Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 7
GÍSLI GESTSSON
11
hans er fyrst getið í Árbók þess árið 1936, þegar hann aðstoðar félagið
við útgáfu hennar ásamt Steinþóri Sigurðssyni mági sínum. í næstu
árbók velur hann myndir ásamt Steinþóri og Pálma Hannessyni. Hann
er síðan kjörinn í stjórn Ferðafélagsins árið 1939 og jafnframt í ljós-
myndanefnd þess. Síðan sat hann í stjórninni hvorki meira né minna en
37 ár. Slíka þrásetu taldi hann seinna meir með ólíkindum og ekki til
eftirbreytni. Hann ritaði Árbók Ferðafélagsins 1956 um Árnessýslu milli
Hvítár og Þjórsár frá neðstu byggð og inn til jökla, og er þetta með
vönduðustu árbókum þess. Auk þess skrifaði hann ýmsar smærri
greinar og ferðalýsingar í árbækurnar. Þá var hann ásamt fleiri Ferðafé-
lagsmönnum hvatamaður að myndun íslandsdeildar hinnar alþjóðlegu
Farfuglahreyfingar, en hún átti að auðvelda ungu fólki að ferðast á
ódýran hátt í framandi löndum. Gísli var kjörinn hciðursfélagi Ferðafé-
lags íslands á 50 ára afmæli þess 1977.
Gísli varð snemma bókamaður bæði sem lestrarhestur og safnari og
sannaðist á honum, að ekki þarf endilega auðæfi til að eignast verðmætt
bókasafn, ef natnin er næg. Mikið af bókum sínum batt hann inn
sjálfur, einkum áður en Þjóðminjasafnið tók hug hans og hönd að
mestu. Hann fór svo aftur að grípa til bókbands, eftir að hann lét af
föstu starfi. Hér sem á öðrum sviðum var sem allt léki í höndum Gísla
og yrði á vissan hátt að listaverki. Það kom manni því á óvart, að þessi
kunnáttumaður scm fór ljósmóðurhöndum um fíngerð tæki og var þar
að auki ferðagarpur, skyldi ekki einu sinni hafa lært á bíl.
Áhugi hans beindist þó ekki síður að Listunum mcð stórum staf, og
hann var einkar næmur og smekkvís á bókmenntir, leiklist, myndlist og
tónlist. Hann hafði erft nokkuð af hagmælsku föðurættarinnar og tón-
gáfu móður sinnar og fékkst lítillega við ljóðagerð og sönglagasmíð á
yngri árum. Hann mun um tíma hafa stjórnað íslenskum stúdentakór í
Kaupmannahöfn og jafnvel kennt nafngreindum íslenskum prestlingum
að tóna. Kveðskap sínum flíkaði hann lítt og æ minna eftir því sem á
leið, nema hvað hann var ætíð vel liðtækur við kcrsknislegar tækifæris-
vísur í samkvæmum og á ferðalögum. Sem dæmi skal tekið upphaf að
kvæði, sem hann fór með í túngjöldunum austur á Hæli sumarið 1931
og fjallar um heyskap þeirra bræðra:
Við einum bæ í breiðri sveit
brosir sólin rauð og heit.
Iðar þar um engjareit
æðismá en vinnuteit
sveinahjörð, en samt er hún nokkuð sundurleit.