Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þjóhátíðardagsins 2. ágúst var minnst hjer í Reykjavík með því
að flaggað var víðsvegar yfir bænum, og eins gjörðu skip þau, er
lágu á höfninni. Um kvöldið (kl. 9—12) höfðu menn hófsamlega
samdrykkju í „Glasgow". Þar var fjölmenni og mannval mikið af
bæjarbúum og þingmönnum. Mæltu menn fyrir hinum venjulegu
skálum (íslands, konungs, alþingis, Jóns Sigurðssonar, o.fl.) og
skemmtu sjer hið bezta. Á herskipinu „Fylla“ var og í sama skyni
skotið skrauteldum (rakettum) um kvöldið...
Jón Signrðsson forseti mælti fyrir minni Islands ... síðan mælti
síra E. Kúld fyrir minnijóns Sigurðssonar, Á. Thorsteinson land-
fógeti alþingis, Dr. Hjaltalín konungs, Steingr. Thorsteinson
þj óðhátíðarinnar.7
Landsyfirvöldin sjálf virðast hinsvegar ekki hafa gengist fyrir neinu
hátíðarhaldi af þessu tagi. Aftur á móti höfðu þau samsæti á afmælisdegi
Kristjáns konungs, 8. apríl, með embættismönnum, borgurum og
bændum. Þar voru kvæði sungin og ræður haldnar, en minni voru öll
á íslensku í fyrsta sinn í manna minnum. Samsætismenn voru um átta-
tíu, og um kvöldið var danslcikur í Reykjavíkurskóla.8
Þessu var haldið áfram, en ekki verður aftur vart við neina þjóðhátíð-
arminningu í Reykjavík fyrr en 1879.
Á sýslufundi Eyfirðinga 21. júní 1876 var gerð svolátandi
Samþykkt um Þjóðhátíð Eyfirðinga:
1. gr. Þjóðhátíð skal halda ár hvert 2. dag júlímánaðar.
2. gr. Sýslufundur Eyfirðinga velur á ári hverju forstöðunefnd til að
standa fyrir framkvæmd og tilhögun þjóðhátíðarinnar; sömu-
leiðis menn í hverri sveit til að undirbúa til hátíðarhaldsins.
3. gr. Allir skulu velkomnir að sækja samkomu þessa.
Þessu var hrundið í framkvæmd þá þegar um sumarið, og í blaðinu
Norðanfara segir svo frá:
Þjóðhátíð Eyfirðinga
Eins og ákveðið var, hjeldu Eyfirðingar þjóðhátíðarsamkomu
á Oddeyri 2. dag júlímánaðar. Veðrið mátti heita gott um
daginn, lítill norðangustur og næstum úrkomulaust.
Hátíðarhaldið byrjaði kl. 10 um morguninn, þannig: að síra
Tómas Hallgrímsson í Stærra-Árskógi flutti stutta en snjalla