Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Raísa Gorbatsjova, eiginkona síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, látin Dáð á Vesturlöndum en umdeild heima fyrir Raísa Gorbatsjova, sem lést á sjúkrahúsi í Þýskalandi í gær, vakti mikla athygli og aðdáun á Vesturlöndum og franski fata- hönnuðurinn Pierre Cardin lýsti henni eitt sem „einni af glæsilegustu konum heims“. Hún var hins vegar umdeild heima fyrir og margir Rússar höfðu andúð á henni, töldu hana of áberandi og áhrifamikla, enda höfðu þeir vanist því að konur leiðtoga Sovétríkjanna héldu sig til hlés. RAÍSU Gorbatsjovu - sem lést á sjúkrahúsi í Múnster í Þýskalandi, 67 ára að aldri, eftir bai'áttu við hvít- blæði - var ýmist líkt við Jacqueline Kennedy, Eleanor Roosevelt eða jafnvel Jósefínu keisaraynju, eigin- konu Napóleons. Eiginkona Míkhafls Gorbatsjovs, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, var þó að mörgu leyti sérstæð kona. Hún var talin hafa haft mikil áhrif á um- bótastefnu Gorbatsjovs og átt stóran þátt í því að breyta gangi sögunnar fyrir land sitt og allan heiminn. Áður en Gorbatsjov-hjónin komu til Kremlar höfðu eiginkonur leiðtoga Sovétrfkjanna verið nánast ósýnileg- ar. Svo virtist að litið væri á þær sem ríkisleyndarmál. Eiginkona Júrís An- dropovs kom til að mynda í fyrsta sinn fram opinberlega við útför hans. Þangað til höfðu erlendir sérfræðing- ar í Kremlarfræðum aldrei verið vissir um hvort hún væri til. Gorbatsjova varð þekkt á Vestur- löndum áður en eiginmaður hennar komst til valda árið 1985. Árið áður fóru hjónin til Bretlands og Gorbat- sjova vakti þá mikla athygli blaða- manna og ljósmyndara sem eltu hana hvert sem hún fór og virtust heillaðir af klæðaburði hennar, hár- greiðslu og framkomu. Eftir að þau héldu aftur til Rúss- lands var í fyrsta sinn birt mynd af Gorbatsjovu á forsíðu Prövdu. Myndin var tekin í veislu til heiðurs Rajiv Gandhi, þáverandi forsætisráð- herra Indlands, og eiginkonu hans og Moskvu-búar heyrðust spyrja: „Hver er þessi kona við hlið frú Gandhi?“ Þeir komust brátt að því hver þessi kona var og ekki voru allir ánægðir með hana. Þingmaður frá Kharkov í Úkraínu hélt til að mynda skammaræðu um Gorbatsjov-hjónin í sjónvarpi árið 1989. „Napóleon varð harðstjóri fyrir tilstilli smjaðrara og eiginkonu sinnar. Ég tel að þú sért ekki heldur fær um að forðast skjall og áhrif eiginkonu þinnar," sagði hann. „Hvað heldur þessi kona að hún sé?“ Á leiðtogafundum Gorbatsjovs og Ronalds Reagans fékk spennan í samskiptum Gorbatsjovu og Nancy Reagan stundum jafn mikla umfjöll- un og afvopnunarsamningar leiðtog- anna. Bandaríska forsetafrúin gat ekki leynt því að hermi líkaði ekki við Gorbatsjovu. „Hvað heldur þessi kona að hún sé?“ á Nancy Reagan að hafa sagt eftir að hafa hlustað á Gorbatsjovu flytja langa ræðu í veislu á einum fundanna. Þegar Nancy var spurð hvort henni fyndist Gorbatsjova dónaleg svaraði hún: „Já, á okkar mæli- kvarða.