Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 13 FRÉTTIR Aukin hagkvæmni í íslenskri kornrækt Bygg er sú korntegund sem ræktuð er á Islandi. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins hefur þróað íslensk afbrigði, eða yrki, af byggi sem eru harðgerð og fljótþroska. KORNRÆKT færist í vöxt á ís- landi og er bygg sú korntegund sem ræktuð er hér. Mestallt byggið er notað sem skepnufóður en þó þekk- ist að það sé þurrkað og malað og notað til dæmis í brauð. Tvær gerðir byggs eru ræktaðar hér á landi, svokallað sex raða bygg og tveggja raða bygg. Ræktun sex raða byggs hefur gengið vel á Norð- urlandi en ekki eins vel á Suður- og Vesturlandi þar sem meira er um hvassviðri, því korn sex raða byggs- ins getur fokið af í miklu roki. Ræktun tveggja raða byggsins hef- ur gengið betur á Suður- og Vestur- landi því kornið fýkur ekki eins auð- veldlega af því, gallinn hefur hins vegar verið sá að það er ekki eins fljótþroska og sex raða byggið. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins hefur unnið við kynbætur á byggi og þróuð hafa verið afbrigði, eða svokölluð yrki, af tveggja raða bygginu sem eru bæði fljótþroska og harðgerð og henta ís- lenskum aðstæðum því vel. Jónatan Hermannsson, til- raunastjóri á Korpu, segir að næsta vor megi búast við því að þessi íslensku yrki fari í almenna notkun. Með enn frekari kynbótum megi vænta þess að meira öryggi verði með uppskeru og því megi búast við sífellt meiri hagkvæmni í innlendri framleiðslu á byggi. Kornrækt hefur tvöfald- ast á þremur árum Jónatan segir að sífellt fleiri bændur stundi nú kornrækt og að hún hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu þremur árum. Hann áætl- ar að nú séu framleidd hér um 10-15% af því korni sem notað er til skepnufóðurs. Hann segist vona að í fyrirsjáanlegri framtíð verði hægt að rækta hér á landi um helminginn af því korni sem notað sé til fóðurs fyrir svín og nautgripi. Flestir bændur sem rækta kom nota það til að fóðra sínar eigin skepnur en þó er sala á íslensku byggi á innanlandsmarkaði hafin að einhverju leyti. En verð á innfluttu Morgunblaðið/Jim Smart Islenskur kornakur. korni er lágt og segir Jónatan að heimsmarkaðsverð á korni hafi aldrei verið lægra en nú. Islenska kornið sé selt á sama verði og á meðan það sé svona lágt sé spurn- ing hvort bændur treysti sér til að framleiða kom til sölu. Hann segist þó gera ráð fyrir því að heimsmark- aðsverðið eigi eftir að hækka og þegar það gerist verði hagkvæmara að framleiða íslenskt korn. Jónatan segir kosti þess að rækta korn hér á landi vera tvímælalausa. Það sé að sjálfsögðu gott að fram- leiða og nota innlent skepnufóður og auk þess sé gott fyrir landið sjálft að það sé unnið upp á þennan hátt. Þegar korn og gras sé ræktað til skiptis á sama landskika fáist betri uppskera og segir hann kom- ræktunina stuðla að betri ræktun- armenningu á Islandi þar sem hún komi bændum til að endurvinna túnin og rækta betra fóður. Framkvæmdastjórn ÍSÍ segist ekki úrskurðaraðili 1 máli kylfíngs Stjórn GSÍ hnekkí úrskurðinum FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ tók á fundi sínum um helgina fyrir erindi lögfræðings ungs kylfings sem áhugamennskunefnd Golfsam- bands Islans svipti áhugamanna- réttindum sínum í golfi í sex mán- uði, vegna þess að hann hafði veitt viðtöku verðlaunum sem vom verð- mætari en nefndin hafði ákveðið að áhugamenn mættu taka við. Lög- fræðingur kylfingisins sendi stjórn Golfsamband Islands bréf í gær, í kjölfar svars framkvæmdastjórnar, og óskaði þess að stjórn GSI sæi til þess að úrskurður áhugamennsku- nefndarinnar verði felldur úr gildi þegar í stað. Lögfræðingur kylfingsins hafði vísað málinu til ÍSI og farið fram á að sambandið úrskurðaði um lög- mæti þeirrar málsmeðferðar sem kylfingurinn hlaut hjá áhuga- mennskunefndinni. