Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ _________________________________FRÉTTIR__________________ fslenskir vísindamenn staðsetja erfðavísi sem veldur meðgöngueitrun Staðfestir gæði íslensks um- hverfís til erfðarannsókna Morgunblaðið/Ásdís Rannsóknarhópur íslenskrar erfðagreiningar sem starfað hefur að rannsókninni. Á myndinni ei-u frá hægri: Sigrún Sigurðardóttir, Michaei L. Frigge, Þorlákur Jónsson, Hreinn Stefánsson, Anna S. Einarsdótt- ir, Birgir Páisson, Augustine Kong og Jeffrey R. Gulcher. Kári Reynir Reynir Tómas Stefánsson Arngrímsson Geirsson íslenskum vísinda- mönnum hefur tekist að staðsetja erfðavísi sem veldur meðgöngu- eitrun, en sjúkdómur- inn veldur dauða 60.000 kvenna árlega í heimin- um öllum. Ragna Sara Jónsdóttir ræddi við Kára Stefánsson, Reyni Arngiámsson og Reyni Tómas Geirsson og útskýrðu þeir þessar niðurstöður og þýðingu þeirra. VÍSINDAMENN telja niðurstöð- uraar ekki eingöngu mikilvægar í ljósi þess að leitin að stökkbreyttum genum sem valda meðgöngueitrun þrengist, heldur einnig vegna þess að þær staðfesta að hérlendis séu góðar aðstæður til þess að stunda rannsóknir á erfðafræðilega flókn- um sjúkdómum, og kveða þar með niður raddir um að Island sé óhent- ugt til slíkra rannsókna. Rannsóknir á orsökum með- göngueiti-unar hófust fyrir um ára- tug. Læknamir Reynir Arngríms- son og Reynir Tómas Gemsson hjá Kvennadeild Landspítalans skipu- lögðu rannsókn á sjúkdómnum og stóð hún yfir á árunum 1993-1996. Rannsóknin náði til 2585 kvenna sem greindust með sjúkdóminn á árunum 1984-1993. í ljós kom að sjúkdómurinn var fjölskyldulægur hjá um 20% kvennanna. Fyrir um tveimur árum hófst samstarf Islenskrar erfðagreining- ar og Kvennadeildar Landspítalans þar sem farið var út í stóra rann- sókn og gerð var kembileit í erfða- efni 343 kvenna og ættingja þeirra. Með arfgerðargreiningu tókst að staðsetja erfðavísi á tiltölulega þröngu svæði á litningi 2 og þykir sýnt að erfðavísar svæðisins tengist sjúkdómnum með óyggjandi hætti. „Þessi árangur hefur ýmsa þýð- ingu fyrir okkur. Þarna hefur okkur tekist í samvinnu við ágæta lækna og vísindamenn á Kvennadeild Landspítalans að staðsetja erfðavísi sem veldur flóknum sjúkdómi. Þetta er einn af þeim sjúkdómum sem hefur vafist fyrir öðrum að kortleggja og þetta er í fyrsta sinn sem það hefur verið gert. I því felst ákveðin staðfesting á að hér sé til- tölulega auðvelt að vinna að rann- sóknum á erfðafræði erfiðra sjúk- dóma,“ segir Kári Stefánsson, for- stjóri Islenkrar erfðagreiningar. Góður efniviður til rannsókna á Islandi Reynir Amgrímsson, dósent í erfðafræði við læknadeild Háskóla íslands og framkvæmdastjóri líf- tæknifyrirtækisins Urður, Verð- andi, Skuld, tekur undir þetta með Kára Stefánssyni og segir niður- stöður rannsóknarinnar staðfesta að Island sé góður vettvangur til þess að gera góðar erfðafræðirann- sóknir. „Þetta er fyrsta stóra erfða- fræðirannsóknin sem lokið er við hér en menn hafa velt því fyrir sér hvort gott sé að gera slíkar rann- sóknir hérlendis, vegna smæðar þjóðarinnar og svo framvegis. I mínum huga er það mikilvægasta við þessar niðurstöður að þær sýna að þessi íslenski efniviður er góð- ur,“ segir Reynir. Meðgöngueitrun er alvarlegur sjúkdómur sem getur stefnt lífi móður og barns í hættu ef hann er ekki meðhöndlaður. Arlega deyja 60.000 konur í heiminum af völdum meðgöngueitrunar, sem þýðir 164 konur á dag, eða ein kona á hverj- um 10 mínútum. Hérlendis greinast hins vegar milli 50 og 100 konur með sjúkdóminn árlega. Helstu ein- kenni sjúkdómsins eru hár blóð- þrýstingur og eggjahvíta í þvagi á síðari hluta meðgöngu, en þá er sjúkdómurinn á alvarlegu stigi. Að sögn Reynis Tómasar Geirs- sonar, læknis á Kvennadeild Land- spítalans og prófessors við