“ Samband Gorbatsjovu og Barböru Bush var hins vegar vinsamlegra, enda kepptu þær aldrei um athygli fatahönnuða í París og Mflanó. Af AP Raisa Gorbatsjova heimsótti fjölskylduna á Búrfelli í Gríms- nesi og bauð Láru Böðvarsdótt- ur, þá fimm ára, að ylja sér undir pelsinum. öllum forsetafrúm Bandaríkjanna þótti Gorbatsjova einna líkust Hill- ary Clinton. Hún þótti fróð og vel gefin, hafði mikil áhrif á stefnu og hugmyndafræði eiginmanns síns, ávann sér hylli margra þótt margir aðrir hefðu haft andúð á henni. Kenndi marxíska heimspeki Gorbatsjova fæddist 5. janúar 1932 í Altaj-fjöllum í Síberíu og í æsku var hún frædd um grimmd sovésku alræðisstefnunnar. Hún sagði í æviminningum sínum að móð- ir sín hefði sagt að afi hennar hefði verið „sakaður um trotskíisma“. Hann var handtekinn og hvarf spor- laust. „Mamma veit ekki enn hver Trot- skí var og afi vissi það örugglega ekki heldur,“ skrifaði hún. Gorbatsjova kynntist eiginmanni sínum þegar þau stunduðu háskóla- nám í Moskvu, hún í félagsfræði og hann í Iögum. Þau gengu í hjóna- band í september 1953 og fluttu bú- ferlum til heimaborgar Gorbatsjovs, Stavropol í suðurhluta Rússlands, þegar hann útskrifaðist 1955. Hún kenndi marxísk-leníníska heimspeki í Stavropol og varð síðan háskólakennari í Moskvu þegar Gor- batsjov hóf störf fyrir kommúnista- flokkinn í höfuðborginni. í háskólan- um starfaði hún með hópi „nýrra hugsuða" - umbótasinnaðra mennta- manna sem reyndu að finna leiðir til að bjarga sovéska kerfinu og margir þeirra voru á meðal helstu sam- starfsmanna Gorbatsjovs eftir að hann komst til valda 1985. Gorbatsjova lét af störfum þegar eiginmaður hennar varð leiðtogi kommúnistaflokksins og hún vandist aldrei lífmu í Kreml. „Henni leið aldrei vel meðal „eiginkvenna Kremlar“,“ skrifaði Gorbatsjov. Margh' Rússar voru óánægðir Morgunblaðið/Ragnar Axelsson MIKHAIL Gorbatsjov og eiginkona hans, Raísa, ganga út úr flugvél- inni við komuna til Keflavíkurflugvallar fyrir leiðtogafundinn i Reykjavík í október 1986. með hversu áberandi og áhrifamikil Gorbatsjova var í Kreml en hún lét þær óánægjuraddir ekki hafa áhrif á sig og hélt sínu striki sem einn af helstu ráðgjöfum leiðtogans. „Ég er fullviss um að hún hefur haft gífur- leg áhrif á hann og til góðs,“ sagði Dev Murarka, indverskur blaðamað- m- sem hefur starfað í Moskvu í 25 ár og skrifaði eina af fyrstu ævisögum Gorbatsjovs. Gorbatsjova var spurð árið 1990 hvort hún teldi að konur væru betur settar sem húsmæður eða sem stjórnmálamenn. „Hvort tveggja," svaraði hún. „Ég tel að allar konur dreymi um eigin frama í stjórnmál- um og eigin sess í lífinu.“ Gorbatsjov-hjónin eignuðust eina dóttur, írínu, sem er læknir. Sýndi áhuga á íslenskum landbúnaði Gorbatsjova kom til Reykjavíkur með eiginmanni sínum vegna leið- togafundarins 11.-12. október 1986. Hún fór í skoðunarferð um Reykja- vík, kom við í sundlaugunum í Laug- ardal og Stofnun Árna MagnúRsonar þar sem hún sýndi mikinn áhuga á handritunum og Islendingasögunum. Hún fór einnig í Þjóðminjasafnið og bað fyi'st og fremst um að sjá hann- yrðir og hafði mikinn áhuga á út- skurði og vefnaði, fornum klæðnaði Islendinga og þjóðbúningum. Gorbatsjova mun hafa óskað eftir því sérstaklega að fá að sjá íslenskan bóndabæ og fór í heimsókn að Búr- felli í Grímsnesi. Böðvar Pálsson, bóndi á Búrfelli, sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði spurt mikið um landbúnað á Islandi og sagt frá ýmsu varðandi landbúnað í Sovétríkjunum. „Hún er geðug og al- þýðleg og þægilegt við hana að tala,“ hafði blaðið eftir bóndanum. Gorbatsjova heimsótti einnig 9. bekk unglinga í Æfingadeild Kenn- araháskóla íslands og bað nemend- urna að halda áfram að undirbúa framtíðina með bjartsýni að leiðar- ljósi. „Fyrirboði einhvers sem dýpra ristir“ Jóhanna Kristjónsdóttir fjallaði um Gorbatsjovu í grein sem birt var í Morgunblaðinu fyrir leiðtogafund- inn. „Raisa