Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Námstefna um margmiðlunartækni tengda kvikmyndum NAMSTEFNA um margmiðlunar- tækni tengda kvikmyndum (Digital Media Seminar) verður sett í Há- skólabíói í dag, þriðjudag, kl. 18.30. Helstu fyrirlestrar verða ki. 10-18 á á miðvikudag en styttri fundir hefj- ast kl. 17 á fímmtudag og föstudag. Námstefnan er haldin í tengslum við Nordisk Panorama, norrænu stutt- og heimildarmyndahátíðina, sem hefst í Háskólabíói á miðviku- daginn. A námstefnunni halda sérfræð- ingar frá Norðurlöndum og Bret- landi fyrirlestra um stöðu kvik- myndagerðarmanna og dreifingar- möguleika með hliðsjón af innreið stafrænnar tækni. Fjallað verður um margmiðlun, gagnvirkni, staf- rænt sjónvarp, stafræna fram- leiðslu og dreifingu kvikmynda, Internetið og tengsl tölvuleikja og kvikmynda. Fyrirlesarar eru John Newbegin, sérstakur ráðgjafi Chris Smith, inn- anríkisráðherra Bretlands, Richai-d White, ábyrgðarmaður styrkveit- inga til margmiðlunarverkefna á vegum MEDIA-áætlunarinnar, Jonas Wagner, myndbrellustjóri hjá Hokus Bogus, Kaupmannahöfn, Maureen Thomas, deildarstjóri við Moving Image Studio, Cambridge- háskóla, og ráðgjafi um stafræna miðla við National Film & TV School í Bretlandi, og Prami Lar- sen, framkvæmdastjóri Kvikmynda- vinnustofu Kvikmyndastofnunar Danmerkur (DFI, Filmværkstedet). Þátttakendur í hringborðsum- ræðum verða Thomas Stenderup, stjórnandi framleiðslu og þróunar við Dönsku kvikmyndastofnunina, Antonia D. Carnerud, Media Desk Svíþjóð, Kristina Hautala-Kajos, sérstakur ráðgjafi menningar- og menntamálaráðuneytis Finnlands, Þorfinnur Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Is- lands, og Malte Wadman, skóla- stjóri Kvikmynda- og sjónvarps- skóla Noregs. Aðgangur er öllum heimill, þátt- tökugjald er 5.000 krónur. Innritun og nánari upplýsingur eru hjá Nor- disk Panorama, Túngötu 14. Skipulagsskrá Lagna- kerfamiðstöðvar staðfest AÐ frumkvæði Lagnafélags íslands hefur í nokkur ár verið unnið að und- irbúningi stofnunar Lagnakerfamið- stöðvar íslands og hefur náðst breið samstaða rannsóknastofnana, Há- skóla, Tækniskóla, Sambands iðn- menntaskóla og margra annarra hagsmunaaðila um málið. Lagnafélag Islands var stofnað í október 1986 en á ráðstefnu félags- ins á Selfossi 1992 um menntun lagnamanna var skipaður vinnuhóp- ur á vegum Lagnafélagsins um samnýtanleg lagnakerfi til kennslu ogrannsókna. í júlí 1994 var lögð fram skýrsla um lagnakerfamiðstöð og voru helstu tillögur vinnuhópsins þær að komið skyldi á fót einni sameigin- legri lagnakerfamiðstöð á höfuð- borgarsvæðinu fyrir landið allt þar sem komið yrði fyrir fullnægjandi rannsóknar- og kennslukerfum til rannsókna, aðstöðu fyrir kennslu og þjálfun lagnanema á öllum skólastig- um og símenntun starfandi lagna- manna. Hinn 25. ágúst sl. var haldinn framhaldsstofnfundur Lagnakerfa- miðstöðvar Islands. A fundinum var samþykkt skipulagsskrá fyrir stofn- unina sem er sjálfseignastofnun og kynnt skipan í fulltrúaráð frá stofn- aðilum. í stjórn voru skipaðir frá Lagna- félagi Islands, Kolviður Helgason og Þórður Ólafur Búason, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, Valdimar K. Jónsson, frá Háskóla Islands, Hákon Ólafsson, frá Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins, Ingólfur Örn Þorbjörns- son, frá Iðntæknistofnun Islands og Eyjólfur Bjarnason, frá Sam- tökum iðnaðarins. Formaður stjórnar var kosinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, varaformaður dr. Yaldimar K. Jónsson, ritari Hákon Ólafsson og gjaldkeri Þórður Ólaf- ur Búason. Hlutverk stofnunarinnar er að vera samstarfsvettvangur þeirra sem vinna við rannsóknir og fræðslu í lagnaiðnaði og að leggja til hús- næði, tæki og búnað sem notaður verður við fræðslu- og rannsókna- starfsemi í lagnaiðnaði. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að rannsóknum, þróun, stöðl- un og tæknilegum umbótum í lagna- tækni og samhæfa rannsóknir á lagnakerfum í landinu og að efla kennslu og þjálfun á sviði lagnakerfa í skólum landsins á framhaldsskóla- og háskólastigi og veita aðstöðu fyrir endurmenntun iðnaðarmanna og hönnuða. Afgreiðslutími Upplýsingamið- stöðvar ferða- mála lengdur UPPLÝSIN GAMIÐSTÖÐ ferða- mála í Reykjavík hefur ákveðið að bæta þjónustu sína og lengja af- greiðslutíma á laugardögum í vetur m.a. vegna aukins fjölda ferðamanna og í tilefni því að Reykjavík er ein af Menningarborgum Evrópu árið 2000. Frá 16. september verður opið eins og áður 9-17 virka daga en á laugardögum verður opið 9-17 frá og með 18. september. Afram verður lokað á sunnudögum. Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vib hreinsum; Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskaö er. S SýP l tatiknihremunin Sólheimcr 35 • Simlt 533 3634 • GSM; 897 3634 í DAG VELVAKAJMDI Svarað í síraa 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Reykja- víkurflug- völlur MARGT er maður búinn að lesa um lausn á stað- setningu Reykjavíkur- flugvallar. Allt frá að setja hann út í Skerjafjörð á til- búna eyju og svo að flytja alla starfsemi hans á Keflavíkurflugvöll. Það er ein tillaga sem ég hef verið að velta fyrir mér og ætla að koma henni á framfæri með þessum skrifum. Tillagan er fólgin í að staðsetja völlinn á Sel- tjarnarnesi, þ.e.a.s. á Suð- urnesi og miðað við núver- andi fyrirkomulag á stað- setningu flugbrauta gæti miðja vallarinns verið rétt fyrir norðan smátjörn, sem er norður af endagöt- unni Suðurströnd. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti að fylla upp í víkina sem snýr í Skerjafjörðinn, en þó ekki nema til hálfs til austurs. í norðvestur vík- ina þyrfti hins vegar að fylla meir til norðurs og norðvesturs. Eins og brautirnar liggja í dag myndu allar brautirnar hafa aðflug frá sjó, sem mjög myndi draga úr há- vaða á byggðarsvæði Reykjavíkur og Seltjarn- arness. Náttúrulega myndi golfvöllurinn á nes- inu fara forgörðum, en hitt er að Seltjarnarnes- hreppur fengi eflaust góð- ar tekjur af flugvellinum. Og svo fengi Reykjavík Vatnsmýrina og þá yi’ðu allir ánægðir. Eg hef nú ekki fleiri orð um þetta, nema hvort flytja mætti Bessastaði suður fyrir litlu tjörn á upphækkaða lóð svo að setrið tæki sig betur út? hh og h. Tapað/fundið Gleraugu fundust í Kópavogi BRÚNYRJÓTT gleraugu fundust á bílahúsinu í Hamraborginni. Upplýs- ingar í síma 554 0868. Lestrargleraugu týndust LESTRARGLERAUGUí rauðu hylki týndust, lík- lega um miðjan ágúst. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 557 5089. Dýrahald Köttur týndist SÍÐASTLIÐINN mánu- dag, 13. september, týnd- ist þessi köttur á leiðinni frá Dýraspítalanum þegar eigandi hans lenti í árekstri á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Suð- urlandsvegar (við Rauða- vatn). Eigandinn rotaðist og varð að klippa hann út úr bílnum en á meðan slapp kötturinn frá sjúkra- flutningamönnunum. Talið er að hann hafi hlaupið í suðurátt og líklega er hann í felum nálægt skúrunum austan við Breiðholts- brautina eða þar um kring. Þetta er golden persi sem aldrei fer út og óvíst að hann geti bjargað sér á eigin spýtur. Hann hefur síðan feld sem flækist smám saman í hnúta. sem