Lækna- deild Háskóla íslands, hefur ekki látist kona hériendis af völdum sjúkdómsins frá árinu 1971 þótt nokkrar hafi hins vegar verið hætt komnar. Fóstur móðurinnar eru þó í mun meiri hættu en móðirin sjálf og deyja 3-4 sinnum fleiri fóstur af völdum sjúkdómsins heldur en með- al annarra þungaðra kvenna. Vonast eftir nákvæmari niður- stöðum á næstunni Kári Stefánsson segir að stað- setning erfðavísis sé mikilvæg fyrir áframhaldandi rannsóknir á orsök- um sjúkdómsins og aukinn skilning- ur á honum geri það að verkum að auðveldara verði að greina, fyrir- byggja og lækna hann. „Við vonum að þessar niðurstöð- ur leiði til þess að við fáum innan skamms nákvæmari niðurstöður sem geri það að verkum að það verði hægt að takast á við þennan sjúkdóm á sértækari hátt. Að hægt verði að finna nýjar aðferðir til þess til dæmis að finna þær konur sem eiga á hættu að fá meðgöngueitrun áður en þær verða vanfærar þannig að kannski verði hægt að bregðast við alveg frá upphafi. Við höfum náð að þrengja svæðið meira en þúsundfalt frá því erfða- mengi sem við byrjuðum með, sem gerir það að verkum að við erum nú innan seilingar frá þessum erfðavísi. Það er því afskaplega spennandi en töluvert mikil vinna framundan. Við þurfum að raðgreina þenna bút, leita þar að erfðavísum og síðan stökkbreytingum í þeim erfðavísum sem þai- eru,“ segir Kái'i og býst við því að sú vinna taki frá nokkrum mánuðum upp í nokkur ár. Eykur skilning á eðli sjúkdómsins „Þessar niðurstöður hafa fyrst og fremst þýðingu fyrir almennan skilning á eðli sjúkdómsins, hvernig hann hegðar sér í fjölskyldum og á hvaða grunni það gæti hugsanlega byggst. Við erum smám saman að reyna að finna betur hvaða eigin- leikar valda því að sumar konur fá þennan sjúkdóm, jafnvel endurtek- ið, og af hverju hann finnst oftar í sumum fjölskyldum heldur en í öðr- um og síðan hvaða erfðaeiginleikar tengjast mismunandi formum af sjúkdómnum,“ segir Reynir Tómas. Hann segir að sumar konur fái mjög háan blóðþrýsting og krampa, aðrar fái krampa en ekki endilega háan blóðþrýsting og enn aðrar fái alvarlegar skemmdir i lifur eða blóðstorkutruflun. Hann segir jafnframt að menn séu að reyna að átta sig á því hvort um sé að ræða einn sjúkdóm sem hefur mörg birtingarform eða nokkra náskylda sjúkdóma sem stafa af stökkbreytingum ólíkra gena. „Það þarf því ekki endilega að vera að þetta sé eitt gen heldur kannski samspil á milli nokkurra gena. Við vitum úr öðrum rann- sóknum annars staðar í heiminum að nokkur önnur gen eru á a.m.k. fjórum öðrum litningum sem menn hafa talað um að geti átt þátt í þessu. Konan ber í sér ákveðna erfðaeiginleika eða tilhneigingu til að fá sjúkdóminn og svo fer það eft- ir því hvað kemur frá fóstrinu eða öllu heldur bamsföðumum hvað gerist," segir Reynir Tómas en rannsóknir á sjúkdómnum era einnig gerðar í Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Japan og Hollandi. Að hans mati hefur þó ekki enn náðst jafn mikilvægur ár- angur sem þessi í leit að genum sem gætu valdið sjúkdómnum. Enn mikið órannsakað Reynir Arngrímsson læknir er sammála nafna sínum Reyni Tómasi og Kára Stefánssyni um að niður- stöðurnar hafi mikla þýðingu að því leyti að þær auki skilning á orsök- um sjúkdómsins. Hann segir jafn- framt að ljóst sé að ýmsir aðrir þættir skipti máli varðandi orsakir hans en með þessum niðurstöðum hafi tekist að staðfesta einn orsaka- þáttinn: arfgengi. „Niðurstaðan bendii- til að þessi tiltekni erfðaþáttur skiptir máli og virðist hafa þýðingu fyrir 20% kvenna sem fær sjúkdóminn. Það er þó ljóst að það era ýmsir aðrir þættir sem skipta máli. Þetta er eins og púsluspil, og hugsanlega or- sakast sjúkdómurinn af fjölmörgum genum. Við höfum núna komið ein- um hluta púsluspilsins á réttan stað,“ segir Reynir. Hann