Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 4S~ UMRÆÐAN ferðamannastöðum. En syndahal- inn var einfaldlega svo langur að talsvert er í land að undan auknum þunga ferðafólks hafist, auk þess sem nýir staðir bætast við eins og t.d. gljúfrin við Kárahnjúka sem þurfa mjög svo á göngustíg, líklega stiga, að halda. Gerum ekkert óafturkræft! Margir spyrja: Má þá ekki gera neitt? A að friða allt? Svarið er nei, hreint ekki. En við megum ekki gera neitt óafturkræft. Við ættum ekki að „opna“ nýja ferðamanna- staði nema búa þá undir ferða- mennsku með viðeigandi fýrir- byggjandi ráðstöfunum. En hver hefði svo sem átt að sjá fyrir heim- sóknir að gljúfrinu handan Kára- hnjúka við Jökulsá á Dal? Eða heimsóknir á „fyrirhugað stíflust- æði“ við Eyjabakka? Agengni ferðamanna og virkjan- ir geta leitt til óafturkræfra skemmda á minjunum sem náttúr- an trúði okkur Islendingum íyrir. Alþjóðlegi náttúruverndarsjóður- inn, þekktur fyrir tákn sitt, pönd- una, hefur nú líkt hálendinu fyrir norðan Vatnajökul við Yellowsto- ne-þjóðgarðinn bandaríska. Ekki fyrir það að þessi svæði séu sérlega lík, heldur fyrir mikilvægi þeirra hvors um sig sem einstaks svæðis í veröldinni. Yellowstone-þjóðgarð- urinn er reyndar í mjög mikilli hættu vegna of mikillar umferðar. í máli bandarísks fyrirlesara á ofan- greindri ráðstefnu, Valene Smith, mannfræðings sem hefur sérhæft sig í rannsóknum og skrifum á sviði ferðamennsku, kom t.d. fram að 1.500 vélknúin snjófarartæki færu inn frá gistiþorpinu West Yellows- tone við jaðar garðsins á einum degi á góðum vetrardegi. Sýnum að við séum ábyrg - breytum rétt Eins og er, þá er hálendið norðan Vatnajökuls ekki í mestri hættu vegna ferðamennsku, heldur vegna áhuga Finns Ingólfssonar, Smára Geirssonar og annarra á að virkja á þessum slóðum. Og þeir vilja virkja stórt! I ferðalagi mínu með Nátt- úruvemdarsamtökum Islands í ágúst sl. um fyrirhugað virkjana- svæði sá ég hversu ótrúlegar sumar íyrirætlanimar um að veita vatni era. Sökkva á flestum dalverpum á hálendinu frá Jökulsá á Fjöllum austur fyrir Jökulsá á Fljótsdal og mjólka hverja sprænu. f upphafi greinarinnar vitnaði ég í orð Gerdu Priestly um að við ís- lendingar þyrftum að gera upp við okkur hve mikla ábyi’gð við bærum á varðveislu náttúmverðmæta heimsins. Við höfum að nokkra leyti gert þetta með þátttöku í al- þjóðlegum samþykktum um haf- rétt, náttúravemd og stjómmál. Við höfum friðað ýmsar náttúrup- erlur og skrifað undir alþjóðlega sáttmála, t.d. um friðun votlendis. Þegar lagt er mat á það hvort þjóð er menningarþjóð, þá er gjarna lit- ið til þess hvort sú þjóð sem um er rætt hefur ritað undir slíka samn- inga og á hvern hátt hún stendur við þá. Erum við þá tilbúin að axla ábyrgðina á hálendinu? Eigum við val um það? Við eigum alls ekki val um það að hálendið á íslandi er stærsta óbyggða svæði í Evrópu. Við berum ábyrgð í samræmi við alþjóðlegt gildi óbyggðanna, við berum ábyrgð í samræmi við ómetanlega náttúrafegurð íslenska hálendisins. Og ef við viljum teljast menningar- þjóð, sem breytir siðferðilega rétt, verðum við að hegða okkur í sam- ræmi við það. Við megum ekki hafa það á samviskunni sem þjóð að lofa stjórnmálamönnunum, sem vilja sökkva Eyjabökkum, efri hluta Jökulsár á Dal og fjöldamörgum öðram vinjum í hálendinu, að hafa sitt fram. Hálendið norðan Vatna- jökuls er verðmætt á borð við Yel- lowstone-þjóðgarðinn og brasilísku regnskógana. Við verðum jafnvel að taka þá áhættu að á hagvexti hægi, þótt við virkjum ekki og þótt við kostum nokkru til svo að ferðamennska valdi ekki skaða. Við eram svo rík þjóð að við ættum ekki að þurfa að þiggja verulega þróunaraðstoð þótt við virkjuðum minna og byggðum færri álver. E.t.v. era náttúru- vemdarsinnar heimsins tilbúnir að aðstoða, þótt í litlu væri. Alþjóðlegi náttúraverndarsjóðurinn hjálpaði þjóðinni að eignast Skaftafell og gera að þjóðgarði á sínum tíma, fyr- ir rúmum 30 áram. En þá var þjóð- in fátækari og þörfin kannski enn þá meiri. En líklega er fullkomlega ástæðulaust að hafa áhyggjur af minnkandi hagvexti við friðun há- lendis; aldrei hefur hagvöxtur vaxið meira en eftir að við hættum að of- veiða þorsk. Höfundur er dósent við Háskólann á Akureyri. haustlitirnir eru komnir Hlaðinn aukabúnaði! Taska, framhtið og bakhlið á sima, handfrjáls búnaður. Hlfiðslutæki i bíl fylgir með. Verð aðeins afsláttur af ötlum framhtiðum á síma Aukabúnaður sem fylgir með Handfrjáls búnaður • Bíthteðsta • Austurstræti, Hallarmúta, Kringtunni, Strandgötu, - Bókvat Akureyri NIÓIAITIÚIN Hjöntu 00 Innmatur ur haustslatrun NOATUN Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld. NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • HÓLAGARÐI • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERHOLTI 6, IVIOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 HEIMASÍÐA NÓATÚNS WWW.noatun.ÍS ÓDÝRT -og hlaðið bæUetnum! Nýru 100:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.