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, segir að fram- kvæmdastjórnin hafi á fundi sínum rætt erindið en enginn efnisúr- skurður verið felldur vegna þess. Fíkniefnamál á fsafírði Hald lagt á hass og amfetamín LÖGREGLAN á ísafirði lagði hald á 12 grömm af amfetamíni og tæp 2 grömm af hassi, auk áhalda sem talin eru hafa verið notuð við fíkniefnaneyslu við húsleit í íbúðarhúsi á Suður- eyri aðfaranóttt síðastliðins laugardags. Efnin voru falin á ýmsum stöðum í húsinu. I hús- leitinni lagði lögreglan einnig hald á haglabyssu og skotfæri. Karlmaður, sem bjó einn í hús- inu, var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Isafirði þar sem hann var yfirheyrður en neitaði að kannast við hin hald- lögðu efni. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum, en lögreglan hefur tekið málið til rannsóknar. Honum var hins vegar falið í sam- ráði við formann laganefndai- ÍSÍ að svara bréfi lögfræðings kylfingsins. Geta ekki breytt ákvörðun „Við höfum sjálfstæð valdsvið eins og hjá öðrum, framkvæmda- stjómin hefur framkvæmdavaldið en dómsvaldið er í höndum dóm- stólanna. Því verður að fara aðra leið en að skrifa okkur til að fá fram breytingu á úrskurði áhuga- mennskunefndar Golfsambands Is- lands. Við getum ekki einhliða breytt þeim ákvörðunum," segir Ellert. Hann segir að í svarbréfi íþrótta- og ólympíusambands ís- lands komi m.a. koma fram að al- menna reglan sé sú að hægt sé að skipa sérstakar aganefndir sem kveða upp viðurlög við brotum { keppni og að því leyti sé úrskurður áhugamennskunefndar í samræmi við þá almennu reglu. „Þegar hins vegar um er að ræða svo mikla refsingu, eða sex mánaða keppnis- bann, má deila um það hvort ekki sé eðlilegt að þolandinn fái ein- hvern málskotsrétt eða geti komið fram andmælum. Það er hins vegar aðeins skoðun okkar. Við bendum hins vegar á dóms- og refsiákvæði ISI sem lögfræðingur kylfingsins ætti að skoða betur, því að þar er kveðið á um málsmeðferð sem lýt- ur að því þegar íþróttamenn eru taldir óhlutgengir vegna áhuga- mannareglna. Ennfremur vísum við til þess að dómstólakerfið hjá hreyfingunni er allt til endurskoð- unar og verða lagðar fram tillögur á næsta þingi hennar um breyting- ar. I framhaldinu myndu mál af þessu tagi skoðuð í slíku sam- hengi,“ segir Ellert. Hann segir að vilji lögfræðingur kylfingsins hnekkja ákvörðun áhugamennskunefndar verði hann að óska þess að málið sé tekið upp að nýju innan áhugamennsku- nefndarinnar en ennfremur hafi fólk innan íþróttahreyfingarinnar farið hina almennu dómstólaleið, telji það mannréttindi vera brotin á sér. „í hreyfingunni er líka til dóm- stólakerfi sem má láta reyna á og öll mál innan hreyfingarinnar sem ágreiningur er um hljóta að geta farið þá leið. Það er hins vegar ekki mitt að segja til um hvaða niður- stöðu dómstólar komast að,“ segir Ellert. Lögfræðingur kylfingsins, Sól- veig Ólafsdóttir veitti svari fram- kvæmdastjómarinnar viðtcku í gær og sendi þegar stjórn Golf- sambands íslands erindi, þar sem þess er óskað að stjórnin sjái til þess að úrskurður áhugamennsku- nefndarinnar í máli kylfingsins verði þegar í stað úr gildi fellur. Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið ^ Námskeið í Reykjavík: 28.-30. sept. 1. stig kvöldnámskeið 16.-17. okt. 2. stig helgarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10-12 virka daga. Guðrún Óladóttiry reikimeistari. Úttekt á 2000-hæfni vélbúnaðar og hugbúnaðar rikisaðila Laga þarf um 1200 vélar NIÐURSTÖÐUR úttektar á 2000- hæfni vélbúnaðar ríkisaðila sýna að rúm 62% einmenningstölva eru án vandamála en 18% þurfa sérstakra aðgerða við til að verða 2000-hæfar. Rúmlega 1.200 tölvur féllu, flestar á því að ráða ekki við að kanna hvaða ár í klukku er hlaupár og hvort klukka fer rétt yfir næstu áramót. Þá sýna niðurstöður prófana á 2000- hæfni hugbúnaðar að mrn 40% af heildinni er án vandamála en af- gangurinn er með einhver vanda- mál eða óþekkta hæfni til að takast á við árið 2000. Uttektin var unnin upp úr gögn- um sem urðu til í könnun sem Ríkis- endurskoðun vinnur nú að á notkun ólöglegs hugbúnaðar hjá ríkisaðil- um. Gögnum úr 6.824 einmennings- tölvum var safnað vélrænt í upplýs- ingakerfum 257 ríkisaðila á tímabil- inu frá 14. apríl tO 31. ágúst 1999. Niðurstöðumar byggjast þannig á raungögnum og birtast því í fyrsta skipti upplýsingar um 2000-hæfni vél- og hugbúnaðar ríkisaðila, sem byggjast á öðru en sérstökum fyrir- spurnum eða skoðanakönnunum. Uttektin náði eingöngu til tölva með stýrikerfunum DOS, Windows, Mac/OS, OS2 og nær því ekki til allra þátta sem valdið geta vand- ræðum þegar árið 2000 gengur í garð. Við úrvinnslu gagna var notast við gagnagrunn GASP sem geymir upplýsingar um 2000-hæfni rúm- lega 19.000 mismunandi forritsút- gáfa. Prófun á hæfni vélbúnaðar í einmenningstölvum sýnir að 62,4% af heildinni er án vandamála en 18% þarf sérstakra aðgerða við til þess að verða 2000-hæfar. Þau 19,2% sem eftir standa eru tölvur sem ekki voru prófaðar með GASP hug- búnaðinum í úttektinni. Af þeim 1.231 vél sem ekki er 2000-hæf féllu næstum allar á prófum sem kanna hvaða ár í klukku er hlaupár og hvort klukka fer rétt yfir áramótin 1999/2000. Leysa má vandamál meiri hluta vélanna með sérstökum hugbúnaði án mikils tilkostnaðar. Niðurstaða prófunar á þeim hug- búnaði sem GASP þekkir sýnir að 40,2% að heildinni er án vandamála, 19,2% er með vandamál, 26,9% minniháttar vandamál og 13,7% með óþekkta 2000-hæfni. Líklegt er talið að ekki þurfi að lagfæra allan hugbúnað með vandamál þar sem hluti hans er ekki lengur í notkun. Auk þess mun eitthvað að þeim hugbúnaði ekki skipta máli fyrir rekstur ríkisaðila. Þrjú frábær fyrirtæki . Mjög þekktur skyndibitastaöur á besta stað í borginni. Mikiö útstreymi. Selur einnig ís og sælgæti. Lottó á staðnum. Lokar kl. 20.30 á kvöldin. Góður vinnutími. Staður sem allir þekkja og selst af sérstökum ástæðum. 2. Heimabakarí með landsþekktar kleinur sem eru seldar í helstu stórmörkuðum borgarinnar. Frábær og gefandi vinna fyrir duglega aðila. Öll tæki sem þarf og viðskiptasamböndin fylgja með. 3. Bifreiöaverkstæði á frábærum stað í sama húsi og landsþekkt varahlutaverslun. Viðgerðir, smurning og hjól- barðaviðgerðir. Mjög snyrtilegt verkstæði og góð vinnuað- staða. Mikið af tækjum. Mikil vinna og vinnusamningur við mjög stóran aðila. Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.