Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 64
^64 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Risavaxið sjálf í Laugardalshöll EIN stærsta poppstjarna Breta, Robbie Williams, hélt tónleika ■ Laugardalshöll siðastliðinn föstu- dag. Robbie hefur verið ofarlega á evrópskum vinsældalistum og í eftirlæti hjá sjónvarpsstöðinni MTV, enda þekktur fyrir mikla útgeislun og eftirtektarverða framkomu. Til að botna eitthvað í manninum er nauðsynlegt að ~*>-þekkja lítillega til sögu hans í sviðsljósinu síðastliðin ár. Willi- ams hóf feril sinn í drengjasveit- inni Take That, sú sveit var einna vinsælust stráka- og stelpna- hljómsveitanna sem tröllriðu tón- listarheiminum fyrir nokkrum ár- um. Robbie féll aldrei inn í þann hóp, að margra mati, hann var grófastur af þeim félögum, reifst og skammaðist auk þess sem hann var gjarnastur á að lenda í vand- ræðum. Það kom því fáum á óvart er hann yfirgaf sveitina árið 1996. ' Við tók mikill ólifnaður, m.a. var hann í slagtogi við Oasis-bræð- urna Noel og Liam Gallagher en gerði lítið af tónlist, gaf út smá- skífuna Freedom, lag eftir Geor- ge Michael, við lítinn fögnuð, kannski vegna þess að flestir bjuggust við Bretapoppi frá Robbie sem naut þá hvað mestra vinsælda, hann fitnaði og var mik- ið á milli tannanna á bresku tón- listarpressunni sem var búin að afskrifa hann þegar önnur smá- skífa hans, Old Before I Die, kom út árið 1997. Sú smáskífa lagði grunninn að vinsældum Robbie Williams en síðan þá hefur hann verið hátt á breskum og evrópsk- "um vinsældalistum. Robbie hefur verið þekktur fyrir að einblína á sjálfan sig og fyrir að vera skemmtikraftur frekar en tónlist- armaður, hann veit af þessu og notfærir sér út í ystu æsar. Tón- leikar hans í Laugardalshöll hófust á hinu þekkta stefi Moz- arts, Also Sprach Zarathustra, við slökkt þ'ós en við tók lagið Let me entertain you eftir glyssveitina Kiss frá áttunda áratugnum. Áhorfendur svo að segja trylltust þegar Robbie Williams kom fram klæddur jakkafótum og með bindi. Sviðsframkoma hans auk laga og einkum útsetninga dregur mjög dám af glysi og sjálfsupp- hafningu rokkara á áttunda ára- tugnum, sinfónísk rafmagnsgítar- stef og fastur taktur einkennir oft tónlistina, m.a.s. heyrðist stef frá hljómsvcitinni Spinal Tap í lok eins Iagsins, það eina sem vantaði voru eldsprengjur. Tónleikarnir róuðust svo mjög eftir fyrstu tvö Iögin og stóð það nokkuð lengi, fyrri hluti tónleikanna fór allur í hálfballöður og þótt smellir eins og Life Through a lens og Angels hafi komið inn á milli dugði það ekki til að rífa áhorfendur nægi- lega upp í byijun. Williams sjálfur hafði þó gott tak á áhorfendum, lét þá syngja hvern í kapp við annan, líkt og Bubbi Morthens gerði á stórtónleikum áður fyrr, klæmdist við þá og minntist lítil- lega á árekstur sinn við sjón- varpsmenn deginum áður með bros á vör. Það var þó ekki fyrr en rétt fyrir hlé að áhorfendur tóku almennilega við sér, eftir að Robbie hafði cspað upp áhorfend- ur á pöllunum sem margir hveijir komu niður í kjölfarið og lögin No Regrets og Angels hljómuðu náð- ist upp mögnuð stemmning. Eftir hlé kom stjarnan fram íklædd íþróttabol og greinilegt var að nú átti fjörið að hefjast, hann tók lögin Song 2 eftir Blur, mikið rokklag og Should I Stay Or Should I Go sem Clash gerði vin- sælt fyrir löngu og skömmu seinna var hápunktinum náð þeg- ar lagið Millenium hófst, vin- sælasta lag Robbie sem virðist ætla að afla honum vinsælda f Bandaríkjunum. Williams lét áhorfendur gera handahreyfingar sem flestir þekktu og það var kátt í höllinni þegar Robbie gekk snögglega af sviði og tónleikunum lauk. Flestir höfðu á orði að þeir hefðu verið í styttra lagi og klöppuðu áhorfendur lengi og reyndu að fá stjörnuna aftur á svið. Síðar kom í ljós að plast- flösku hafði verið kastað í mann- inn og neitaði hann að koma aftur fram. Williams hefur verið þekkt- ur fyrir slæmt skap og hefur hann oftar en einu sinni gengið út frá tónleikum eða viðtölum þegar hon- um hefur mislíkað eitthvað. Engu að síður fengu aðdáendur góða tónleika, Robbie Williams er mikill skemmtikraftur og á hátindi ferils síns. Það sem skortir á tónlistar- hæfileika er bætt upp með sviðs- framkomu og persónutöfrum og er afar erfitt að láta sér leiðast á tónleikum með manninum. Gísli Árnason LIKA SKOR. STEINAR WAGGE KRINGLUNNI Hátíð í Vesturbænum Morgunblaðið/Jón Svavarsson Rauða Ijónið í broddi svarthvítrar fylkingar KR-inga og lúðrasveit í bakgrunni. Allar kynslóðir komu saman í skrúðgöngunni enda slógu hjörtun í takt. Skrúð- ganga í svarthvítu ÞAÐ VAR hátíð í Vesturbænum á laugardag þegar 31 árs bið eftir meistaratitlinum var á enda. Stuðn- ingsmenn liðsins byrjuðu daginn snemma á KR-kránni Rauða ljóninu og fór svo í skrúðgöngu að KR-vell- inum í Frostaskjóli fyrir leik liðsins við Keflavíkur í Landssímadeildinni. Að leik loknum voru KR-ingar krýndir íslandsmeistarar í knatt- spymu árið 1999, á aldarafmæli fé- lagsins, og tók svo við glaumur og gleði langt fram undir morgun. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Gengið var framhjá heimili Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra og heilsaði hún upp á göngufólk en enginn fékk eins blíðar móttökur hjá borg- arstjóra og Rauða Ijónið. KR-INGARNIR Stefán Sveins- son og Jóhann Kristjánsson eiga heima í austurbænum en mæta á alla leiki KR og létu sig ekki vanta í skrúðgönguua.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.