Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Kristján Einarsson forseti bæjar-
stjórnar Árborgar, Freyja Amble, Olil Amble og Sverrir Ágústsson for-
maður Sleipnis. Fyrir framan standa systkinin Bi-ynja og Steinar Amble.
Heimsmeistara fagnað
Ólafsvík - Að undanförnu hefur
verið unnið ötullega að því á vegum
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
að endurnýja aðstöðu og byggingar
á Gufuskálum, en félagið hefur nú
yfirráðarétt yfir Gufuskálum sam-
kvæmt sérstöku samkomulagi við
utanríkis- og samgönguráðuneyti,
Ríkisútvarpið og Þroskahjálp á
Vesturlandi. Af þessu tilefni vitjaði
fjárlaganefnd Alþingis Gufuskála í
vikunni og kynnti sér ástand og
áætlanir um rekstur staðarins.
Lítil starfsemi hefur verið á Gufu-
skálum síðan Loran C-kerfíð var
lagt niður. Þó hefur Ríkisútvarpið
komið þar upp sjálfvirkri lang-
bylgjustöð og Þroskahjálp á Vest-
urlandi er með starfsemi í einu
húsanna.
Fulltrúar Snæfellsbæjar tóku á
móti fjárlaganefnd og föruneyti og
sýndu þeim svæðið, en Pétur Aðal-
steinsson, starfsmaður Slysa-
vamafélagsins Landsbjargar, sem
séð hefur um stjórn framkvæmda á
staðnum ásamt Inga Hans Jóns-
syni, stjómarmanni félagsins úr
Grundarfirði, fylgdi nefndarmönn-
um milli bygginga og rakti þær
áætlanir sem uppi eru í framtíðinni.
Björgun-
arskóli
á Gufu-
skálum
Jón Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndar, þakkaði móttökur og
lýsti ánægju nefndarinnar yfir því
að sjá öll þessi mannvirki skipta
um hlutverk með þessum hætti,
ekki síst þar sem mikilvæg og
göfug starfsemi tekur nú við á
þessum fornfræga útgerðarstað
undir Jökli.
I viðtali við Örn Guðmundsson,
skrifstofustjóra Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar, kom fram að
öflugur björgunarskóli hefur lengi
verið draumur þeirra sem að
þessum málum starfa. Miklar
væntingar eru til þess að á Gufu-
skálum geti í framtíðinni orðið til
alhliða æfingabúðir fyrir björgun-
araðila og fleiri, en umhverfið á
Gufuskálum býður upp á óendan-
lega möguleika til útiveru og æf-
inga, hvort heldur sem er á sjó
eða í margbreytilegu landslaginu í
kring. Slysavarnafélagið Lands-
björg ræður yfir 16 íbúðum, en í
lok mánaðarins er ráðgert að gist-
irými fyrir 60 manns verði tilbúið
til notkunar, en möguleiki er á
stækkun. Komið hefur verið upp
fullkomnu mötuneyti og fundar-
og fræðsluaðstöðu, en einnig er á
svæðinu skemma sem nýst getur
við inniæfíngar og fleira ásamt
fleiri byggingum sem ekki hefur
verið ráðstafað. Þegar hafa verið
haldin námskeið og unglingabúðir
á Gufuskálum, en fyrsta nám-
skeiðið í hinni nýju aðstöðu verð-
ur um miðjan október, en þá
munu erlendir fyrirlesarar fjalla
um fyrstu hjálp í óbyggðum og
fleira.
Slysavarnafélag Islands og
Landsbjörg - Landssamband
björgunarsveita voru sameinuð 1.
júlí síðastliðinn, en stofnþing
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
verður haldið hátíðlegt 2. október.
Selfossi - Sveitarfélagið Árborg
fagnaði heimsmeistaranum í ijór-
gangi Olil Amble með því að
halda henni samsæti í félags-
heimili hestamannafélagsins
Sleipnis, Hliðskjálf, á Selfossi
sem til voru boðnir fulltrúar
hestamanna, bæjarstjórnarmenn
og fulltrúar íþróttahreyfingar-
innar. Olil Amble var heiðruð
með blómum og gjöfum ásamt
framlagi úr afreksmannasjóði
Héraðssambandsins Skarphéðins.
Tveir aðrir þátttakendur á
heimsmeistarainótinu í sumar
eru í sveitarfélaginu Árborg,
Einar Öder Magnússon og Vignir
Siggeirsson sem fyrir tveimur
árum varð heimsmeistari í tölti. I
samsætinu var þess getið sér-
staklega að Sleipnismenn gætu
verið stoltir af þessum miklu af-
reksmönnum sem félagið ætti og
þeirri breidd sem kæmi fram.