geta valdið því að hann getur á endanum ekki hreyft sig. Eigandinn er slasaður og er alveg miður sín vegna hvarfs kattarins. Hann heitir þeim fundar- launum sem finnur köttinn og skilar honum. Vinsamlegast hafið sam- band við Jóhönnu í síma 552 3719 eða 897 5506 - eða Dýraspítalann í síma 567 4020 eða Kattholt í síma 567 2909. Hlutavelta Þessir ungu drengir héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.408 til styrktar Rauða krossi íslands. Þeir heita Sigurður Gunnar Björgvinsson og Finnbogi Árnason. Þessar duglegu stúlkur héldu tómbólu og söfnuðu kr. 2.659 til styrktar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands. Þær heita Birta Bæringsdóttir, Hjördis Bogadóttir og Edda Lúthersdóttir. Þessir duglegu strákar söfnuðu kr. 2.930 til styrktar Rauða krossi íslands. Þeir hcita Daníel Kristjánsson og Eiríkur Ársælsson. Með morgunkaffinu Á ég að skera burt litla húðflipann eða stóra hnúðinn f miðjunni. Víkverji skrifar... TRUFLANIR á GSM-kerfi Landssímans á föstudag og laugardag ollu mörgum GSM-síma- eigendum óþægindum. Víkverji er einn þeirra sem notar GSM-síma mjög mikið, þá sérstaklega vegna vinnu þar sem beina númerið á vinnustað er tengt áfram í GSM- síma. Hefur það oft komið sér vel þar sem alltaf er hægt að ná í við- komandi ef kveikt er á símanum. Víkverji heyrði á mörgum á föstudag og um helgina að þeir höfðu lent í hinum ýmsu erfiðleikum vegna þessa. Bæði þegar þeir höfðu reynt að ná í menn með GSM-síma eða höfðu gefið upp GSM-númerið sitt sem það númer sem hægt væri að ná í þá hvenær sem er. Var ansi þungt hljóðið í sumum viðmælend- um Víkverja og kæmi það ekki á óvart að margir bættu við númeri hjá Tali í kjölfarið. í sunnudagsblaði Morgunblaðsins var greint frá því að Landssíminn hygðist setja upp nýja GSM-símstöð á næstu mánuðum og fyrirtækið mundi fara fram á við Ericsson, framleiðanda kerfisins, að fyrirtæk- ið aðstoðaði Landssímann við að gera skammtímaráðstafanir til að kom í veg fyrir að svona gæti endur- tekið sig. Er vonandi að það verði raunin enda mjög bagalegt að lenda í uppákomum sem þessum. xxx VIÐMÆLANDI Víkverja sem var að kaupa sér farmiða til Helsinki í Finnlandi nýverið var óhress með það verð sem Flugleiðir bauð honum á flugleiðinni Keflavík- Stokkhólmur, Stokkhólmur- Helsinki og til baka með stoppi í Kaupmannahöfn. Þegar hann hafði samband við söluskrifstofu Flug- leiða til að bóka farið var honum sagt að ferðin myndi kosta um eitt hundrað þúsund krónur. Astæðan fyrir þessu háa verði var sögð felast í miðaverðinu frá Stokkhólmi til Helsinki og þaðan til Kaupmanna- hafnar, eða tæplega 60 þúsund krónur. Hann ákvað þá að hringja í SAS og athuga hvort þeir gætu boðið honum farið á umræddum leggjum á betra verði. Þeir buðu gott betur og seldu honum alla ferðina á 50.500 krónur, eða um 100% verðmun á ná- kvæmlega sömu flugnúmerum og til stóð að bóka með Flugleiðum. Honum fannst þetta gjörsamlega óskiljanlegt og ákvað því að hringja í sölustjóra Flugleiða til að grennsl- ast fyrir um hverju þetta sætti. Sá kenndi forsvarsmönnum SAS um verðið, þ.e. Flugleiðir fengju ekki ódýr sæti með SAS á leiðum sem þeir flygju ekki sjálfir á. Sölustjór- inn tók undir óánægju farþegans og sagðist vita af þessu vandamáli. Að lokum sagði sölustjórinn að það væri mögulegt að bjóða farþegan- um einhver APEX-fargjöld sem kæmu til með að lækka miðaverðið eitthvað niður fyrir 100 þúsund krónur en viðmælandi Víkverja ákvað að þiggja ekki boðið enda bú- inn að fá miðann á mun lægra verði hjá SAS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.