Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 141
ÞJÓÐMINNINGARPAGAR
145
Blaðið Norðri á Akureyri segir einnig:
„Ungmennafélag Akureyrar" gekst fyrir almennri samkomu
hcr í bænum 17. þ.m. — Þann dag hékk og fáni Stúdentafélagsins
á fáeinum flaggstöngum hér í bænum, og potað var honum enn-
frcmur út um gluggana hjá einstaka þjóðræðisliða.36
Þjóðviljitm segir þannig frá hátíð ísflrðinga:
Afmælis Jóns Sigurðssonar var minnst á ísafirði á þann hátt, að
fánar blöktu á stöngum. - Höfðu 24 dregið nýja íslenzka fánann
á stöng, en 10 fálkamerkið, en danski fáninn blakti á húsum
þriggja stórverzlana, og enn fremur á húsi eins borgara. Um
kvöldið flutti ritstjóri Jónas Guðlaugsson fyrirlestur um Jón Sigurðs-
son, og Guðm. skáld Guðmundsson las upp kvæði, er hann hafði
ort.37
Sumarið 1908 var sambandslagafrumvarpið eða uppkastið svonefnda
geysilegt hitamál á íslandi, og snerust alþingiskosningarnar um haustið
að mestu leyti um afstöðuna til þess. Annarsvegar stóðu Heimastjórn-
armenn mcð Hannes Hafstein ráðherra í broddi fylkingar og börðust
fyrir samþykkt frumvarpsins, og hinsvegar andstæðingar þess, Land-
varnarmenn og Sjálfstæðismenn, en helstu foringjar þeirra voru Skúli
Thoroddsen og Björn Jónsson.
17. júní 1908 birti blað Björns, ísafold, forsíðugrein, sem bar heitið
Mundi Jón Sigurðsson — ?, þar sem hatramlega var deilt á uppkastið.
Sama dag gekkst Stúdentafélagið aftur fyrir afmælishátíð Jóns, og segir
ísafold þannig frá hcnni:
Stúdentafélagið gekst fyrir því, eins og í fyrra, að minst var hér
í höfuðstaðnum afmælis Jóns Sigurðssonar með hæfilegri hátíðar-
viðhöfn, auk þess sem fáni blakti á hverri stöng í bænum sjálfan
afmælisdaginn 17. þ.m. ýmist blár eða rauður, þar á meðal á
öllum almenningsstórhýsum, — framför frá í fyrra.
Veður var óhagstætt, rigndi dag allan fram á kveld, þótt sæmi-
lega réðist, er á leið kvcldið. Þó gekk fjöldi manna í skrúðgöngu
suður í kirkjugarð, með forustu Ungmennafélags Reykjavíkur og
ungmennafél. Iðunnar, með lúðraþyt, og lögðu blómsveig á leiði
J.S. En ræðum frestað þar til er bctur viðraði, með því og einn
ræðumaðurinn (Þ.E.) var ókominn úr ferð.
10