Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Neytendasamtökin seg;ja hugsanlega vegið að réttindum neytenda Ýmis ákvæði binditíma- samninga varhugaverð LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVAR landsins hafa um nokkurt skeið boðið viðskiptavinum sínum hag- stæð heilsuræktarkort gegn undir- ritun svokallaðra binditímasamn- inga. Lögfræðingur Neytenda- samtakanna, Björk Sigurgísla- dóttir, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að samtökunum hefðu borist kvartanir frá neytendum sem átt hafa í vandkvæðum með að rifta slíkum samningum, enda ýmis ákvæði þeirra, að sögn samtak- anna, varhugaverð. Einstaklingar er ganga að slík- um samningum skuldbinda sig til inngöngu í tilboðsklúbb og til að vera í honum í ákveðinn tíma, en umrædd tímabil eru allt frá tveim- ur til þrjátíu og sex mánaða. Dæmi um mánaðargreiðslur klúbbfélaga er 1.990 krónur, ef viðkomandi skuldbindur sig í þrjátíu og sex mánuði, eða 3.690 krónur ef undir- ritaður er samningur til sex mán- aða, en venjulegt mánaðarkort í líkamsrækt kostar annars á sjötta þúsund á langflestum stöðvunum. Að skuldbindingartímanum loknum skal segja sig úr klúbbnum skriflega með eins mánaðar fyrir- vara. Ef úrsögn berst ekki á tilsett- um tíma er litið svo á að viðkomandi endurnýi samninginn til sama tíma og áður var gerður samningur um. Vissar undantekningar eru þó frá þessari reglu eins og að samningur framlengist mánaðarlega, einn mánuð í senn að loknu samnings- tímabilinu. Ekki má leggja inn kortin Handhafar binditímakortanna hafa, samkvæmt ákvæðum samn- inganna, ekki rétt til að leggja kort- in inn meðan á veikindum stendur, ef farið er til útlanda eða af öðrum ástæðum sem hamlað gætu getu þeirra til að stunda líkamsrækt. Að sögn aðstandenda þeirra líka- msræktarstöðva, er Morgunblaðið hafði samband við í gær vegna málsins, er möguleiki á að leggja inn kortin í vissum tilvikum en mál hvers og eins eru skoðuð sérstak- lega þegar þau eru borin fyrir starfsfólk viðkomandi stöðvar. Hins vegar eru engin ákvæði þess efnis i samningunum sjálfum og réttarstaða neytandans, að sögn lögfræðings Neytendasamtakanna, því mjög óljós. Uppsögn ekki eða varla möguleg í reglum einnar stöðvarinnar er tekið skýrt fram að ekki sé hægt að segja sig úr klúbbnum fyrr en að skuldbindingartíma loknum. Hjá öðrum stöðvum er tekið fram að ef samningsaðili kjósi að rifta samn- ingi áður en binditímanum Ijúki geti hann gert það en honum er þá gert að greiða þann mismun sem skapast hefur á tilboðsverði og al- mennu verði þann tíma sem þjálfað var. Sagði lögfræðingur Neytenda- samtakanna ákvæði þessi mjög varhugaverð fyrir neytendur, enda gætu hagir þeirra breyst mjög mik- ið á þremur árum og taldi það jafn- vel andstætt góðri viðskiptavenju að skuldbinda einstakling við eina tiltekna þjónustu sem viðkomandi geti svo jafnvel ekki nýtt sér vegna persónulegra haga sinna. Samtökunum sýnist, að hennar sögn, nokkur ákvæði samningsskil- mála líkamsræktarstöðvanna vera ósanngjöm í garð neytandans og jafnvel heyra undir 36. grein samn- ingslaga nr.7/1936, sem segir að víkja megi samningi til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef talið er ósanngjamt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Verð: 3.990. Fæst f svörtu og hvítu RAFSOL SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK SÍMI: 553 5600 ÚTILJÓS 2x9W sparperur Fæst í svörtu og hvítu Verö: 4.950.