Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 1
ÁRNI BJÖRNSSON
GÍSLI GESTSSON
6. MAÍ 1907- 4. OKTÓBER 1984
Fyrstu hundrað árin í sögu Þjóðminjasafnsins voru fæstir umsjónar-
menn þess sérmenntaðir til safnstarfa. Sigurður Guðmundsson 1863-74
var málari, Jón Árnason 1874—78 bókavörður, Sigurður Vigfússon
1878-92 gullsmiður, Pálmi Pálsson 1892-96 íslenskukennari, Jón
Jacobson 1896—1908 ' málfræðingur. Matthías Þórðarson 1908—1947
bafði að vísu lagt stund á málfræði og svonefnda fornfræði, en ekki
lokið neinu háskólaprófi. Kristján Eldjárn 1947-68 var fyrsti forstöðu-
maðurinn, sem segja má að hafi með námi sínu beinlínis sérhæft sig
fyrir safnstörf með prófi í norrænni fornleifafræði og íslenskum
fræðum.
Líku máli gegndi um fyrstu safnverðina, sem áður nefndust aðstoð-
armenn þjóðminjavarðar og komu til starfa fyrir fjórum áratugum. Það
er ekki fyrr en á síðasta aldarljórðungi sem segja má, að flestir starfs-
menn safnsins hafi lokið einhverju námi, sem beinlínis tengist verksviði
þess og reyndar er ærið vítt. Enda er ekki ýkjalangt síðan þeir menn
voru næstum taldir afbrigðilegir, sem ætluðu að leggja stund á forn-
leifafræði, þjóðháttafræði eða annars konar safnfræðigrein.
Það viðhorf var löngum talsvert ríkjandi, að safnmenn hlytu að vera
heldur frábitnir venjulegu mannlífi, einsýnir grúskarar í afmörkuðu
horni. Menn sáu jafnvel fyrir sér grámyglulegar mannafælur. Þetta
almenningsálit mun naumast liafa breyst að marki, fyrr en Kristján
Eldjárn tók að sjá um reglulega minjaþætti í sjónvarpi fyrir tæpum
tveim áratugum. Hitt mun enda sönnu nær, að þeir sem völdust að
menningarsögulegum söfnum hlutu að eiga sér einkar fjölþætt áhuga-
mál og ekki síst að því er varðaði hið síólgandi mannlíf.
Slíkur maður var að minnsta kosti Gísli Gestsson, sem jafnframt
verður að teljast síðasti starfsmaður safnsins af hinum gamla skóla,
þeirra sem urðu safnmenn fremur fyrir ráðstöfun almættisins en skóla-
próf og höfðu reyndar á námsárum hugsað sér allt aðra hillu í lífinu.