Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Mukesh M. Patel, forseti Verslunarráðs Gujurat Sjávarútvegurinn hefur sóknarfæri á Indlandi Á RÁÐSTEFNU um viðskiptatæki- færi á Indlandi sem Útflutningsráð hélt í gær kom fram að íslenskur sjávarútvegur gæti átt mörg sóknar- færi þar í landi, bæði hvað varðar veiðar, sölu sjávarafurða og útflutn- ing á tækjum og fiskveiðibúnaði. Ráðstefnan var haldin í tilefni af komu viðskiptasendinefndar frá Gu- jurat, sem er eitt helsta iðnaðar- og fískveiðihérað Indlands í norðvestur hluta landsins. Getum lært mikið af Islendingum Mukesh M. Patel, forseti Verslun- aiTáðs Gujurat, segir að þrátt fyrir mikinn mun á löndunum tveimur gætu þau bæði hagnast á auknum viðskiptum. ,Áður en við héldum í þessa för var ég spurður af hverju fulltrúar frá þjóð sem er um millj- arður íbúa séu að gera sér för til lands þar sem íbúafjöldinn er álíka mikill og í lítilli indverskri borg. Fólk vai’ hissa á þessu, en þegar ég út- skýrði fyrir því hversu framarlega Islendingar væru í fiskveiðum, há- tækni og raforkuframleiðslu skildi það að þetta væri land sem vert væri að heimsækja." Patel segir að Gujurat sé helsta fískveiðihérað Indlands. „Við veiðum allar helstu nytjategundir sem fyrir- fínnast undan strandlengjunni. Einnig er fiskeldi stundað í töluverð- um mæli. En samt er það svo að ind- verskur sjávarútvegur er vanþróað- ur. Við þurfum að auka framleiðni í greininni og við teljum að ef við fáum íslensk fyrirtæki til að fjárfesta með beinum eða óbeinum hætti í ind- verskum sjávarátvegi geti kunnátta þeirra fyrirtækja nýst okkur.“ Litlar hömlur á fjárfestingxim Á undanförnum árum hafa Ind- versk stjórnvöld gengið langt í að opna markaði sína og fjarlægt þær hömlur sem voru á erlendri fjárfest- ingu. í Indlandi mega erlend fyrir- tæki eiga meirihluta í sjávarátvegs- fyrirtækjum ólíkt því sem tíðkast hér á landi. Ef um er að ræða fyrir- tæki sem flytja sína vöru eingöngu út mega útlendingar eiga allt hluta- fé. Patel segir að þessi frjálslynda stefna stjórnvalda í fjárfestingum hljóti að gera Indland fýsilegan kost fyrir erlenda fjárfesta. „Stjórnvöld hafa reynt að laða til sín erlenda fjárfesta með þessari stefnu. Og það hefur gengið vel því að fyrirtæki sem hafa hafíð rekstur hér hafa haft góða sögu að segja af viðskiptum sínum við okkur.“ Patel heldur að íslensk fyrirtæki eigi sóknarmögulejka á Indlandi á tveimur sviðum. „Eg held að mögu- leikarnh' felist fyrst og fremst í því að fyrirtæki komi til landsins og hefji bæði veiðar, vinnslu og sölu. Einnig tel ég að íslensk fyrirtæki sem framleiða búnað fyrir sjávarát- veginn gætu séð hag sinn í því að framleiða vörur sínar á Indlandi og flytja þær síðan út til annarra Asíu- landa.“ Mikii uppbygging í sjávarútvegi Stjórnvöld í Gujurat leggja mikla áherslu á að bæta skilyrði fyrir sjáv- arátveginn í héraðinu. „Gujurat er mesta iðnaðarhérað Indlands og stjómvöld þar leggja mikla áherslu á að halda þeh'ri stöðu. Komið hefur verið á koppinn verkefni sem hefur fengið nafnið Vision 2010 og það snýst um að bæta alla þá ytri þætti sem koma að iðnaði. Það á að leggja 29 milljarða Bandaríkjadala í að bæta samgöngur, koma upp nýrri hafnaraðstöðu og svo framvegis. 70% af þessum framkvæmdum munu fara til fyrirtækja í einkageiranum. Þetta veitir fyrirtækjum, innlendum jafn sem erlendum tækifæri á að koma til héraðsins og fjárfesta. Og þessar miklu framkvæmdir sýna einnig hversu mikinn hug við höfum á því að búa til sem hagstæðustu aðstæð- ur fyrir fyrirtæki sem vilja fjárfesta hjá okkur,“ sagði Mukesh M. Patel, forseti Verslunarráðs Gujurat. Ein íslensk verksmiðja í Gujurat Þrátt fyrir hinn gríðarlega stóra markað sem er á Indlandi og hag- stæða fjárfestingastefnu stjórn- valda hefur aðeins eitt íslenskt fyr- irtæki hafið rekstur á Indlandi, en það er Sæplast sem hóf rekstur verskmiðju í Gujurat fyrir ári. Á ráðstefnunni sagði Elías Gunnars- son, verkefnisstjóri Sæplasts, frá reynslu sinni af viðskiptum við Ind- verja. Taldi hann þeim margt til tekna og hrósaði þeim fyrir að vera góðir verkmenn. Hins vegar taldi hann að ótryggt stjórnmálaástand og þunglamaleg stjórnsýsla hefði neikvæð áhrif á viðskiptaumhverfið þar í landi. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Mukesh M. Patel, forseti Verslunarráðs Gujurat, er ánægður með heimsóknina til Islands. Uppgangur í Chile ALLS veiddust 3,54 milljónir tonna af fiski í Chile fyrstu sjö mánuði ársins og er um að ræða 37,6% meiri veiði en á sama tíma í fyrra. 616.914 tonn veiddust af makr- íl og er það 51,2% samdráttur. 1,45 milljónir tonna veiddust af ansjósu eða 273,3% meira en í fyrra. LEIKUR ARSINS VERÐUR SUNNUDAGINN 26. SEPT. KL. 15 AKRANESKAUPSTAÐUR FORSALA MIÐA HJÁ OLÍS, AKRANESI OG Á SKRIFSTOFU ÍA. VIÐ HVETJUM STUÐNINGSMENN OKKAR UM ALLT LAND TIL AÐ VERA MEÐ í UNDIRBÚNINGI OG GERA HLUT OKKAR SEM STÆRSTAN Á LEIKDAG. UPPWITUNll Við hitum upp fyrir leikinn ájaðarsbökkum laugardaginn 25. sept. kl. 17 - 19 fyrir hina yngri og kl. 21 - 02 fyrir hina eldri. Þar koma fram: Halli Melló, Þorsteinn Gíslason, Gunnar Sturla Hervarsson & Einar Harðarson, Tíbrá, Abbabbabb • og fleiri. -Grín og glens. Við höldum áfram Æm upphitun á leikdag í Veislusalnum, Sóltúni 3 i (Akógeshúsinu) í Reykjavík frá kl. 10:30 og fram k 1 að leik. Sætaferðir ffá Akranesi á leikdag kl. 9:30 J og 13:00 (Skútunni) og frá Reykjavík kl. 17:00. Fargjald 800 kr. fram og til baka. Sjáumst! LATUM I OKKUR HEYRA Á VELLINUM -STYÐJUM ÍA BUNAÐARBANKI ÍSLANDS HF AKRANESI KNATTSPYRNUFÉLAG lA HaraJdur Böðvarsson hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.