hefir hann komið mér fyrir sjónir sem ljúfur maður og þægilegur, auk þess sem hann er frábær söngvari. Eftir því sem á líður greinina fer hlutur Ragnar Fjalar Lárusson Samkynhneigð Fyrst þessi orð virðast særa Bergþór, segir Ragnar Fjalar Lárus- son, og sjálfsagt alla samkynhneigða svo mjög get ég fúslega beð- ist velvirðingar á þeim. syndsamleg. Því svaraði ég með þessum orðum: „Ég vil ekki nota orðið syndsamleg um þessa kennd, heldur er hér um að ræða einskon- ar brenglun, sjúkdóm sem viðkom- andi getur ekki ráðið við.“ Þessi orð virðast fara mjög fyrir brjóstið á Bergþóri. íslenskt tungumál hefir mjög fjölbreytt orðaval og ef til vill hefði verið réttara að nota önnur orð. Ég fletti upp í samheitaorða- bókinni, þar er orðið brengl eða brenglun m.a. skýrt með orðinu ruglingur. Er hér ekki einmitt um að ræða rugling samkynhneigðra á kynjum? Þannig leit ég á málin, þegar ég skrifaði greinina. Læknis- fræðin telur samkynhneigð ekki sjúkdóm og kann því að vera óráð- legt að nota það orð. Fyrst þessi orð virðast særa Bergþór og sjálfsagt alla samkyn- hneigða svo mjög, get ég fúslega beðist velvirðingar á þeim, því að ég vil ekki særa, heldur upplýsa og fræða. Presturinn á að reyna að græða sár og sýna skilning bæði mönnum og málleysingjum. Höfundur er prestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.