hefur komið ft'am á sjón- arsviðið og safnað að sér eftirtekt, forvitni og aðdáun hvert sem hún fer,“ skrifaði Jóhanna. „í fyrstu vegna þess að hún er ólík þeim hug- myndum sem menn á Vesturlöndum hafa gert sér, og með réttu um eigin- konur sovézkra leiðtoga. Þær hafa einatt verið kauðalega klæddar og lítt mannblendnar og hafa þá aðeins sézt á almannafæri að þær væru nánast tilneyddar. Raisa hefur augsýnilega gaman af því að vera innan um fólk og nýtur þeirrar athygli sem hún vekur. Hún er vel klædd, glaðleg í fasi en þó virðuleg." Á þessum tíma vissu menn lítið um stefnu Gorbatsjovs og fáir gerðu sér fulla grein fyi'ir þeim öru breyt- ingum sem voru í vændum í Sovét- ríkjunum. Jóhanna skrifaði að fljót- lega eftir að Gorbatsjov tók við starfi flokksleiðtoga hefðu menn séð þess merki „að ýmsar breytingar væru í vændum. Framkoma og talsmáti Gorbatsjovs er nútímalegur og laus við þá stirfni og alvöru sem hefur einkennt Ki-emlarbændur... En hann er ólíkur þeim í samskiptum og diplómatai' segja, að hann sé ótví- ræður nútímamaður. Að vísu sovézk- ur nútímamaður. En yfirbragðið hef- ur óneitanlega breytzt. Það eitt að láta konu sína vera stöðugt í fylgd með honum, og taka af henni mynd- ir, er engin smáræðis breyting. Og kann að vera fyrirboði einhvers sem dýpra ristir.“ Engar vís- bendingar um pen- ingaþvætti VLADÍMÍR Pútín, forsætisráð- heiTa Rússlands, sagði í gær að rússneskir rannsóknarlögreglu- menn, sem sendir voru til Washington í síðustu viku til að rannsaka meint pen- ingaþvætti Rússa í gegn- um bandaríska bankann Bank of New York, hefðu snúið til baka án þess að hafa fundið nokkrar vísbending- ar um að ásakanir þess efnis ættu við rök að styðjast. Sagði Pútín að rannsóknarlögreglu- mennirnir hefðu komist að þess- ari niðurstöðu eftir viðræður við fulltrúa bandaríska dómsmála- ráðuneytisins og bandarísku al- ríkislögreglunnar (FBI). Engin niður- staða um genabreytt matvæli VIÐRÆÐUM á vegum Samein- uðu þjóðanna um setningu al- þjóðlegi-a reglugerða um gena- breytt matvæli lauk í Vínarborg á sunnudag án þess að komist væri að niðurstöðu. Fulltrúar náttúruverndarsamtaka og framleiðenda genabreyttra mat- væla fullyrtu þó í gær að nokk- ur árangur hefði náðst. Meðlimir Vís- indakirkjunn- ar fyrir rétt SJÖ háttsettir meðlimir Vís- indakh’kjunnar komu fyrir rétt í borginni Marseille í Frakklandi í gær, sakaðir um fjársvik. Er þeim meðal annars gefið að sök að hafa haft fé af öðrum með- limum safnaðarins með því að taka gjald fyrir „andlega hreinsun". Rétturinn hafnaði kröfu verjenda um að fresta yf- irheyrslum vegna hvarfs máls- skjala. Reynir að koma í veg fyrir mótmæli TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, reyndi í gær að koma í veg fyrir að andstæðing- ar banns við refaveiðum gerðu alvöru úr áætlunum um að standa fyrir mótmælum við flokksþing Verkamannaflokks- ins í Bournemouth í næstu viku. Hét Blair því að bann yrði ekki lagt við skotveiðum og stang- veiði. Fulltrúar Landsbyggðar- sambandsins sögðu þó í gær að mótmælin myndu fara fram samkvæmt áætlun, en áformað er að um 16 þúsund manns verði með. Flóttamanna- vandi í Angóla FLÓTTAMENN streyma nú til borgarinnar Kuito í miðhluta Angóla vegna borgarastríðsins í landinu. Um 205 þúsund flótta- menn eru í borginni, en það er nær tvöföld íbúatalan, og ríkir þar matvælaskortur vegna ástandsins. Pútín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.