Morgunblaðið - 21.09.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 21.09.1999, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra hefur áhyggjur af fákeppni í matvöruversluh: Ekki verðbólgudraugur segir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi hf. Þú ert hann sko víst, ég er að fara í útiiegu og þú ert ekki með eitt einasta tilboð í gangi góði. Hörkuútkoma í Leirvogsá LOKADAGUR var í Leirvogsá í gær og voru menn að veiðum fram á kvöld. I gærmorgun var kominn 461 lax á land, sem er frábær útkoma á tvær stangir á 80 dögum. Líklega er það hæsta meðalveiði á stöng í land- inu á þessari vertíð þó það eigi eftir að koma betur í Ijós. Leirvogsá hefur lengi verið í öðru sæti á eftir Laxá á Ásum, en aflabrestur þar nyrðra í sumar gerir það að verkum að Leir- vogsá á nú möguleika á efsta sætinu. Síðast er fréttist var svipuð tala í Laxá, en veiðidagar eru þar fleiri. Veiði hefur verið mjög góð í Leir- vogsá og að sögn kunnugra allmikill lax í ánni. Mest er um smálax , 3 til 6 punda físka, en þeir stærstu í sumar voru tveir sem voru um 12,5 pund, 6,2 og 6,3 kg. Umskipti hafa orðið í Leirvogsá í sumar. Þróun hefur ver- ið í þessa átt en ekki muna elstu menn eftir því að 105 laxar hafí veiðst á flugu í ánni á einu og sama sumrinu. Stundum hér á árum áður voru flugulaxar innan við tíu á sumri. í veiðibókinni ber mest á Frances, Snældu og ýmsum míkrótúpum. 461 lax veiddist á aðalsvæðinu í Hítará og nokkur hundruð bleikjur að auki. Nokkrir tugir laxa veiddust einnig á svokölluðu Hítará 2. Þetta er með því allra besta sem gerist í Hít- ará og var mál manna að mikill lax hefði verið í ánni er vertíð lauk. Þá veiddust alls 260 laxar í Straum- fjarðará sem er „viðunandi“ að sögn Ástþórs Jóhannssonar, eins leigutaka árinnar. Hann sagðist þó „pínu spældur“, því júlí hefði verið svo líf- legur að ef veiðin hefði haldið þeim dampi hefði hann ekki hikað við að spá 340-350 físka lokatölu. SUÐURLANDSBRAUT 22 SÍMI: 553 6011* 553 7100 Norræn ráðstefna um menningarnet Mikilvægt fyrir marga Salvör Gissurardóttir DAGANA 23. til 25. september nk. verður haldin hér á landi norræn ráðstefna um menningarnet. Um er að ræða eins konar mál- þing þar sem 30 manns taka þátt og þar af koma um 20 erlendis frá. Salvör Gissurardóttir er að taka við sem formaður stjórn- ar Menningarnets Islands af Gunnari Harðarsyni. Hún var spurð hvað fjalla ætti um á ráðstefnunni. Þar á að athuga mögu- leika á samstarfi nor- rænna menningarneta, bæði byggðarneta og heildarneta og einnig möguleika á að byggja upp eitt norrænt heildar- menningarnet. Síðan verður líka kynnt það nýjasta sem er að gerast hjá menningar- netum á Norðurlöndum og fjall- að verður um eitt staðbundið menningarnet í Norður-Þýska- landi (byggðamet) til saman- burðar við það sem við þekkjum á Norðurlöndum. Þá verða kynnt nokkur menningarverk- efni sem verið er að vinna að eða eru í undirbúningi, m.a. verður fjallað um list á Netinu og nor- rænt stafrænt vef-gallerí. - Hvenær tók íslenska menn- ingarnetið til starfa? Menningarnet íslands var opnað af menntamálaráðherra Bimi Bjarnasyni í Listasafni Is- lands 14. maí 1998. En áður hafði farið fram undirbúnings- vinna í eitt ár. Forsendan íyrir menningarnetinu er sú stefna í upplýsingatæknimálum sem kemur fram í skýrslunni; I krafti upplýsinga, frá árinu 1996. Þar er