Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTBMBER 1999 59-^ FRETTIR Yfír 2.000 stjórnmála- menn geta tengst náms- og samskiptaneti Hvað er Alfa? Frá Sigríði Einarsdóttur: ÞARNA var saman kominn hópur af fólki, úr hinum ýmsu þjóðfélagshóp- um, bæði ungir og gamlir, og sátu að snæðingi. Það var mikil stemning yf- ir mannskapnum. Fólkið rabbaði saman og skiptist á skoðunum og það ríkti mikil gleði. Þannig birtist Alfa-nám- skeiðið mér. Alfa-námskeið- ið er kristilegt námskeið, sem er byggt upp á mjög skemmtilegan hátt. Það eru um 12.700 nú starf- andi í heiminum. í Bretlandi eru 6.400 og þar af 500 í London. í London eru 160 aðalfangelsi og þar er kennt Alfa í yfir 100 þeirra. Nám- skeiðið byrjar með léttum kvöldverði kl. 19:00 á hverju mánudagskvöldi í 10 vikur. Að loknum kvöldverði er flutt erindi um það efni sem á að fjalla um, hverju sinni, síðan er það rætt í minni hópum. í hópunum urðu umræðurnar oft fjörugar og mjög spennandi. Var því oft erfítt að fá fólk til að hætta á réttum tíma. Það sem mér fanns áhugaverðasc við þetta námskeið, var hvað fólkið var virkt. Allir tóku þátt í umræðun- um f hópunum. Erindin eru byggð upp á 14 spurningum sem eiga erindi til allra hugsandi manna. Þessi er- indi voru fræðandi og uppbyggileg og til margra hluta nytsamleg má þar nefna fjölskylduna og hjóna- bandið. Það var margt sem kom mér á óvart, sem dæmi get ég nefnt: að Biblían skuli seljast í 40 milljón ein- tökum á hverju ári og er vinsælasta bókin í heiminum. Að enginn skuli hafa lagfært kenningar Jesú í 2000 ár, eins og t.d. Fjallræðuna (Matt. 5- 7). Það sýnir hvað boðskapur Jesús hefur verið stórkostlegur að menn skuli enn í dag, virða hann, trúa hon- um og þurfa ekki að breyta honum í samræmi við nútímann. Þetta námskeið er fyrir alla hvort sem þeir eru kristnir eða ekki. Ymsir hlutir trúarinnar eru skoðaðir frá mörgum ólíkum hliðum. Fólki gefst tækifæri til að ræða trú sína og þeir sem ekki trúa geta látið skoðanir sín- ar í ljósi. Trúin er áhugavert við- fangsefni fyrir alla, unga sem aldna. Það skiptir ekki máli þótt þú hafir ekki trú. ÍHið hefðbundna form kirkjunnar hefur verið að kirkjugestir sitja og hlusta og fá einungis að tjá sig í söngnum, en fá sjaldnast tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljósi. Það er bæði hollt og gott að hugleiða þessi mál eins og með trúarjátninguna sem allir íslendingar fara með, sem fermast, hvort sem þeir trúa því sem þar kemur fram eða ekki. Það má skoða það hvort það séu ekki margir sem gera sér ekki grein fyrir því, Ihvað þeir eru að játa. Ég tel að það sé gott fyrir okkur að takast á við þessi mál og skoða þau virkilega með jákvæðu hugar- fai'i. Gera ekki eitthvað bara af trú- rækni og skyldu. Ef við virðum fyrir okkur þjóðfé- lagið í dag sjáum við að það ríkir mikið öryggisleysi. Má þar nefna eit- urlyfjavandann, skilnaði, fjárhags- örðugleika og ofbeldi. Vandinn er oft sá að fólk skynjar ekki undirrótina Isem veldur bölinu. Leiðin er að ræða málin út frá þeim grundvallarþáttum sem Jesús kenndi okkur. Ég fór á námskeið hjá Klettinum í Hafnarfirði, en aðrir sem nú eru með Alfa-námskeið eru: Fíladelfía, Frels- ið, Hafnarfjarðarkirkja, Islenska Kristkirkjan, Biblíuskólinn við Holtaveg, Keflavíkurkirkja, KFUM ogKá Akranesi, Vegurinn og Leik- mannaskóli Þjóðkirkjunnar. Fleiri kirkjur munu vera að fara af stað mjög fljótlega. IÉg vil hvetja fólk til að skrá sig á Alfa-námskeið sem nú eru að fara í gang. SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, myndlistarkennari. I- SÍÐLA árs 1998 skipaði félags- málaráðherra Páll Pétursson þverpólitíska nefnd