Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 137
ÞJÓÐMINNINGARDAGAR
141
1. desember varð samt ekki neinn þjóðhátíðardagur þegar í stað.
Fyrstu þrjú árin á eftir voru fánar að vísu dregnir að hún sunrstaðar og
kennsluhlé gert í skólum. Árið 1921 er Fálkaorðan stofnuð, og allar
götur síðan hefur 1. des. verið einn þeirra daga, sem venja er að sæma
menn því heiðursmerki. Sama ár minntust stúdentar við Fláskóla
fslands þess, að 1. desenrber var jafnframt fæðingardagur Eggerts
Ólafssonar eins og segir í blaðafrétt:
Stúdentar ætla í dag, á minningardegi Eggerts Ólafssonar, að safna
fé í minningarsjóð hans. Allan daginn verða veitingar í Mensa
academica til ágóða fyrir sjóðinn. Um kvöldið kl. 8 verður
fundur í stúdentafélagi háskólans í Mensa academica í sanra til-
gangi. Syngur þar flokkur háskólastúdenta, en Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi og Vilhj. Þ. Gíslason tala.
Kensluhlé er í dag, fullveldisdaginn, í skólunum.'11
Það er naumast tilviljun í því samhengi, að fyrsti formaður Stúdenta-
ráðs var Vilhjálmur Þ. Gíslason, en aðalverkefni hans til lokaprófs í
íslenskum fræðum 1923 var einmitt tímabil Eggerts Ólafssonar og upp-
fræðingarstefnan. Næsta ár átti svo Fláskólaráð hlut að hátíðinni. Árið
1926 var 200 ára afnrælis Eggerts sérstaklega minnst á fullveldisdaginn,
sem þá var farinn að vcrða nokkuð reglulegur hátíðisdagur þjóðarinnar
í bæjum og sveitum eftir því sem veður leyfði á þessum árstíma.32 Og
árið 1944 virðast menn hafa litið svo á, að hann hafi verið þjóðhátíðar-
dagur 1918-44 (sbr. 153).
Þegar ákveðið var að stofna lýðveldi á íslandi árið 1944, voru
nokkrar vangaveltur um það, hvaða dagur skyldi vcrða fyrir valinu sem
stofndagur þess. Þóttu tveir einkurn koma til greina, 1. dcsenrbcr og
atmælisdagur Jóns Sigurðssonar 17. júní. Hann hafði þá verið haldinn
hátíðlegur á fjórða tug ára, lengst af þó á veg'um íþróttahreyfingarinnar.
Heppilegri árstími olli því ekki síst, að sá dagur varð ofan á. Stúdentar
héldu hinsvegar 1. desember sem sínum tullveldisdegi, og hetur
löngum gustað nokkuð um hann, eftir því hvcrnig Stúdentaráð eða 1.
des. nefnd hafa verið skipuð og hvaða málefni dagurinn hefur einkum
verið helgaður.
Almanak Þjóðvinafélagsins hefur löngum verið afar gætið gagnvart
nýjungum. í dagatali þcss er 1. des. ekki getið fyrr en 1923 og þá nreð
orðunum „ísland sjálfstætt ríki 1918“. Sú klausa hélst til 1967, þegar
„Fullveldisdagurinn" kom í staðinn.