lagt til að sett verði upp menningarnet sem hafí það að meginmarkmiði að greiða að- gang almennings og listastofn- ana að menningarefni sem miðl- að er um Vefinn. - Er Menningamet Islands umsvifamikið? Það eru töluvert margir sem skoða netið og nota það helst sem verkfæri til þess að beina sér leið inn á menningarstofnan- ir ýmsar. Ekki síst á þetta við um aðila erlendis sem era að afla upplýsinga um íslenska menn- ingu, þetta era bæði Islendingar og útlendingar sem áhuga hafa á íslenskri menningu. Þess má geta að þessa dagana er verið að setja upp enska útgáfu af Menn- ingarneti Islands, en allar val- myndir á því hafa hingað til ver- ið á íslensku. Þetta er mikilvægt fyrir bæði listamenn og stofnanir á menn- ingarsviði sem þurfa að fínna upplýsingar um íslenska menn- ingu. - Hvaða upplýsingar eru á Menningarneti Islands? Það eru upplýsingar um list- greinar eins og myndlist, bók- menntir, tónlist, leiklist, kvik- myndir, danslist, byggingarlist og ljósmyndun. Og svo era þar upplýsingar um söfn eins og bókasöfn, handrita- og skjala- söfn, minjasöfn og listasöfn. Einnig era á Netinu upplýsingar um menningarviðburði og menn- ingarstofnanir og erlend menn- ingarnet. Loks má nefna að við erum að setja upp síðu um fjöl- miðla og aðra um ýmiskonar styrki til listamanna og til lista- starfsemi. ►Salvör Gissurardóttir fædd- ist 26. febrúar 1954 í Reykja- vík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1981 og meistaraprófi í kennslufræði frá háskólanum í Iowa 1990. Hún hefúr starfað sem fram- haldsskólakennari og náms- stjóri í tölvugreinum í mennta- málaráðuneyti. Undanfarin tíu ár hefur hún verið Iektor í tölvunotkun í námi og kennslu við Kennaraháskóla Islands. Nú starfar Salvör sem sér- fræðingur í málefnum upplýs- ingasamfélagsins hjá forsætis- ráðuneytinu. Hún er í sambúð með Magnúsi Hartmanni Gísla- syni, rafmagnsverkfræðingi hjá RARIK, og eiga þau eina dóttur en aðra dóttur átti Sal- vör fyrir. - Hvernig á fólk að koma upp- lýsingum um starfsemi sína inn á Menningamet Islands? Það á nálgast sérstakt skrán- ingarblað á menningametinu en slóð þess er: www.menning.is. Á þetta skráningarblað á að skrá titil vefsins, vefslóð og stutta lýsinga á því um hvað vefurinn fjallar. -Er mikill ávinningur að ís- lenska menningarnetinu fyrir t.d. listafóik? Það er mikill ávinningur fviir listamenn í upplýsingasamfélagi að hafa vettvang af þessu tagi og koma þar á framfæri kynningu á list sinni bæði hérlendis og er- lendis. Á menningametinu er líka vísun í stóra vefi eins og t.d. yfirlitssíður yfir íslenska tónlist og Upplýsingamiðstöð myndlist- ar, sem og Vefbóka- safnið. Þarna era líka upplýsingar um ýmis bandalög listamanna á íslandi. -Er ráðstefna eins og þessi sem nú stendur fyrir dyrum þýðingarmikil fyrir starf- semi menningarneta? Já, heimurinn er sífellt að verða minni í kjölfar samruna tölvu- og samskiptatækni. Menning er ekki lengur eins háð landfræðilegum mörkum og hún áður var og meira kannski bund- in við hópa sem mynda samfélag á Netinu. Islendingar eru æ meira á faraldsfæti og æ fleiri starfa erlendis um langt skeið - fyrir þetta fólk er íslenska menningarnetið ekki síst mikil- vægt - ekki síður en fyrir út- lendingana sem vilja kynnast ís- lenskri menningu. Ávinningur fyrir lista- menn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.