Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 153
VILHJÁLMUR ÖRN VILHJÁLMSSON
AF TVEIMUR ÍSLENSKUM MIÐALDA-
INNSIGLUM í KAUPMANNAHÖFN
I. Inngangur
Snemma vorið 1983 var ég staddur á danska þjóðminjasafninu í Kaup-
mannahöfn, til að grúska í skjölum og bréfum, sem varða ísland og
íslensk málefni. í einkabréfasafninu rakst ég á lítinn og væskilslegan
pappírssnepil frá síðustu öld. Líklegast var það vegna smæðar hans, að
ég las það sem á honum stóð, þótt það ætti lítið skylt við það sem ég
leitaði að. Á bréfmiða þessum, sem augsýnilega hefur tilheyrt lengra
bréfi, en hefur verið klipptur neðan af því, standa eftirfarandi orð:
Naar du seer Cancellimand Thomsen, saa siig ham, eller rettere
lever ham enten muntlig eller skriftlig dette lille Stykke, som du
kan klippe af, med mange Hilsener, og det Tillæg, at jeg i
Vognen, ved at lade Tankerne löbe om, udfandt Læsningen af det
Segl, vi saa paa: saaledes: „Sigillum Steinmodi abbatis videy-
ensis.“ nemlig fra Vidokloster paa Island.
P.A.M.
Rak ég að sjálfsögðu upp stór augu, þegar ég las þetta, þar sem ég
minntist þess ekki að hafa heyrt eða séð þess getið að miðaldadeild
danska þjóðminjasafnsins ætti íslensk innsigli. Ég sentist því frá bóka-
safninu niður á hæðina fyrir neðan, til að leita að innsigli þessu í gripa-
skrá safnsins. Og viti menn, þar fann ég það, og annað íslenskt miðalda-
innsigli að auki. Bæði voru þau mislesin og rangtúlkuð og höfðu þess
vegna ekki verið færð inn í safnskrár sem íslenskir gripir. Ástæðan til
þess að ég fann þau svo fljótt var fremur vegna sjónminnis en heppni,
þar sem ég hafði áður séð bæði innsiglin. Pau eru bæði teiknuð í inn-
siglasafni Árna Magnússonar, sem er safn minnisblaða og teikninga af
miðaldainnsiglum íslenskum, sem Árni og aðrir hafa teiknað og skráð.1
Miðinn sem kom mér á sporið er undirritaður af P.A.M. nokkrum
og eru þar án nokkurs vafa upphafsstafir norska sagnfræðingsins Peters
Andreas Munchs (1810-1863). Hann var að því best er vitað vanur að