Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Götunöfn í nýju hverfí í Garðabæ Akrahverfí í Arnarneslandi Maltakur, Rúgakur, Sandak- ur, Seinakur, Skeiðakur, Stórakur, Sunnakur og Votakur. Nokkur þessara sam- settu -akurnafna eru til hér á landi (Hof-, Hvann-, Línakur) en önnur eru flest sótt til Noregs eða annarra landa. I Þórðar sögu kakala segir að Þórður hafi sumar- ið 1247 tekið undir sig eign- ir og fé Snorra Sturlusonar og héraðið í Borgarfirði. Hann sendi „menn á Bersa- staði ok tók bú þat til sín ok hafði þaðan mölt mikil ok flutti upp í Reykjaholt ok ætlaði að þar at sitja um há- vetrinn.“ Maltakrar, ætlað- ir til byggræktar til malt- gerðar, hafa því sennilega verið á Bessastöðum eða þar í grennd og þá e.t.v. í Arnarnesi, þar sem örnefn- ið Akur er fyrir, að því er fram kemur í greinargerð Þórhalls. Þeirra vinnutími samrýmist oft illa vistunartímum leik- skólanna. Victor sagði að næsta skref í málinu væri að sjá hvaða undirtektir hugmynd- in fær í bæjarkerfinu. Bryndís Garðarsdóttir, leikskólafulltrúi í Hafnar- firði, sagði að hugmyndin um dagvistun í Öldutúns- skóla hefði verið kynnt leik- skólanefnd bæjarins á síð- asta fundi. Væntanlega yrði málið tekið til umræðu að nýju á fundi nefndarinnar síðar í mánuðinum. Bryndís sagði að ástandið með mönn- un í leikskólum bæjarins væri þokkalegt en biðlistar eftir leikskólavistun í Hafn- arfirði væru langir. Um 250-260 böm, fædd árin 1996 og 1997, bíða eftir vist- un í Hafnarfirði. fornu og allt fram á 16. öld. Húsarúst efst í akurgerðinu á að hafa verið ónshús, þar sem korn var þurrkað á haustum. Þykir víst að ak- uryrkja hafi verið stunduð að fornu á þessum slóðum. Frá Bæjarbraut er sam- kvæmt skipulaginu ekið inn í vesturhluta hverfisins eftir vegi sem nefnast mun Akra- braut. Þrjár meginumferð- argötur liggja niður í hverfið frá Akrabraut og Bæjar- braut og munu þær fá heitin Vesturakrar, Miðakrar og Austurakrar. íbúðargöturn- ar sem liggja frá þessum þremur götum, svo og Akra- braut, munu heita í stafrófs- röð: Árakur, Breiðakur, Bygg- akur, Dalakur, Frjóakur, Góðakur, Gullakur, Hallakm-, Haustakur, Hjálmakur, Hof- akur, Hvannakur, Jafnakur, Kaldakur, Komakur, Kross- akur, Línakur, Ljósakur, Morgunblaðið/Ásdís Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, afhenti Tryggva Geirssyni, formanni Þróttar, nýja húsið til afnota. NÝ götunöfn fyrir nýtt hverfi í Arnarneslandi vom samþykkt á fundi bæjar- stjórnar Garðabæjar í síð- ustu viku. Samkvæmt grein- argerð og tillögum Þórhalls Vilmundarsonar mun hverf- ið heita Akrahverfi og götu- heiti í hverfinu hafa -akur eða -akrar í síðari nafnlið. Tillögur Þórhalls taka mið af því að örnefnið Akur er til frá gamalli tíð sem heiti á grænum bletti sunnarlega í Ai-namesholti við Vífils- staðagötu. Akur allt fram á 16. öld I greinargerð Þórhalls kemur fram að Gísli Sig- urðsson, lögregluþjónn í Hafnarfirði, hafi það eftir Steingrími Guðmundssyni frá Arnarnesi að á þessum stað hafi verið akur að Þróttarar fjölmonntu í Laugardalinn á laugar- dag til að halda upp á flutninginn í nýja liúsið. Hátíð hjá Þrótt- urum Laugardalur STUÐNINGSMENN Þrótt- ar héldu hátíð um helgina. Á föstudag fékk íþróttafé- lagið formlega aflient nýtt hús í Laugardal og á föstudagskvöld bjargaði 1. deildar lið félagsins í knattspyrnu sér frá falli í 2. deild. Á laugardag flutti félagið formlega í nýja húsið. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri afhenti Þrótti húsið á föstudag. Það stendur við hinn ný- endurbætta gervigrasvöll. Við vígsluna tók Þróttur formlega yfir rekstur gervigrasvallarins en aðal- leikvöllur félagsins er Val- bjarnarvöllur. Þróttur flutti formlega í Laugardalinn um helg- ina og var að því tilefni farið í hópgöngu frá hin- um gömlu heimkynum Þróttar í Sæviðarsundi að nýja félagsheimilinu í Laugardal. I Laugardaln- um var svo slegið upp skemmtun. Leikskóli í skólaselinu? Hafnarfjörður SKÓLASTJÓRI Öldutúns- skóla í Hafnarfirði hefur varpað fram þeirri hugmynd að hægt sé að nýta hluta af húsnæði skólans fyrir dag- vistun barna kennara meðan á kennslu stendur. Málið bíður nú afgreiðslu í leik- skólanefnd bæjarins. Victor Guðlaugsson skóla- stjóri segir að dagvistun í skólanum gæti komið til greina yfir miðjan daginn í því húsnæði sem heilsdags- skólinn nýtir á morgnana og síðdegis en stendur autt um miðjan daginn. „Þetta er húsnæði sem er með allan búnað til leik- skólastarfsemi og með lóð og leiktækjum en stendur autt frá klukkan 9-2 á dag- inn,“ sagði Victor í samtali við Morgunblaðið. Öldutúnsskóli var ein- settur haustið 1998 en fyrir þann tíma var húsnæði skólaselsins nýtt mestallan daginn. Þá voru þar fyrir hádegi nemendur, sem voru í skólanum eftir hádegi, og eftir hádegi nemendur, sem sóttu skóla fyrir hádegi. Eftir einsetningu eru nem- endur í skólaselinu fyrst á morgnana og svo eftir skólatíma, eftir klukkan 2 á daginn. Victor sagði að kveikjan að hugmyndinni væri að það væri til þæginda fyrir kenn- ara og starfsfólk skólans að fá vistun fyi-ir bömin á staðnum í staðinn fyrir að vera í ökuferðum út um bæ til að bjarga dagvistarmál- um. Hann sagði hugsanlegt að „mýkja endana“, þ.e. brúa það bil sem verður á þeim tima þegar skólinn þarf að nota skólaselið og dagvistartíminn hefst og lýkur, með útivistartíma. „Eg veit ekki hversu langt þessi hugmynd fer en þarna er rými sem mundi hjálpa ákveðnum hópi. Ég hef sagt að það sé eðlilegt að starfs- menn við skólann hefðu for- gang að plássum en það væri hugsanlegt að taka fleiri börn þama inn.“ Hann sagði að rætt hefði verið um ýmis rekstrarform, bæði að dagvistunin yrði rekin af dagvistarkerfi Hafnarfjarðarbæjar eða leigð einkaaðilum. Victor sagði að ekki væri hægt að segja að vandræða- ástand væri uppi í dagvist- armálum starfsmanna skól- ans en nokkur hópur hefði átt í erfiðleikum með að samræma vinnutíma og dag- vistartíma. Einkum eru það kennarar í hlutastörfum, sem vinna frá 8-2 eða 9-2. Gardabær Bessastaða- hreppur dug- legastur við endurvinnslu Dagblöð, tímarit og drykjarfernur til endurvinnslu 1995-1998 kg á hvern íbúa Bessastaða- hreppur Seltjarnarnes Reykjavfk Hafnar- Kópavogur Garðabær Mosfellsbær fjörður 20 15 10 '95 '96 '97 '98 '95 '96 '97 '98 '95 '96 '97 '98 '95 '96 '97 '98 '95 '96 '97 '98 '95 '96 '97 '98 '95 '96 '97 '98 Bessastaöahreppur ÍBÚAR Bessastaðahrepps em duglegastir íbúa höfuð- borgarsvæðisins við að skila dagblöðum og drykkjarfern- um til endurvinnslu. íbúar Mosfellsbæjar skila minnst- um pappír til endurvinnslu, og kom minna frá þeim í söfnunargáma á árinu 1998 en árið 1997. Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri Bessastaða- hrepps, segir að ástæðu þess hve íbúar sveitarfélagsins eru duglegir megi kannski að einhverju leyti rekja til þess að sveitarfélagið setti af stað verkefnið Heimaflokkun 1997. Þar voru þau markmið sett að auka umhverfisvemd, draga úr sorpurðun og bæta nýtingu verðmæta með auk- inni endurvinnslu. Markvisst hafi verið unnið að því að auka flokkun sorps og taka blöð, gler og fleira frá heimil- issorpi. „I kjölfar þessa til- raunaverkefnis útfærðum við verkefnið yfir allt sveitarfé- lagið og kynntum mjög markvisst flokkun, heima- jarðgerð og pappírssöfnun og höfum gert það síðan,“ segir Gunnar Valur. „Við er- um með í gangi stöðugar ábendingar og auglýsingar um mikilvægi endurvinnslu og minni sorpurðun. Við höf- um sent um þriggja ára skeið myndbæklinga inn í hvei-t hús í hreppnum. Þar minn- um við stöðugt á blaðagáma og hvemig við viljum hafa þessa hluti. Það virðist hafa skilað sér bæði í minnkandi sorpmagni á hvern einstak- ling og hins vegar í því að blaðagámarnir skila okkur þetta miklu.“ Gunnar Valur sagði að þarna á bak við væri í senn mikil umhverfisvitund í sveitarfélaginu og von um fjárhagslegan ávinning sveitarfélagsins af sorp- flokkun og minni sorphirðu. „Samfara þessu lækkuðum við sorpgjald hjá fólki, tók- um upp sorptunnur og fækk- uðum sorphirðudögum vegna þess að við teljum að þetta skili okkur bæði um- hverfislegum ávinningi og fjárhagslegum," sagði hann. Kristófer Ragnarsson, at- vinnu- og ferðamálafulltrúi Mosfellsbæjar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þar hefðu menn velt fyrir sér skýringum á því hvers vegna svo litlu af blöðum, tímarit- um og drykkjarfernum væri skilað á hvern íbúa saman- borið við t.d. Bessastaða- hrepp. Kristófer sagði að engin ein skýring hefði orðið ofan á en bent væri t.d. á að stór hluti íbúa sveitarfélagsins ynni í Reykjavík og kynni að kjósa að taka pappír með sér og losa í grennd við vinnustað eða verslanir í borginni. Ekki hafði hann heldur skýringar á því hvers vegna svo mjög dró úr endurnýtingunni í Mosfellsbæ á árinu 1998, ekkert hefði breyst varðandi aðgang að gámum og slíku. Hann sagði að vissulega væri árangur Bessastaðahrepps athyglisverður og hann hlyti að skoðast í ljósi átaks sveit- arfélagsins í þessum efnum. Svipað átak yrði e.t.v. gert í Mosfellsbæ sem liður í vinnu við Staðardagskrá 21 þar í bæ, sem farin er í gang. Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri þróunar- og tæknideildar Sorpu, sagði að varðandi samanburð á losun- artölum milli sveitarfélaga yrði t.d. að hafa í huga að víða væru gámar staðsettir á bæjarmörkum og við þjón- ustumiðstöðvar sem fólk úr öðrum sveitarfélögum sækti. T.d. væri líklegt að margir Vesturbæingar notuðu gám- inn við Bónus á Seltjarnar- nesi og eins að Garðbæingar færðu sér í nyt gáma við Smárann í Kópavogi. I Reykjavík sér hreinsun- ardeild borgarinnar um gámana en í öðrum sveitar- félögum eru þeir á vegum Sorpu og Ragna sagði að þeir væru jafnan staðsettir við verslunarmiðstöðvar eða bensínstöðvar. Ekkert í því sambandi hefði breyst milli ára og miðað væri við að hver gámur þjónustaði ákveðinn fjölda manna. Ragna sagði að Sorpa framíylgdi stefnumótun sveit- arfélaganna hvers fyrir sig í sorphirðumálum og stefnu- mótun þeirra væri misjöfh. Hún taldi að sveitarfélögin mættu skilgreina betur mark- mið varðandi stefnu í sorp- hirðu og endurvinnslu en nú er gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.