Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 41*W UMRÆÐAN ÞANN 11. septem- ber birtist í Morgun- blaðinu opið bréf til mín frá stjóm Sam- taka um betri byggð. Bréf þetta er dagsett 8. september og fjallar um málefni Reykjavík- urflugvallai’. I lok bréfsins er þeirri ósk beint til mín frá Sam- tökum um betri byggð að ég geri almenningi ljóst með hvaða hætti ég réttlæti þá ákvörð- un „að ráðstafa um 4 milljörðum króna af skattfé borgaranna í framkvæmdir, sem afskrifa þarf á 12 árum, ef niðurstaða atkvæða- greiðslunnar [Sem borgarstjóm hefur nú samþykkt að hefja undir- búning að. Innsk. S.B.] verður sú, að flugvöllur fari úr Vatnsmýri eigi síð- ar en 2016.“ I bréfinu em settar fram hæpnar fullyrðingar um afstöðu landsmanna til endurbyggingar flugvaflarins. Er vísað til skoðanakönnunar DV, sem birt var fyrr á þessu ári. Þá em og settar fram í bréfínu tölur um kostn- að við endurbætur á Reykjavíkur- flugvelli sem standast ekki. Eins og þekkt er þá hefur verið gerður samningur um endurbygg- ingu flugvallarins. Kostnaður við endurbyggingu hans er talinn verða rúmar 1.500 m.kr. Inni í þeiiri tölu em ljós og ýmis búnaður sem mun auka öryggi vallarins til muna. Sá búnaður hefði verið settur upp óháð ákvörðun um endur- byggingu vallarins að öðra leyti. Þessa tölu fara samtökin þó rétt með og hefðu betur staðnæmst þar. I opnu bréfi samtak- anna er því haldið fram að ný flugstöð við Reykjavíkurflugvöll muni kosta skattgreið- endur 1.500 m.kr. Engra heimilda er get- ið. Staðreyndin er sú að stefnt er að því að kostnaður skattgreið- enda af nýrri flugstöð verði næsta lítill. Þær hugmyndir sem unnið er eftir gera ráð fyrir að íramkvæmdin geti orðið á vegum einkaaðila eða svokölluð einkaframkæmd og að húsið verði fjölnotahús er hýsi margvíslega aðra starfsemi. Þá verður gert ráð fyrir því við hönnun hússins að hægt verði að breyta því til annarrar notkunar ef þurfa þykir. Stjóm samtaka um betri byggð kýs að telja kostnað við nýjan snertilendingarflugvöll að upphæð 500 m.kr. til kostnaðar við endur- bætur á Reykjavíkurflugvelli. Þessi tala er úr lausu lofti gripin og stenst ekki. Hið rétta er að kostnaður er áætlaður rúmar 200 m.kr. en gæti orðið minni eftir því hvaða lausn verður valin. Þar til viðbótar má nefna að krafa um algeran aðskilnað þessa flugs og áætlunarflugsins er sterk sama hvar flugvöllurinn er staðsettur. Ekki er talið heppilegt Flugvöllur Flestar kostnaðarfor- sendur í hinu opna bréfí eru rangar, segir Sturla Böðvarsson, og skeikar vel á þriðja milljarð. að flytja þessa starfsemi í heild sinni til Keflavíkurflugvallar. Þennan kostnað er því ekki hægt að taka með og tengja endurbyggingu flug- vaUarins. I bréfi samtakanna er einnig nefndur kostnaður við nýja vegteng- ingu frá nýrri flugstöð að Hring- braut að upphæð nokkur hundrað milljónir króna, og endumýjunar flugskýla, verkstæða og annarrar aðstöðu a.m.k. annað eins, sem sam- anlagt gerir að því er \Trðist 500 m.kr. Tölur þessar era einnig úr lausu lofti gripnar. Betri vegtenging mun væntanlega koma inn á þetta svæði hvað sem líður endurbygg- ingu Reykjavíkm'flugvallar. Því verður þó ekki svai-að hér en gróft áætlaðar endurbætur á núverandi vegi era taldar kosta innan við 100 m.kr. Ekki stendur tO að endunýja flugskýli, verkstæði og aðra aðstöðu af fé skattborgaranna „fyrir nokkur hundrað milljónir króna“. Þetta hef- ur hvergi verið sett fram af hálfu