- Fæst í svörtu og hvítu Verð: 4.200,- Fæst í svörtu og hvítu Verð: 4.850. www.rafsol.is Heldur til haga kvittunum Hækkunin á hrökk- brauði nam 48% Þeir sem fylgjast með verði á þeim matvörum sem oft eru keyptar til heimilisins geyma gjarnan kvittanir og bera þær saman af og til. Guðný Pálsdóttir hafði samband við neytendasíðu og sagðist hafa tekið eftir því að ýmsar matvörur sem hún notar reglulega hefðu hækkað að undan- förnu. Máli sínu til stuðnings hafði hún meðferðis kvittanir marga mánuði aftur í tímann. „Ég hef líka rekið mig á að sam- ræmi er ekki alltaf milli kassa og hilluverðs. Það hefur komið fyrir að vara er hækkuð í verði en það kemur ekki fram á hillu og maður áttar sig ekki fyrr en búið er að borga vörurnar. Eg kaupi gjarnan Ryvita Multi- hrökkbrauð. Þann 29. apríl borg- aði ég 67 krónur fyrir pakkann. Fimm dögum síðar fór ég í sömu verslun og þá hafði hrökkbrauðið hækkað í 99 krónur. Þremur mán- uðum síðar hafði hrökkbrauðið lækkað samkvæmt merkingum í hillu og kostaði 74 krónur. Engu síður var ég rukkuð um 99 krónur við kassann." Þessi hækkun úr 67 krónum í 99 krónur nemur 48%. Jacobs kexkökur hækkuðu um 32 % Þá segist Guðný einnig kaupa Jacobs fíg rolls öðru hverju en það eru kexkökur með fíkjumauki. „Þann 24. apríl borgaði ég 75 krónur fyrir kexpakkann en þann 10. júní 99 krónur.“ Hækkunin nemur 32%. Guðný segist geta komið með fleiri dæmi. Hún kaupir t.d Nesca- fé gull, koffeinfrítt kaffí, og segir að það hafi hækkað úr 398 krónum þann 5. ágúst í 429 krónur þann 18. ágúst. Sú hækkun nemur 7,8%. INNIPUSSNING - RAPPLOGUN úti LÉTTIÐ vinnuna og IARGFALDIÐ afköstin með notkun ELGO múrdælunnar! Leitið tilboða! ■I steinprýði Stangarhyl 7 - P.O. Box 12072 - 132 Reykjavík Sími 567 2777 - Fax 567 2718 og inni Síðan 1972 Nýtt Farsíma- verja NÝLEGA kom á markað hér- lendis farsíma- taska frá fyrir- tækinu Micro Shield Indust- ries í Englandi sem fengið hef- ur heitið far- símaverja. I fréttatilkynn- ingu frá inn- flytjandanum, Ný-Tækni, kemur fram að taskan eigi að draga úr áhrifum geislunar úr farsímum. Farsímaverjan er gerð úr sérhönn- uðu vamarefni úr nikkel og pólýester sem vafið er á mflli leður- laga töskunnar. Efnið á að verja notandann gegn lágtíðni útgeislun- ar frá rafhlöðunni og gegn útgeisl- un frá símanum sjálfum. I fréttatil- kynningunni kemur fram að sérhannað plast yfir tökkum og skjá símans verji notanda gegn út- geislun frá takkaborði og skjá sím- ans. Megnið af geislun símans myndast við loftnetið. Til að verjast þeim er notaður loftnetsvari sem er áfastur farsímaverjunni. ------------ Náttúruefni við hrotum Komið er á markað nátt- úraefnið „Stop Snoring" eða Hættu að hrjóta, sem á að draga úr hrotum. I fréttatilkynn- ingu frá inn- flytjanda, Ein- ari S. Einarssyni, kemur fram að um sé að ræða blöndu tólf ilmolíu- tegunda og trjákvoðu sem blandað er við vatn. Hálsinn er skolaður með blöndunni fyrir svefn. Efnið er selt í dropaglösum og er mánaðar- skammtur í hverju glasi. Náttúru- efnið fæst í stórmörkuðum, á bens- ínstöðvum og í apótekum. Haust- og vetrarlisti H&M KOMINN er til landsins haust- og vetr- arlistinn frá H&M. í listan- um, sem er um 300 blaðsíður, er að finna fatnað fyrir börn og full- orðna. Að þessu sinni er stór hluti listans tileinkaður ungu fólki. Hægt er að panta fatnað úr listanum í gegn- um síma, með myndsíma eða á nýrri heimasíðu sem er www.hm.is -----♦♦♦----- #• fS8i - It'. 1^?; fe" HaUST- OíUVETRARTfS ------— Póstlisti með hann- j yrðavörur I Kominn er út nýr listi frá Margaretha, póstverslun með hannyrða- vörur. Um er að ræða haust- og jólalistann 1999. Listanum er dreift um land allt, fólki að kostnaðarlausu. I listanum er að fínna úrval af hannyrðavörum fyrir byrjendur og fagfólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.