er fram- kvæmdastjóri Urðar, Verðandi, Skuldar og segir að samstarf sitt við íslenska erfðagreiningu í þessari rannsókn hafi verið ánægjulegt og að rannsókninni hafi komið mjög margir hæfir vísindamenn. Hann vænti þess að þetta samstarf haldi áfram þar sem um mjög flókinn sjúkdóm sé að ræða og rannsaka þurfí marga þætti héðan í frá. Rannsókn- arstofa í öldrunar- fræðum ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna Rannsóknarstofu Háskóla íslands og Sjúkrahúss Reykjavíkur í öldrunar- fræðum. Hún tekur til starfa undir lok ársins. Rannsóknarstofan verður kennd við þessar tvær stofnanir og rekin á vegum öldranarsviðs Sjúkra- húss Reykjavíkur, í samvinnu við læknadeild Háskóla íslands. Aðsetur verður í húsakynnum Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landakoti. Tilkynnt var um þessa nýju stofu á opnu húsi í Landakoti, þar sem meðal viðstaddra voru forseti Is- lands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son og Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra. „Með Rannsóknarstofu Háskóla Islands og Sjúki-ahúss Reykjavíkur í öldrunarfræðum styrkist brúin milli öldrunai'fræða og öldrunarþjónustu og hún er stórt skref í þjónustu við aldraða. Þar verður sjónum beint að elli og á vísindalegan hátt reynt að nálgast skilning á óleystum gátum þessa tímabils mannsævinnar og að beita sér fyrir forvörnum, þar sem það á við. Hlutverk Rannsóknarstofu Há- skóla íslands og Sjúkrahúss Reykja- víkur í öldrunarfræðum er, sam- kvæmt stofnskrá; að vera miðstöð rannsókna á sviði öldrunarfræða er geta tekið til heilbrigðisþátta, félags- legra þátta, fjárhagslegra þátta, og annarra þátta er tengjast lífsgæðum, að stuðla^ að samvinnu fræðimanna Háskóla íslands sem eiga það sam- merkt að vinna, að öldrunarrann- sóknum, að hafa áhrif á þróun kennslp í öldrunarfræðum innan Há- skóla íslands, að skapa heimili fyrir rannsóknarverkefni á sviði öldrunar, að stuðla að útgáfu öldrunarfræði- rita, að hafa samvinnu við aðrar rannsóknarstofur, félög, einstaklinga og opinbera aðila sem starfa á sviði öldrunar innanlands og utan, að hafa forgöngu um að afla styrkja eða fjár- veitinga til öldrunarrannsókna og veita upplýsingar um hugsanlega styi’ktaraðila, að standa fyrir nám- skeiðum fyrir fagfólk í öldrunarþjón- ustu, sjálfstætt eða í samvinnu við aðra, að veita fagfélögum í öldrunar- málum þjónustu eftii’ nánara sam- komulagi og að sinna öðrum verk- efnum samkvæmt ákvörðun stjórn- ar,“ segir í fréttatilkynningu frá Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum. --------------------- * * Framkvæmdastjóri 1U RÚYmá nota mynd- lyklakerfið „ÍSLENSKA útvarpsfélagið fagnar allri samkeppni svo lengi sem hún er á jafnréttisgrundvelli,“ sagði Hregg- viður Jónsson, framkvæmdastjóri IU, aðspurður hvernig honum litist á möguleikann á því að Ríkisútvarpið hefji útsendingar á annarri sjón- varpsrás, eins og kom fram í viðtali Morgunblaðsins við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra á sunnudag. „Við erum alls óhræddir við það að mæta samkeppni því við teljum okk- ur vera samkeppnishæfa með okkar framboð af sjónvarpsefni," sagði Hreggviður. Að sögn Hreggviðs er ekkert því til fyrirstöðu að Ríkissjónvarpið fái að notast við myndlyklakerfi Stöðvai’ 2. „Við myndum gjarnan leyfa þeim að notast við okkar myndlyklakerfi, en um 65% heimila landsins hafa myndlykla og við skulum bara í sam- einingu klára að lyklavæða landið, þá getur fólk keypt okkar þjónustu til jafns við þeirra þjónustu." Hreggviður sagði greinilegt að þessi hugmynd Ríkisútvarpsins væri á frumstigi. Margt væri hægt að segja um hana, en líklega væri best að bíða eftir að forráðamenn Ríkisút- varpsins reiknuðu dæmið til enda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.