Morgunblaðið - 21.09.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.09.1999, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laun fyrir setu í nefnd sem ekki er til FIMM borgarfulltrúar, sem sátu í at- vinnu- og ferðamálanefnd, sem lögð var niður í apríl, fá enn greidd laun fyrir setu í nefndinni, fjórum mánuð- um eftir að hún var lögð niður. Það sem af er þessu ári hafa verið greidd- ar rúmar 700 þúsund kr. í laun fyrir setu í nefnd sem ekki er tál. Guðlaug- ur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem átti sæti í nefndinni vakti athygli á þessu á borgarráðsfundi sl. þriðjudag. I stað atvinnu- og ferðamálanefnd- ar var stofnuð atvinnuþróunarnefnd og ráðinn starfsmaður til hennar. „Það er ráðinn starfsmaður til nefndarinnar en nefndin sjálf var aldrei sett á laggirnar. Ég, eins og aðrir sem sátu í atvinnu- og ferða- málanefnd, höfum fengið nefndar- launin giæidd," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. „Ég tilkynnti það að ég myndi endurgreiða þessi laun. Þetta er van- virða við fjármuni almennings og í raun er mikil sorgarsaga í kringum atvinnunefndir Reykjavíkurlistans þar sem búið er að henda tugum milljóna króna í tóma vitleysu,“ segir Guðlaugur Þór. Hver nefndarmaður hefur fengið greiddar 30 þúsund kr. fyrir setu í nefndinni í hverjum mánuði og for- maðurinn 60 þúsund kr. I þá fjóra mánuði, sem nefndarmenn hafa fengið greidd laun, frá því nefndin var lögð niður, nemur launakostnað- ur um 700 þúsund krónum. Oddur Eiríksson, slökkviliðsmaður úr Reykjavík, undirbýr „sjúkling" fyrir flugslysaæfinguna á Isafjarðarflugvelli. Morgunblaðið/Egill Egilsson Sjúkraflutningamenn búa „slasaðan" flugfarþega undir flutning. Flugmálasljórn heldur æfíngu á viðbrögðum við flugslysi á fsafírði Ymsa hnökra þarf að sníða af „MÉR fannst æfmgin ganga vel upp. Eins og alltaf komu fram ákveðnir hnökrar sem þarf að sníða af. Urvinnslan er mikilvæg, ekki síður en undirbúningurinn,“ sagði Þorgeir Pálsson fiug- málastjóri eftir æfingu á viðbrögðum við hópslys- um sem Flugmálastjóm stóð fyrir á Isafjarðar- flugvelli á laugardag. Hátt í 400 manns tóku þátt. Æfingin var undirbúin á fimmtudag og föstu- dag með fyrirlestrum og starfi vinnuhópa. Hall- grímur Sigurðsson, yfirmaður leitar og björgun- ar hjá Flugmálastjórn, segir að undirbúningur- inn hafi að þessu sinni haft það markmið að við- brögðin yrðu rétt en minna var lagt upp úr hrað- anum. Flugmálastjóm heldur reglulega flug- slysaæfingar við flugvelli landsins. Tilgangurinn er að yfirfara áætlanir og samhæfa vinnubrögð mismunandi aðila um allt land. Æfð vom viðbrögð við því að flugvél með 45 manns ferst í aðflugi að ísafjarðarflugvelli. Hall- grímur segir að draga megi marvíslegan lærdóm af æfingunni. Boðun var ekki í lagi og ekki heldur fjarskipti milli aðgerðarstjórnar og vettvangs- stjómar. Segir Hallgrímur að menn séu farnir að treysta mikið á GSM-símakerfið og bilanir í því á laugardag hafi valdið erfiðleikum við útkall og boðun, meðal annars almannavamanefndar. „Þetta veldur áhyggjum því það þarf að vera hægt að tryggja örugga boðleið," segir hann. Bil- anir í tækjabúnaði urðu þess valdandi að sam- band milli