Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 100
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
107 Magnús Andrésson (1790-1869) alþing-
ismaður, Syðra-Langholti.
í Alþingismannatali 1845-1945 eftir Brynleif
Tobíasson (Rv. 1952), bls. 142, Alþingismanna-
tali 1845—1975 eftir Lárus H. Blöndal o.fl. (Rv.
1978), bls. 288, Ársriti Sambands sunnlenskra
kvenna, aprílhefti 1984 og e.t.v. víðar, er birt
mynd af Magnúsi, sem bersýnilega er gerð eftir
teikningu. Nokkrum spurnum varðandi frum-
myndina var haldið uppi meðal afkomenda
Magnúsar.7 Einn þeirra, hinn sannfróði öldungur
Helgi Haraldsson á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, taldi að
frummyndin hefði verið eftir Sigurð málara, en væri glötuð.8 Ekki
hefur tekist að afla nánari vitneskju um feril þessarar myndar sem hefur
án efa verið gerð á árunum 1858-63, þegar Magnús sat á Alþingi. Ein-
hverjar ljósmyndir munu vera til í einkaeign.
108 Rósa Siemsen (1858-1907) var yngst tólf
barna Eduards Siemsens kaupmanns í Reykjavík
og konu hans Sigríðar Þorsteinsdóttur.
Hjá afkomendum Porsteins Siemsens, sonar
þeirra, hefur varðveist mynd af stúlkubarni, sem
sögð er vera af Rósu og talin eftir Sigurð málara.
Petta er þó ekki frumteikning, heldur prentmynd
í daufum litum, 26,2x20,7 cm að stærð, nú í
fremur nýlegum ramma undir gleri. Kynni
myndin að vera prentuð eftir horfinni frummynd
Sigurðar þó að hún virðist fljótt á litið ekki vera
með skýrum höfundareinkennum hans.
Rósa Siemsen fluttist til Slésvíkur ásamt þeim systrum fleiri og dó
þar ógift og barnlaus. Eðlilegt gat því verið að frummyndin bærist af
landi burt og prentmynd hefði verið gerð eftir henni þar, jafnvel til birt-
ingar í myndablaði.
Tímans vegna stenst það vel miðað við aldur stúlkubarnsins að Sig-
urður hefði gert myndina í Reykjavík laust eftir 1860.
Núverandi eigandi prentmyndarinnar er Helga Berndsen frá Skaga-
7. Sbr. bréf höf. dags. 11.2. og 5.5. 1983, í brcfasafni Þjms.
8. Skv. munnlegum upplýsingum 27.5. 1983.