Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 21
Forstióri Lýsis hf. hættir störfum í kjölfar fyrirvaralausra uppsagna fjöfflirra starfsmanna
Nýir eigendur stefna
að verulegum sparnaði
BALDUR Hjaltason forstjóri Lýs-
is hf. hefur sagt upp starfi sínu hjá
fyrirtækinu í kjölfar þess að stjórn
Lýsis sagði fyrirvaralaust upp fjór-
um starfsmönnum í stjómunar-
stöðum hjá fyrirtækinu síðastliðinn
föstudag. Baldur mun þó starfa
áfram hjá fyrirtækinu næstu mán-
uði. Þeir sem sagt var upp störfum
voru aðstoðarforstjóri Lýsis hf.,
framleiðslustjóri, starfsmaður sem
sinnt hafði útflutningi og nýráðinn
sölustjóri innanlands. Katrín Pét-
ursdóttir, einn eigenda Lýsis hf.,
tók í gær við fjármálastjóm fyrir-
tækisins.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, stjórnarformaður Lýsis hf.,
segir að rekstur Lýsis hf. hafi
gengið illa síðustu árin og í besta
falli verið í járnum. Eigendur fyrir-
tækisins telji að hægt sé að gera
rekstur þess ódýrari og ná fram
verulegum sparnaði og séu upp-
sagnirnar liður í þeim aðgerðum.
Baldur Hjaltason sagði í samtali
við Morgunblaðið að nýir eigendur
Lýsis hf. hefðu ákveðið að taka
öðruvísi á málum fyrirtæksins en
hann sjálfur hefði verið að vinna að,
sem ekki væri óeðlilegt þegar nýir
eigendur tækju við rekstrinum.
„Þess vegna hafa leiðir skilist.
Ég hef sagt upp störfum en mun
vinna hérna eitthvað áfram hluta af
mínum uppsagnarfresti, sem er sex
mánuðir, og hjálpa til að koma
þessari breytingu í gegn.“ Hann
sagði að þegar núverandi eigendur
hefðu keypt Lýsi hf. hefði ekki leg-
ið fyrir að um stefnubreytingu í
rekstri fyrirtæksins yrði að ræða.
„Ef litið er á yfirlýsingar í fjöl-
miðlum frá eigendum fyrirtækisins
þá var reiknað með óbreyttri
stefnu. Hins vegar hafa þau verið
að læra á fyrirtækið og kynna sér
reksturinn og hafa í kjölfarið
ákveðið að fara aðrar leiðir,“ sagði
Baldur.
Hægt að taka verulega til
Hnotskurn ehf., sem er í eigu
Katrínar Pétursdóttur, fram-
kvæmdastjóra Fiskafurða - Lýs-
isfélags ehf., og fjölskyldu hennar,
keypti í byrjun ágúst tæplega 39%
hlut Eignarhaldsfélags Alþýðu-
bankans í Lýsi hf., en áður höfðu
aðrir hluthafar í fyrirtækinu sam-
þykkt að ganga að tilboði Hnotsk-
urnar í hlutabréf félagsins. Gunn-
laugur sagði í samtali við
Morgunblaðið að vissulega hefði
staða og rekstur Lýsis hf. legið ljós
fyrir þegar nýir eigendur keyptu
fyrirtækið, en eftir að hafa kynnt
sér málið í smáatriðum þá hefði
komið í ljós að þeir vildu fara aðrar
leiðir en fyrri eigendur hugðust
fara.
„Þetta var niðurstaða okkar að
það væri hægt að taka þarna veru-
lega til og við vildum því fara þessa
leið að segja þarna upp nokkrum
einstaklingum. Baldri var ekki sagt
upp, en hann kaus síðan að fara í
kjölfarið. Við höfum svo sem engar
athugasemdir við það, þó að við
söknum hans, enda hefur hann
mikla yfirburðaþekkingu á lýsi og
öllu sem því viðkemur," sagði
Gunnlaugur. Hann sagði að fyrir-
hugaðar breytingar í rekstri Lýsis
hf. lytu að ýmsum atriðum, m. a.
fyrirhuguðum framkvæmdum.
„Fyrirtækið þarf að flytja starf-
semi sína innan ákveðins tíma og
við viljum fara öðru vísi í uppbygg-
inguna á nýjum stað. Við viljum
fara hægar í sakirnar og ekki verja
til þess eins miklum fjármunum og
áætlanir gerðu ráð fyrir. Við mun-
um einnig horfa til markaða með
tilliti til ágóða fyrirtæksins af þeim.
Við viljum ekki fara fram úr sjálf-
um okkur í þessu, en þetta er ekki
stórt fyrirtæki. Það veltir rúmlega
400 milljónum króna og svo hefur
verið árum saman, en þar af eru á
annað hundrað milljónir vegna sölu
á innanlandsmarkaði. Við viljum
einfaldlega fara hægar í sakirnar
og sníða okkur stakk eftir vexti. Við
viljum sjá hagnað af fyrirtækinu og
teljum þetta vera betri leið til
þess,“ sagði Gunnlaugur.
Lýsi hf. verður sameinað Fisk-
afurðum Lýsisfélagi ehf. sem á
bræðslu í Þorlákshöfn og sagði
Gunnlaugur ljóst að hún mundi
anna framleiðslunni með litlum
breytingum.
„Bræðslan hér í Reykjavík getur
hætt innan tiltölulega skamms tíma
og þá flytjum við þá starfsemi alla
til Þoriákshafnar, en síðan erum
við með það til skoðunar hvert farið
verður með restina af starfsemi
fyrirtækisins,“ sagði Gunnlaugur.
:: • -
Philips 32
Það gerist ekki öllu glæsilegra!
PHILIPS
BlackLine S, 32" breiðtjald
> Svartur, flatur skjár.
• 100 riða flöktfrí mynd.
■ Tærari, hreinni og skarpari mynd - sjálfvirk stilling.
■ Skiptir sjálfvirkt um myndform, 4:3 eða 16:9.
> Velur sjálfvirkt bestu möguleg myndgæði.
• Sjálfvirk, stafræn myndsía.
• Tveir hátalarar og bassahátalari.
• 440 siðna minni í textavarpi o.fl.
Staðgreiðsluverð: 199.900 kr.
rmu rj 32" breiðtjald með myndban 1 dstæki
Einstök hönnun
> Svartur, flatur skjár og 100 riða flöktfrí mynd. ■ Tærari, hreinni og skarpari mynd - sjálfvirk stillim > Skiptir sjálfvirkt um myndform, 4:3 eða 16:9. ■ 440 siöna minni i textavarpi. > Velur sjálfvirkt bestu mynd m.v. gæði útsendingar ■ Sjálfvirk, stafræn myndsía. ■ Tveir hátalarar og bassahátalari, einstök hljómgæ ■ Fullkomið 6 hausa NiCAM-stereo myndbandstæki Staðgreiðsluverð: 329.900 kl )■ ði. o.fl. r.
PHILIPS
BlackLine Dr 28" breiðtjald
Heimilistæki
SÆTUNI 8 ■ SÍMI 569 1500
umboðsmenn um land allt
^ 2 ‘ý'jfj*
Á ... • '
• Svartur, flatur skjár
> 50 riða flöktfrí mynd.
• 70 stöðva minni og 8 síðna minni í textavarpi.
• Hljóðútgangur fýrir magnara.
■ Tveir hátalarar og bassahátalari.
• 2 Scart-tengi o.fl.
Staðgreiðsluverð: 79.900 kr.