Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 46
-46 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Um títlendinga á íslandi A SIÐUSTU áram hafa öðru hvoru borist fréttir frá Norður- löndum í tengslum við samskipti innfæddra og imiflytjenda. Þar hafa ýmiss konar fé- lagsleg vandamál skotið upp kollinum en við Islendingar höfum lítið fjallað um þessa hluti þó að í raun sé allt eins líklegt að slíkt vkomi upp hérlendis. Sá tími er nefnilega liðinn að hér búi ein þjóð með eina tungu. Aætlað er að rúmlega 50 mismunandi erlend Einar Skúlason tungumál séu töluð hér á landi sem móðurmál útlendinga búsettra hér. En það má h'ta á málefni innflytj- enda í íslensku samfélagi í víðara samhengi. Hvað með fordóma? Flestir vilja ekki kannast við slíkt í eigin fari, en samt erum við yfirleitt óafvitandi uppfull af fordómum í garð annarra. Það má til dæmis taka viðhorf í garð þeirra sem koma frá löndum Asíu og hafa valið sér ísland sem ’iáieimili í lengri eða skemmri tíma. Viðhorfin í garð þeirra hafa smátt og smátt þróast upp í það að verða hreint og beint fjandsamleg í sum- um tilfellum. Þarna er um að ræða fólk frá ólíku menningarsvæði, sem talar tungumál mjög ólíkt íslensku og öðrum germönskum málum. Það á því oft í erfiðleikum með að ná þeirri innsýn í þjóðfélagið hér sem þarf til að geta gerst virkir þátttak- endur. Eg lagði leið mína í Landmanna- laugar í sumar sem er svosem ekkert í frá- sögur færandi, en samtalið sem ég varð vitni að í heitu lauginni er hins vegar eitthvað sem mér finnst að eigi erindi yíðar. Eg heyrði á tal íslendings sem var að fræða erlendan ferðamann um málefni innflytjenda hér á landi. Samkvæmt við- komandi eru flestir innflytjendur hérlend- is konur frá Filipp- seyjum eða Tælandi sem era keyptar upp- úr verðlistum af ís- lenskum karlmönnum. Þær myndi síðan hópa hér á landi og hafa mikil samskipti sín á milli en hafi enga löngun til að kynnast innfæddum eða læra tungumálið. Svo var að endingu bætt við að börn þeirra væra mun ofbeldisfyllri en böm innfæddra og notuðu þar að auki hnífa í sínum ofbeldisaðgerðum. Sá sem heyrir svona frásögn úr munni „venjulegs" íslendings, sem er á ferðalagi með fjölskyldunni um landið, getur ekki neitað því að van- þekking á málefnum innfljrtjenda er orðin að verulegu vandamáli og fordómar of miklir til þess að kyngja. Stjórnvöld hafa með vaxandi mæli reynt að koma til móts við þarfir fólks sem hefur valið að flytj- ast hingað til lands og auðga þannig mannlífið, en þar mætti þó gera betur. A meðan verða smám saman til smáir menningarkimar fólks sem hefur mikil samskipti sín á Stjórntækni.sknli kslands Höföabakka 9 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækniskóli Islands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnuiífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar Markaðsfræði. Stjórnun og sjálfstyrking. Sölustjórnun og sölutækni. Auglýsingar. Vöruþróun. Tölvunotkun í áætlanagerð. Vörustjórnun. Viðskiptasiðferði. j „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og j sölustörf. Ég hef verið í sölumennsku í 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér • vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið." Elísabet Ólafsdóttir Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tvímælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags- og/eða framleiðslumálum sinna fyrirtækja.