ráðuneytisins og engar fyrirætlanir era til um slíkt. Ef einhverjar end- urbætur verða þá verður um að ræða hefðbundið viðhald sem kemur endurbótum á flugvelli ekkert við. Flestar kostnaðarforsendur í hinu opna bréfi stjómarinnar era rangar og skeikar vel á þriðja millj- arð. Kostnaður við endurbæturnai- verður 1.600-1.700 m.kr. að meðtöld- um endurbótum á Hlíðarfótsvegi en ekki 4.000 m.kr. Hér er væntanlega um fljótfæmismistök að ræða, en ekki óvandaða talnameðferð að yfir- lögðu ráði. Því mun ég svara þeirri spumingu sem til mín er beint og vai-ðar þann kostnað sem ákveðinn hefur verið. í mörg ár hefur verið í gangi um- ræða um nauðsyn þess að endur- byggja Reykjavíkurflugvöll. Á Al- þingi hafa málefni flugvallarins verið til umræðu og stjómvöld verið hvött til þess að hraða endurbótum. Það var og er eindregin afstaða Flugmálastjómar og Flugráðs að nauðsyn beri til að endurbyggja völhnn. Og í Flugmálaáætlun er gert ráð fyrir því. Um Reykjavíkur- flugvöll fara árlega nærri 500 þús- und farþegar. Það er eðlileg krafa að fyllsta öryggis sé gætt. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að end- umýja brautir og ljósabúnað. Af þeirri ástæðu tók ég þá ákvörðun að láta hefja framkvæmdir við völlinn eins og undirbúið hafði verið og leita leiða til þess að draga úr umferð kennslu- og æfingaflugs. Borgaryfirvöld hafa samþykkt skipulag sem gerir ráð fyrir flugvell- inum og þeirri þjónustu sem tengist honum - þar með nýrri flugstöð og öðram þjónustubyggingum. Fram- kvæmdaleyfi hefur verið gefið út og samþykkt af borgaryfirvöldum. Það era því engin rök fyrir þeirri stefnuT breytingu í máhnu að faUa frá ' áformum um að gera nauðsynlegar endurbætur sem varða öryggi þeirra sem um flugvölUnn fara. Hvað síðar kann að verða mun fram- tíðin leiða í ljós þegar borgaryfirvöld hafa unnið og afgreitt nýtt aðal- skipulag. Akvörðun meirihluta borgarstjómar að láta kjósendur ganga að kjörborði og kjósa um hvort við gerð nýs aðalskipulags verði falUð frá því að flugvöUurinn verði í Vatnsmýrinni getur ekki breytt þeim ákvörðunum sem tekn- ar hafa verið af borgarstjóm og jfir- r völdum samgöngumála og raunar' Alþingi. Ef það hefði í raun og vera verið vUji borgaryfirvalda að láta kjósendur í Reykjavík taka afstöðu tU Reykj avíku rflugvallar og landn- otkunar í Vatnsmýrinni næstu árin, þá hefði skUyrðislaust átt að gera það áður en skipulagið var sam- þykkt. Því er það niðurstaða mín að halda fast við endurbætur á Reykja- \úkurflugvelli svo tryggja megi sem mest og best öryggi þeirra sem um flugvöllinn fara. Verði það niðurs- taða borgarstjórnar að afloknum kosningum, að höfuðborgin vísi flugsamgöngum út fjTÍr borgar- mörkin munu væntanlega hefjast»- samningar milli borgaryfii’valda og samgönguráðuneytis um þá aðgerð og nýtingu þeirra lóða á flugvaUar- svæðinu sem era eign rfldsins. Að lokum vil ég þakka Samtökum um betri byggð fyrir þann áhuga sem þau sýna skipulagi samgöngu- mannvirkja, en geri þá sjálfsögðu kröfu til þeirra að viðhafa vandaðri vinnubrögð en þau sem koma fram í hinu opna bréfi um framtíð Reykja- víkurflugvaliar. Höfundur er sanigönguráðherra. r Svar við opnu bréfi Samtaka um betri byggð Sturla Böðvarsson Sími 587 7777 Toyota Land Ciulser VX dfsel, 94, vlnr., ek. 97 þ. km, leöur, toppl., ssk., 32". Verð 3.600 þús„ áhv. lán 2.450 þús. Sá flottasti. Suzuki Swift Gxi, 2/97,5 g„ ek. 55 þ. km„ hvltur. Verö 730 þús. Dodge Grand Caravan 3.0, 69, ssk., 7 manna. Verö 750 þús. Útsala! - 490 þús. stgr. Fiat Marea Weekend STW, 98, ek. 24 þ, km, silfurl., álfelgur, saml., r/r. Verö 1.790 þús. M. Benz C220 Elegance, 94, ssk., toppl., álfelgur, spólvöm o II., sillurl., ek. 144 þ. km„ þj.bók. Verö k 2.350 þús„sk.