Þetta mikla afreksfólk gæfi
félaginu mikla möguleika til að
útbreiða hestaíþróttina meðal
barna og unglinga og ná fram
enn frekari eflingu íþróttarinnar
og auknu forvarnargildi.
Meðal gesta var Guðni Ágústs-
son landbúnaðarráðherra sem
flutti Olil Amble og hestamönn-
um hamingjuóskir og gat þess að
framundan væri átak í eflingu á
útbreiðslu íslenska hestsins og
hestaíþróttarinnar. OIil Amble
sagði sigurinn á heimsmeistara-
mótnu sérlega ánægjulegan þar
sem ekki hefði verið gert ráð fyr-
ir sigri hennar og keppnin því út-
heimt mikla einbeitingu.
Framundan hjá henni er kennsla
erlendis og svo næsta Landsmót.
Þrjú börn hennar, Freyja, Brynja
og Steinar voru viðstödd í sam-
sætinu og fögnuðu með móður
sinni en Freyja náði þeim
árangri að verða Islandsmeistari
í tölti, fjórgangi og tvíkeppni á
Gaddstaðaflötum í sumar og í
fyrra varð hún meistari í tölti.
Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar
Fjárlaganefnd Alþingis ásamt fóruneyti, fulltrúar Snæfellsbæjar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar við
mötuneytið í bh'ðviðrinu á Gufuskálum.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Miklar rigningar hafa tafið vegaframkvæmdir á Vestfjörðum.
V egaframkvæmd-
ir á Gemlufalls-
heiði tefjast
Flateyri - Það er óhætt að segja
að hin mikla vætutíð sem ríkt
hefur frá suðvesturhorni lands-
ins og norðvestur fyrir land í
sumar, hefur sett strik í reikn-
inginn hvað varðar vegafram-
kvæmdir á Vestfjörðum.
Hafist var handa við vega-
framkvæmdir á Gemlufallsheiði
um mánaðamótin maí-júní, þar
sem verkáætlun hljóðaði upp á
verklok 15. ágúst síðastliðinn.
Langvarandi rigningarsúld og
nú nýafstaðin slyddutíð með
mikilli úrkomu og sviptivinda-
sömu veðri hafa fram á þennan
dag tafið framkvæmdir hjá
verktakanum, Bergbroti ehf. úr
Hafnarfirði. Þegar loks sást til
sólar og þurrt var í veðri var
hafist handa við að keyra of-
aníburð og leggja klæðningu á
frágenginn hluta vegarins. Þeg-
ar er búið að leggja 3,2 km af
þeim 5,1 km sem til stóð að lag-
færa í sumar. Vegurinn hefur
verið lækkaður á köflum og veg-
arstæðið um leið breikkað.
Einnig var holufyllt enda hefur
Gemlufallsheiðin verið talin eitt
versta „þvottabrettið" sem eftir
er.
Lokið verður við seinni hlut-
ann, þ.e. 1,9 km næsta sumar.
Það er Vegagerðin sem er verk-
kaupi framkvæmdanna.
MorgunDiaoio/Aiais naistemsaotur
Danskir nemendur í blómaskreytingum voru ánægðir með árangur vinnu sinnar.
Danskir og íslenskir nemend-
ur unnu umhverfíslistaverk
Hveragerði - Fjölbreytt umhverf-
islistaverk setja nú svip sinn á
umhverfí Garðyrkjuskólans á
Reykjum en þau eru unnin í sam-
vinnu danskra og íslenskra nem-
enda. Um 20 nemendur af blóma-
skreytingabraut Garðyrkjuskól-
ans í Sohus í Danmörku eru nú
staddir í námsferð hér á landi.
Danirnir hafa dvalið í tvo daga
við Garðyrkjuskólann á Reykjum
þar sem þeir kynntu sér námsskil-
yrði og þann mismun sem er á
milli þessara tveggja skóla. I
danska hópnum eru tveir Islend-
ingar, þær Ingunn Björgvinsdóttir
frá Reykjavík og Guðmunda Dav-
íðsdóttir frá Selfossi. Ferð bekkj-
arins til íslands kom þeim
skemmtilega á óvart og sögðu þær
gaman að sjá Island með augum
útlendinga og óneitanlega sæju
þær náttúru landsins með öðrum
augum nú en fyrr. Skólana sögðu
þær bjóða upp á svipað nám en þó
væri meira lagt upp úr verklega
þættinum við skólann hér á landi.
Umhverfislistaverkin sem eru
átta talsins eru unnin í hópum en í
hverjum hóp voru tveir Danir og
einn Islendingur. Efniviðurinn er
allur úr náttúrunni og er
skemmtilegt að sjá hvernig grein-
ar, laufblöð og grænmeti fá á sig
listrænt yfirbragð og nýtt hlut-
verk.
Umhverfislistaverkin eru fjöl-
breytt og öll unnin úr efnivið
úr náttúrunni.