sem skipuð er fulltrúum stjórnmálaafla Skrifstofu jafnréttismála og Kvenréttindafé- lags Islands og er henni ætlað að vinna að auknum hlut kvenna í stjórnmálum. Nefndin hefur m.a. staðið fyrir auglýsingaherferðum sem höfðu það markmið að fræða fólk og vekja það tO umhugsunar um að kynin eru á margan hátt ólík og geta ekki fullkomlega sett sig í spor hvort annars. Lögð var áhersla á að konur væru helmingur þjóðarinnar og lýðræðið markist af því að konur tO jafns við karla taki þátt í stjórnmálum. Haldnir voru þverpólitískir fundir í öllum kjör- dæmum landsins og bar mörgum konum, sem þá fundi sóttu, saman um að þverpólitískt samstarf væri leið sem gæti styrkt og eflt stjórn- málakonur tO mikilla muna. A síðasta kjörtímabOi var hlutur kvenna á Alþingi um 25% en er nú orðinn 35%. Hlutur kvenna í sveit- arstjórnum er nú 29%. Mikilvægt er því að hefjast strax handa og vinna að því að fjölga konum við sveitarstjórnarkosningarnar sem verða árið 2002. Með það að leiðar- ljósi hefur nefnd um aukinn hlut kvenna í stjómmálum nú sent bréf tO yfir 2.000 stjórnmálakvenna. Bréfið var sent konum sem eru að- al- og varamenn á Alþingi, konum er em aðal- og varamenn í sveitar- stjórnum og konum sem starfa í nefndum og ráðum á vegum sveit- arfélaga. Konunum er boðið að tengjast nám- og samskiptaneti nefndarinnar sem hefur það mark- mið að efla konur í stjórnmálastarfi og vinna gegn brottfalli þeiri'a úr stjórnmálum. Fyrstu námskeiðin sem nefndin stendur fýrir em haldin í samstarfi við Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands. Fyrra námskeiðið verður haldið 8.-9. október og ber TALSVERÐUR erill var hjá lög- reglunni um helgina þótt ekki yi-ðu alvarleg slys. Tíu ökumenn vom granaðir um ölvun við akst- ur og 26 um of hraðan akstur. Þá vora tilkynntir 43 árekstrar til lögreglu, 54 tilkynningar vegna áfengislagabrota, oftast ölvun á almannafæri og 52 tilkynningar um hávaða og ónæði ýmiskonar. Um miðjan dag á föstudag var brotist inn í íbúð í Fellahverfí og stolið allmiklu af hljómtækjum og fleira. Um svipað leyti var brotist inn í íbúð í Ásahverfi og stolið hljómtækjum tölvubúnaði o.fl. Síðdegis var tilkynnt um konu sem var fáklædd utan við Hall- grímskirkju. Síðar um helgina var sama handtekin handtekin við Sóleyjargötu. Hún reyndist undir annarlegum áhrifum. Fremur fátt var í miðborginni aðfaranótt laugardags og ástand þokkalegt. Þó þurfti að hafa af- skipti af nokkram ungmennum undir áfengisaldri. Talsverð verk- efni vora fyrir lögreglu og nokkuð um pústra og átök manna í mill- um. Tveir menn voru handteknir og einn fluttur á slysadeild vegna árásar. Stuttu eftir miðnætti þurfti að flytja mann á slysadeild eftir að sparkað hafði verið í hann heitið: Efling stjómmálakvenna - félagsmál, ræður, greinar og fjöl- miðlar. Kennarar verða Ingibjörg Frímannsdóttir málfræðingur, Guðlaug Guðmundsdóttir íslensku- fræðingur, Sigrún Jóhannesdóttir, MS í kennslutækni, og dr. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur. Síðara námskeiðið verður haldið 12.-13. nóvember og nefnist: Jafn- rétti og lýðræði - hvar liggja völd íslenskra kvenna? Kennari verður dr. Auður Styrkársdóttir stjórn- málafræðingur. í nefnd um aukinn hlut kvenna í stjómmálum eiga sæti: Hildur Helga Gísladóttir formaðui', Am- bjöm Sveinsdóttir, Bi'yndís Hlöðversdóttir, Elsa Þorkelsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Kristín Halldórsdóttir og Ragnhildur Guð- mundsdóttir. Verkeíhisstjóri er Una María Óskarsdóttir. Nefndin hefur aðsetur á Skrifstofu jafnréttismála, Pósthússtræti 13 í Reykjavík. Vinstrihreyfingin - grænt framboð Suðurlandi