“ Hendricus Bjarnason Skýrr Innflytjendur Hver og einn má líta í eigin barm, segir Einar Skúlason, og spyrja sjálfan sig hvort hann sé haldinn fordómum. milli en takmarkar samskiptin við aðra hópa. Þarna geta stjórnvöld bætt frammistöðu sína með því að auðvelda hópunum samskiptin með ýmsum leiðum og takmarka þannig þá tortryggni sem getur myndast milli þeirra. Það er fyrst og fremst gert með fræðslu, t.a.m. tungum- álakennslu eða fræðslu um mis- munandi trúarbrögð og mismun- andi menningarheima. Það má líka hugsa sér einhvers konar félags- lega tengiliði eða aðstoðarmenn á einstaklingsgranni fyrir þá sem flytjast hingað. Það er hins vegar ekki markmið í sjálfu sér að koma í veg fyrir myndun hópanna, enda ósköp eðlilegt að fólk sem á rætur í svipuðu menningarumhverfi leiti í félagsskap hvers annars. Það næg- ir líka að benda á öll þau Islend- ingafélög sem era starfandi víða um heim. Þá hittist fólk við ýmis tækifæri eins og á sautjánda júní, á þorrablótum eða bara þegar tilefni gefst til. Það myndi engum hér á landi detta í hug að stimpla þá hegðun sem neikvæða eða andfé- lagslega, en þeir hinir sömu gera það hins vegar þegar útlendingar hópa sig saman hér á landi. Hvað get ég gert? Hver og einn má líta í eigin bai-m og spyrja sjálfan sig hvort hann sé haldinn fordómum í garð innflytj- enda á Islandi. Það tekst ekki að búa til mannbætandi samfélag til framtíðar hér á landi fyrr en hver og einn hefur bætt sína hegðun. Fjölmiðlar mega líka taka sig á í umfjöllun um innflytjendur. Ein- hverjum fréttamönnum hefur til dæmis þótt nauðsynlegt að taka fram þegar einstaklingar af asísk- um upprana eiga þátt í slagsmálum sem komast á síður blaðanna, varla þarf að taka fram að ekki þykir ástæða til að geta uppruna hinna þátttakendanna. Svona umfjöllun styður ekki aðeins fordóma, hún kallar á þá og býr til vandamál. Forystumenn þjóðarinnar mega líka líta í eigin barm og ganga á undan með góðu fordæmi. Ef stjórnmálamenn og aðrir þeir sem leiða þjóðfélagsumræðuna hérlend- is gæta þess að skilaboðin sem þeir bera hvetji til aukins umburðar- lyndis, virðingar fyrir ólíkum menningarstraumum og hvetji til fullrar þáttöku allra í samfélaginu óháð upprana, litarhætti, kynferði eða trúarskoðunum þá mun það gera sitt til að byggja upp samfélag aukins umburðarlyndis hér á Isl- andi. Þessi mál verður að ræða í hreinskilni og fólk verður að hafa augun opin fyrir þeim öfgum sem geta birst og þeim hættumerkjum' sem þegar eru komin fram. Það er hætta á ferðum hér á sama hátt og hefur komið fram í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð. Það þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn, það verður að horfast í augu við vand- ann og taka á honum. Höfundur er varaformaður Sam- bands ungra framsóknarmanna. Aðferðafræði II. ÞAÐ er ekki aðeins innan Framsóknar- flokksins sem hinn kunnuglega regla og aðferð Framsóknar- flokksins er ástunduð. Aróðursaðferðir for- stjóra og stjórnar- manna Landsvirkjunar eraafsamatoga. Því var og er haldið fram af stjóm og bók- hölduram Landsvir- kjunar að íyrirtækið skili gríðarlegum arði í þjóðarbúið - um þrem- ur miHjörðum á ári, með sölu raforku eink- um til stóriðju og að Siglaugur Brynleifsson kostnaður við virkjanir sé reyndar mikill, en verði auðveldlega greiddur á 60 áram og að þá verði virkjanim- ar hrein eign landsmanna, hrein gullnáma sbr. skrif varaforstjóra Landsvirkjunar fyrir nokkrum mis- . serum. Hin hreina eign verður eftir 60 ár þannig á sig komin, að hefjast þarf handa um endurbætur og nýbyggingar og endumýjun allra véla. Svo gullnáman verður þar með horfin. Kostnaðurinn við virkjanim- ar undir forræði og ráðsmennsku starfsmanna Landsvirkjunar er að ríkið hefur orðið að taka á sig obban af skuldum þess og nema greiðslur vaxta og afborgana af þeirri skuld um einum þriðja af vaxta- og afborg- unargreiðslum allra skulda ríkis- sjóðs. Samkvæmt reikningum Landsv- irkjunar selur Landsvirkjun 62% af orkuframleiðslunni til stóriðjufyrir- Heilir sturtuklefar tækja, en 38% til al- mennra notenda. Verð- ið tO álveranna er um 88 aurar á kílóvattst- und en til almennings 2,86 kr. Þriðjungur tekna Landsvirkjunar kemur frá stóriðjunni. ISAL og Norðurál kaupa um 82% af heild- arrafmagni tO stóriðju. Alframleiðsla þarfnast mikOlai’ og ódýrrar raf- orku og hér á landi eru þær aðstæður, að selj- endm raftnagnsork- unnar selja viðkomandi fyrirtækjum orkuna á mjög lágu verði, en al- Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. Sturtuklefar