stjórnstöðvar og vettvangs var ekki í lagi. Léku aðstandendur Fólk vai- fengið til að leika aðstandendur flug- farþega og biðu þeir í flugstöðinni og blaðamenn tóku einnig þátt í æfingunni. Er þetta í fyrsta skipti sem þessir þættir em teknir fyrir í flug- slysaæfingu. Hallgrímur segir að í ljós hafi komið að fara þurfi sérstaklega yfir meðhöndlun ætt- ingja. Þá þurfi að leyfa fréttamönnum að komast að vettvangi með skipulegum hætti þegar svona stór áföll verða. Fleiri ábendingar komu fram á fundi sem hald- inn var með þátttakendum æfingarinnar á sunnudag. Hallgrímur segir að gerð verði skýrsla um æfinguna og því fylgt eftir að úrbætur verði gerðar. „Flugmálastjóm verður alltaf að vera viðbúin flugslysum á flugvöllum og öllu flugstjómarsvæð- inu, þótt þau séu sem betur fer sjaldgæf. Þess vegna er mikilvægt að viðbrögð séu rétt á ögur- stundu,“ segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Hallgrímur telur að á milli 300 og 400 manns hafi tekið þátt í æfingunni, bæði fulltrúar stofn- ana í Reykjavík og heimamenn á ísafirði: Lög- reglumenn, slökkviliðsmenn, björgunarsveita- menn, heilbrigðisstarfsfólk, bæjarstarfsmenn, fulltrúar Rauða kross Islands og fólk sem vinnur að almannavörnum, auk starfsfólks Flugmála- stjórnar, Flugfélags Islands og sjálfboðaliða. Ráðstefna um konur og lýðræði við árþúsundamót Fréttamiðstöð verður í Verslunarskólanum VERSLUNARSKÓLI íslands verð- ur vettvangur fréttamiðstöðvar á meðan ráðstefna um konur og lýð- ræði við árþúsundamót stendur yfir í Borgarleikhúsinu í Reykjavík hinn 8. til 10. október nk., að sögn Halls Hallssonar, framkvæmdastjóra kynningarfyrirtækisins Menn og málefni, en fyrirtækið hefur verið fengið til að þjónusta fjölmiðla í kringum ráðstefnuna. Ekki er enn vitað með vissu, að sögn Halls, hve margir erlendir frétta- og blaða- menn muni koma til íslands vegna umræddrar ráðstefnu en búast má við því að þeir fyrstu komi til lands- ins í byrjun október. „Við fáum Verslunarskólann af- hentan á fimmtudeginum [fyrir ráð- stefnuna] og þar verður fréttamið- stöðin opin alla ráðstefnudagana. í skólanum eru aðstæður feikilega góðar og fáum við m.a. aðgang að á annað hundrað tölvum, sem allar eru tengdar Netinu, þó að það sé nátt- úrulega langt umfram það sem þarf.“ Hallur segir ennfremur að í Versl- unarskólanum verði m.a. aðstaða fyrir fréttamannafundi og bendir sömuleiðis á að einstakir aðilar muni koma upp upplýsingamiðstöðvum innan fréttamiðstöðvarinnar, til að mynda bandaríska sendiráðið á ís- landi. Þorvarður Elíasson, rektor Verslunarskóla Islands, segir í sam- tali við Morgunblaðið að kennsla falli niður í skólanum föstudaginn 9. október en tekur þó fram að það muni ekki hafa áhrif á tímasetningu prófa eða yfirferð námsefnis. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞINGAEKLU Nvme-r eiff f nofvPvryi bfhiYil Laugavegi 174.105 Reykjavfk, slmi 569-5500 Til sölu MMC Carisma HB nýtt skráður 23.10.1998, 5 dyra 1800 Gdi 5 gíra ekinn 15.000 spoiler sett. Ásett verð 1800,000. nánari uppiýsingar Bílaþingi Heklu 569 55 00 www.bilathing.is • www.bilathing.is - www.bilathing.is Urður, Yerðandi, Skuld hefur starfsemi Erfðarannsóknir með áherslu á krabbamein URÐUR, Verðandi, Skuld hóf rannsóknarstarfsemi sína í síðasta mánuði og segir Reynir Arngríms- son, framkvæmdastjóri vísinda- sviðs, fyrirtækið hljóta jákvæð við- brögð, en mikill áhugi sé greinan- legur bæði hér heima og erlendis. Starfsemi Urðar, Verðandi, Skuldar er á sviði erfðarannsókna og líftækni. Ahersla er lögð á krabbameinsrannsóknir, starfsemi og stjórnun gena, auk þess sem hafinn er undirbúningur að rann- sóknum á genastjómun ýmissa annarra sjúkdóma. Ekki er starf- ræktur gagnagrunnur á vegum fyr- irtækisins. Sex manns starfa nú hjá fyrir- tækinu, en samstarf er við álíka marga hjá stofnunum á borð við Ríkisspítala og Krabbameinsfélag- ið og var gerður samstarfssamn- ingur við þessar stofnanir. Sam- kvæmt starfsáætlun er síðan gert ráð fyrir að sautján starfsmenn verði hjá fyrirtækinu um áramót, auk tíu samstarfsaðila við aðrar stofnanir. Rannsóknarstarf hófst nú í ágúst, en fyrirtækið var stofnað fyrir um ári. Að sögn Reynis verð- ur starfsmönnum fjölgað eftir því sem ný verkefni fara af stað. „Við auglýstum eftir starfsfólki um daginn og fengum mjög góð við- brögð og búum þannig að hópi 35 einstaklinga sem sóttu um.“ Rann- sóknarstarfið hefur, að mati Reyn- is, farið vel af stað og er nú unnið að því að koma af stað rannsókn- um bæði með læknum og vísinda- mönnum. Borgarneslögreglan Upplýsti sitt stærsta fíkni- efnamál LÖGREGLAN í Borgamesi upp- lýsti sitt stærsta fíkniefnmál fyrir síðustu helgi þegar upp komst um kaup á 80 grömmum af kannabis- efnum. Aldrei áður hefur fundist svo mikið magn fíkniefna í umdæm- inu en í tengslum við málið voru fjórir menn handteknir. Leitað var í tveimur bifreiðum og gerðar hús- leitir í tveimur íbúðum. Alls fundust um 60 grömm af kannabisefnum í bifreiðunum og í íbúðunum og einnig fundust efni sem höfðu verið falin á víðavangi skammt frá Borg- amesi. Mennirnir sem handteknir voru eru á milli tvítugs og þrítugs og gengust við eigu á efnunum við yfirheyrslur lögreglu og hefur verið sleppt úr haldi. INGVAR Júlíus Helgason, forstjóri fyrirtækisins Ingvar Helgason hf., lést í Reykjavík á laugar- dag. Ingvar var á 72. aldursári og var bana- mein hans krabba- mein. Ingvar fæddist á Vífilsstöðum og var sonur hjónanna Helga Ingvarssonar yfir- læknis og Guðrúnar Lárusdóttur. Hann stundaði verslunarnám í Samvinnuskólanum í Reykjavík og lauk prófi þaðan 1948. Að námi loknu hóf Ingvar störf hjá Helga Lárussyni frá Klaustri og starfaði síðan hjá Innkaupa- stofnun ríkisins á árunum 1951-60. Ingvar stofnaði fyrirtækið Ingvar Helgason hf. 1956 og sneri sér alfarið að rekstri þess 1960. Fyr- irtækið flutti þá inn leikföng og gjafavöru, en hóf einnig innflutn- ing og sölu bifreiða 1963. Þá var fyrirtækið Bílheimar stofnað af Ingvari og fjölskyldu 1993. Ingvar var einn af stofnendum Junior Chamber á íslandi og var fyrsti forseti sam- bandsins 1960-61. Þá átti hann sæti í stjórn Bflgreinasambandsins 1984-88. Ingvar var sæmdur riddarakrossi 1999 fyi'ir störf að atvinnu- og líkn- annálum. Eftirlifandi eiginkona Ingvars er Sigríður Guðmundsdóttir. Andlát INGVAR HELGASON y i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.