Opinn fundur VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð á Suðurlandi hyggst efna til opinna fræðslu- og umræðu- funda einu sinni í mánuði frá sept- ember til maí. Fundirnir verða á miðvikudagskvöldum og þeir verða öllum opnir, að því er segir í fréttatilkynningu frá hreyfingunni. „Form fundanna verður með þeim hætti að þar mætast tveir eða þrír frummælendur sem hafa góða þekkingu á málaflokknum sem til umræðu er hverju sinni. Áhersla verður lögð á að á fundunum gefist tækifæri til líflegra skoðanaskipta og virkrar þátttöku fundarmanna. Við val á frammælendum verður leitast við að finna fólk sem ekki er á hljómleikum í Laugardagshöll. Á laugardagsmorgun kærði kona að stolið hafi verið frá henni tösku með talsverðum verðmætum á veitingastað. Þá vora tveir menn handtekir í Bankastræti er þeir höfðu elt mann og sparkað í hann. Um sama leyti var tilkynnt um innbrot í verslun við Laugaveg en þar hafði verið stolið talsverðum verðmætum. Um hádegið var ungur drengur að leika sér á línu- skautum í Húsahverfi, hann féll og fékk áverka á höfuð. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild. Ástæða er til að brýna fyrir fólki að hafa hjálma á höfði við slíkaræfingar. Eftir hádegi var tilkynnt um innbrot í geymslu veitingahúss. Þar var stolið tals- verðu af áfengi. Ekki var mjög margt fólk í miðborginni aðfara- nótt sunnudags, mikil ölvun en ástand að öðru leyti þokkalegt. Fjórir voru handteknir þar af einn vegna líkamsmeiðinga. Nokkru eftir miðnætti var til- kynnt um átök á veitingastað á Seltjarnarnesi. Þar voru átök bæði innan dyra og utan. Einn maður var handtekinn og annar fluttur á slysadeild. Snemma á sunnudagsdmorgun féll maður á reiðhjóli og hlaut áverka á sammála um málefnið, þannig að þar mætist andstæðar skoðanir. Þess vegna verður einnig leitað til fólks sem tengist öðrum stjóm- málaflokkum en Vinstrihreyfing- unni - grænu framboði eða engum stjómmálaflokki. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Kaffi krás á Selfossi miðvikudag- inn 22. september kl 20. Efni hans verður Atvinnumál á Suðurlandi. Núverandi staða og horft til fram- tíðai'. Frammælandi verður Róbert Jónsson, framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarsjóðs Suðurlands," segir í fréttatilkynningunni. „Næsti fundur verður 13. októ- ber og fjallar um umhverfismál- virkjanir/stóriðju, aðra valkosti, í nútíð og framtíð. Seinna verða fundir um stöðuna í félags- og heil- brigðismálum á landsvisu og í kjör- dæminu, fjárlagaframvarpið fund- ur um ríkjandi sjávarátvegsstefnu og afleiðingar hennar á umhverfið, landbúnaðarmál, jafnréttismál og stöðu kvenna, utanríkismál og einkavæðingu.“ Verkstjórnar- námskeið Iðn- tæknistofnunar NU stendur yfir skráning á verk- stjórnarnámskeið Iðntæknistofn- unar. Námskeiðin hafa verið vel sótt undanfarin ár og reynst þátt- takendum vel í stai’fi. Markmiðin með námskeiðunum era að veita nemendum hagnýta þekkingu á mismunandi þátt um rekstrarum- hverfi íyrirtækja. Námskeiðin byggjast á raunhæf- um verkefnum og eru ætluð þeim sem stjórna verkum frá degi til dags. Um er að ræða rámlega 20 námsþætti eins og t.d. almenn samskipti, hvatning og starfsá- nægja, að semja með árangri, vald- framsal, áætlunargerð og stjórnun breytinga svo eitthvað sé nefnt. Venjulega er boðið upp á tvö nám- skeið á haustönn og þrjú á vorönn og er hvert námskeið samtals níu- tíu stundir. Hægt er að leita frekari upplýs- inga og skrá sig í síma Iðntækni- stofnunar eða á vefsíðu http://www.iti.is hnakka enda ekki með hjálm. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Maður var skallaður í andlit við veitingastað og hlaut af nefbrot. Árásarmaður var handtekinn. Þá féll mjög ölvaður maður í götuna og réðst á lögreglu er hún vildi kanna meiðsli hans. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um vatnsleka frá efri hæð í húsi í Þingholtunum. í ljós kom að tappi hafði verið í sturtu- botni og vatnsleki úr blöndunar- tækjum svo sturtubotninn yfir- fylltist og vatn lak niður á næstu hæð. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í Höfðahverfi en úr henni vora tekin verkfæri sem notuð voru til að brjótast inn í verkstæði þar sem stolið var talsverðum fjár- munum. Síðdegis var tilkynnt um árekstur og slys á Höfða- bakka/Stórhöfða. Ökumenn fóra báðfr á slysadeild en meiðsli vora talin minniháttar. Um sama leyti varð fjögurra bfla árekstur á Sæ- braut við Kleppsveg en ekki meiðsli á fólki. Skömmu eftir miðnætti aðfara- nótt mánudagsins var lögreglan kölluð að veitingastað í austur- borginni en þar höfðu menn farið að sparka í bifreið eftir að þeim var vísað út af staðnum. Annar mannanna var fluttur á slysadeild en hann var eitthvað eftir sig eftir atburðinn. Um nóttina var kvart- að yfir ónæði frá manni sem klifraði upp í tré hjá húsi við Bugðulæk. Maðurinn gaf þá skýr- ingu að hann væri að reyna að ná sambandi við unnustu sína. Síðan hjólaði maðurinn á brott. M- Úr dagbók lögreglunnar Talsverður erill Helgina 17. til 19. sept. Rífandi sala á 2 fyrir 1-tilboðum til Bandarikjanna 800 manns keyptu ferð á fyrsta tilboðsdeg-i FLUGLEIÐIR kynntu á fimmtu- dag hin vinsælu 2 fyrir 1-tilboð til Bandaríkjanna. Á fyrsta tilboðsdegi var rífandi sala og alls bókuðu 800 manns ferð til Bandaríkjanna. í gærmorgun var fjöldi bókana að nálgast eitt þúsund. Þegar er búið að selja ríflega helming þein’a sæta sem í boði era og má búast við að allar tilboðsferð- irnar verði seldar snemma í næstu viku. Tilboðið felst í því að greitt er eitt fargjald fyrii’ tvo einstaklinga í beinu flugi tfl New York, Boston, Baltimore/Washington eða Minnea- polis/St. Paul. Ferðatímabil er frá 5. október til 12. desember og gildfr tilboðið til og með 24. september. Gífurleg eftirspurn var einnig í fyrradag eftir pakkaferðum til London. Flugleiðir bjóða 10 þúsund króna afslátt af verði pakkaferða séu þær bókaðar í síðasta lagi 24. september. Aðalfundur Hollvinafélags lagadeildar BOÐAÐ er til aðalfundar Hpllvina- félags lagadeildar Háskóla íslands þriðjudaginn 21. september nk. klukkan 17 í stofu 102 í Lögbergi. Á dagskrá era venjuleg aðalfund- arstörf og önnur mál. Að fundinum loknum flytur forseti lagadeildar, Jónatan Þórmundsson prófessor, F' erindi sem nefnist Lagadeild í blíðu og stríðu. Yfirlýsing frá starfsfólki Reykja- garðs hf. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing sem undfrrit- uð er af 87 starfsmönnum Reykja- garðs hf.: „Að gefnu tilefni vill starfsfólk ^ Reykjagarðs hf. koma á framfæri mótmælum vegna hinnar ósann- gjörnu umræðu sem orðið hefur um framleiðslu á Holtakjúklingi. St- arfsmenn hafa í langan tíma orðið fyrir stöðugu áreiti fjölmiðla og að- kasti frá ýmsum aðilum. Slíkt skap- ar óöryggi á vinnustað og ógnar starfsöryggi og heiðri starfsmanna. Starfsfólkið hefur unnið við fram- leiðslu á kjúklingaafurðum sem njóta mikilla vinsælda um allt land og lagt metnað sinn í að gera það vel og vandlega. Umræðan undan- farið hefur gert lítið úr okkar starfi en nú er mál að linni. Reykjagarður hf. er góður vinnu- staður og hafa margir starfsmenn i stundað þar vinnu um árabil. St- arfsfólkið ber fullt traust til fyrir- tækisins og framleiðslu þess.“ SÍMINN www.simi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.