heilir með 4 hliðum, sturtubotni og sturtusetti. Stærðir 70x70, 80x80, 90x90, 72x92 og 80x120. i ferkantaðir og bogadreg- ÍÉÉ VATNSVIRKINN ehf V Ármúla 21,533 2020. j IHBHHI BMHMHMM mennir notendur, íslensk iðnfyrir- tæki og aUur almenningur greiða Virkjunarmál Stóriðjustefnan og höf- uðfrumkvöðull hennar, Landsvirkjun, segir Siglaugur Brynleifsson, eru hagsmunasamtök. rúmlega þrisvar sinnum hærra verð fyrir orkuna og þær greiðslur vega upp haUann á hinni ódýru orku tO ál- fyrirtækja. A þennan hátt greiða al- mennir notendur niður greiðslur tO álfyrirtækjanna. Þetta fyrirkomulag er mikill hemill á allar framkvæmdir í iðnaði hér á landi. Orkuverðið er svo hátt að loðnubræðslur út um aUt land brenna svartolíu til þess að þurfa ekki að nota rándýra raforku frá Landsvirkjun. Fleiri fyrirtæki hafa sama hátt á og nýjasta dæmið er af fyrirhugaðri vinnslustöð úr úrgangi sláturhúsa. Stofnendur þeirrar stöðvar á Suðurlandi telja að þeir verði að nota olíu tO framleiðsl- unnar í stað þess að kaupa orkuna af Landsvirkjun. Olíunotkun er talin mun hagkvæmari og með því spara nefnd fyrirtæki mOljónir í orku- kostnað. Orkukostnaður er talinn orka mestu tO búferlaflutninga úr dreif- býli og gefur því augaleið að okur- verð Landsvirkjunar er höfuðá- stæða hinnar margumræddu byggðaröskunar. Þjóðhagslegt tap landsmanna af rekstri Landsvirkjunar er auðsætt og forsenda tapsins er stóriðjustefn- an, sem er jafnframt forsenda þess að Landsvirkjun starfi í því fonni sem nú er og einnig forsenda rekstr- ar og ágóðasköpunar fyrir þau fyrir- tæki sem nátengdust era Landsvir- kjun, verktakafyiirtæki og vitaskuld starfsöryggi skurðgi-afara, stíflu- gerðarmanna og allra tækniki-ata fyrirtækisins, auk þess hóps ann- arra fastra starfskrafta, bókhaldara og verkalýðsins horska. Samkvæmt upplýsingum Landsv- irkjunar vinna um 1.000 einstakling- ar hjá fyrirtækinu þegar aflt er talið, þetta er lítið brot af vinnufæram starfskröftum þjóðarinnar allrar og enn minna brot eru „stóriðjugrein- ar“ kerskálanna ásamt stjómendum og kontóristum þeirra stofnana. En þessi skari og stefna þeirra fyrir- tækja og „áldraumamanna“ gengur þvert á eðlilega verkaskiptingu i landinu og er aðalástæða byggðar- öskunar og hemOl á allt meiriháttar framtak í íslenskum iðnaði og eðli- legri iðnvæðingu. Og það er fleira sem tapast en peningar. Imynd landsins sem lands víðema og óspilltrar náttúra hverfur og þau svæði eiga eftir að afskræm- ast ef svo heldur sem horfir með framkvæmd Landsvirkjunar á há- lendi íslands. Með kaffæringu Hágöngusvæðis- ins urðu stjómendur Landsvirkjun- ar merktir í augum allra siðaðra manna sem „umhverfismðingar“ og það mark tekst þeim aðOum ekki að afmá með námskeiðum svo sem „Umhverfið í okkar höndum“ - Um- hverfismál í ársskýrslu Landsvir- kjunar 1999 -. TOburðir stofnunar- innar í umhverfísmálum era allir unnir fyrir gýg. Hervirkin á hálend- inu era öflum auðsæ, gegnum hræsnisfullar yfirlýsingar og blaður stjómarmanna og bókhaldara stofn- unarinnar. Þar við bætist fáránleg röksemdafærsla annarra áldrauma- manna á alþjóðlegum ráðstefnum um umhverfismál, en nú er svo kom- ið að þegar fulltrúar stjómvalda hér á landi taka að réttlæta neitun á Kýótó-undirskrift og byrja á blaðri sínu um „endumýjanlegar orkulind- ir“ þá er svarið vorkunnarbros og í besta falli forundran yfir viðundrinu - sem þessi álstefna íslenskra stjómvalda er orðin á alþjóðavett- vangi. Stóriðjustefnan og höfuðfram- kvöðull hennar, Landsvirkjun, era augljós hagsmunasamtök, sem iierj- ast nú fyrir tilvera sinni með aukn- um hemaði gegn landi og þjóð, en það er borin von að núverandi stjórnarstefna, sem virðist vera stefnumörkuð af hugmyndafræðing- um Framsóknarflokksins í þessum efnum, láti af Landsvirkjunarstefn- unni, því: Margurímannslíki moldvörpuandi sigeinnsénanfær hannsérekkilengra... (Bjami Thorarensen) Höfundur er rithöfundur. x-s&i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.