úd._________________________ Nissan Patrol Set dlsel turbo, 5/99, 5 g„ upph., 35' dekk, álfelgur, loftlæsingar, leöur, toppl. o. m. fl„ grænn, ek. 18 þ. km. Verö 4.490 þús., sk. ód. Land Rover Detender 130 DC dtsel, 11/96, 5 g„ upph. f. 44", 38" dekk, hvítur, ek. 48 þ. km. Verö 3.950. Ath.vsk.bfli. Subaru Legacy 2,5 GX, 98, ssk„ 2 toppl., ABS, stillanleg Ijöðrun o. (I„ grár, ek. 48 þ. km. Verö 2.250 þús. Toyota Avensis 1.6, 2/98, 5 g„ vindskeiö, drátt- arb„ ABS o. fl„ blár, ek. 22 þ. km. Verö 1.600 þús„ sk. ód. (Einnig STW t.d. 98). Skoda Octavia 1,6,4/99,5 g„ 15’ átfelgur, ABS, vínr., ek. 7 þ. km. Verö 1.360 þús„ bflalán 1.080 þús. M. Benz260E, 89, ssk„ álfelgur, toppl., bensln- miöstöö, vlnr., ek. 147 þ. km. Verö 1290 þús., sk. ód. Toyota Hilux DC dfsel turbo, 91-93,38- breyting MMC Diamante (Slgma) V6 3.0, 94, ssk., leður o.ll. Verö 1.250-1.790 þús. 0™ með öllu, ek. 120 þ. km. Verö 1.790 þús. Funahöfða 1 Funahofða 1 - Fax 587 Fax 567 3938 notadirbilar www www Dalhatsu Charade SX Sedan, 98, ek. 16 þ. km. silfurl., 4d„ r/r, saml. Verö 1.090 þús. Toyota Touring 4x4, 98, ek. 49 þ. km„ rauöur, saml., r/r, 5g Verð 1.550 þús. bflaleit 1.050 þús, ýmisskipti. Subaru Impreza STW, 97, ek. 32 þ. km„ grænn, r/r, saml., álfelgur. Verö 1.190 þús„ áhv. lán. MMC L300 dlsel 4x4,96, ek. 120 þ. km„ koparl., 5g„ saml., r/r. Verö 1.550 þús. Nissan Patrol SE+ dfsel turbo, 99, ek. 8 þ. km, 33-, meö öllu. Verö 4.390 þús„ áhv. lán 2.400 þús. Stórgleesilegur Grand Cherokee Laredo 4.0,94, ssk„ áltelgur, allt rafdr., ek. 85 þ. km, grænn, s.bók, 1 eig„ innll. Nýr. Verö 2.090 þús. Tilboösverö 1.650 þús. stgr. Nissan Patrol dfsel turbo Interc., 91, 5 g„ 38' dekk, fullbreyltur jeppi. Verö 1.750 þús„ 400 þús. Sk. ód. Honda Clvic H/B 1600,97, ek. 28 þ. km„ sillur- grár, ssk„ 15‘ áltelgur. Verð 1270 þús. Ath. skipti. Suzuki Sidekick JXI, 95, ek. 107 þ. km„ 5d„ hvlt- ur. Verð 950 þús„ áhv lán 560 þús. Eord Bronco IIXLT, 84, ek. 60 þ. km. á vél, 4L Ex- plorer vél og skipting er f bflnum, 33‘, góður bfll. Verð 390 þús. Renault Laguna RT, 96, ek. 40 þ. km„ vlnr., 5g„ saml„ r/r. Verð 1290 þús. Daihatsu Eeroza SE, 5/98,5g„ eigum nokkra bfla eftir, eknir trá 70-95 þ.km. Verö 600-650 þús. stgr. M. Benz C200 STW, 97, ek. 57 þ. km„ $sk„ rafdr. sæti, saml., r/r, állelgur, silturl. Verð 3200 þús. Opel Aslra 1600 STW, 98, ek. 19 þ. km„ grænn, Ttlboð 2.600 þús. stgr.5g„ saml., t/r, Verð 1250 þús., áhv. lán 870 þús. ^ Suzuki Vitara JLXi, 97, eigum nokkra bila eltir. VW Gotf CL 1.6,94,5 g„ blár, ek. 88 þ. km. Verð Verð 1.350-1.450 þús. 790þús. Dodge Stratus ES 2500 V6, 98, ek. 37 þ. km„ vfnr., ssk„ r/r, saml., álfelgur. Verð 1.890 þús„ áhv.lán 1.400 þús. Dodge Caravan 2400 97, ek. 59 þ. km„ ssk„ l. Ahv. t; gænsans, fjarst. saml. Verö 2.050. þús. . lán 1.400 Dodge Ram 1500 V8,98, ssk„ ek. 40 þ. km, vfnr. Verö 3.200 þús„ bflalán 2.300 þús. Sk. ód. (ath VN) VW Polo 1400, 98, 3 d„ ek. 24 þ. km, hvllur, þokuljós, álfelgur, vindsk., gæjalegur. VW Golf STW1400,97, ek. 41 þ. km„ 5g„ állelg- ur. Verö 1.190 þús. Snyrttlegur bfll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.