Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 46
50 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS segir sjálfur, einum ríkmannlegasta kvenbúningi landsins, brúðarbún- ingi, sem honum lánaðist að komast með til Englands heilu og höldnu.7 Tilviljun réð því raunar að búningur þessi komst með honum á leið- arenda. Þegar Margaret attd Atme, en svo hét skipið sem flytja skyldi Hooker utan, var komið rétt suður fyrir Reykjanes, kom upp svo magnaður eldur um borð að ekki varð við ráðið. Var skipið yfirgefið í flýti og engum farangri bjargað nema örfáum munum sem menn höfðu hjá sér í klefum sínum8 auk búningsins og hluta af dagbók Hooker. Getur hann þess sérstaklega í formála bókar sinnar að það hafi verið vasklegri framgöngu brytans að þakka að búningurinn og dag- bókarbrotið urðu ekki eldinum að bráð.') Á íslandi mun þó hafa verið álitið að búningurinn hefði glatast í skiptapa þessum. Kemur þetta ljóslega fram í minnisgreinum í vasabók Sigurðar málara Guðmundssonar frá 1858—1859 sem og í forngripaskrá eftir hann frá árunum 1865 og 1866, varðveittum í Þjóðminjasafni íslands.10 Hafði Sigurður þó heimildir að þessu lútandi eftir samtíða fólki, meðal annars frú Ingibjörgu á Bessastöðum. II Við könnun á íslenskum gripurn í safni Viktoríu og Alberts (Victoria and Albert Musenm) í London 1963 rakst höfundur í gamalli aðfanga- skrá11 á lýsingu á búningi sem í flestu kom heim við hina nákvæmu greinargerð sem William Hooker hafði skráð í ferðabók sína um búning þann sem hann eignaðist í íslandsferð sinni, en hún var höfundi þá nokkuð löngu kunn. Samkvæmt þessari skrá keypti safnið búninginn 18. mars 1869 af „Dr. Hooker.“ Þótt ekki sé nánar greint frá manni þessum í skjölum safnsins er mjög líklegt12 að hann hafi verið Joseph D. Hooker, hinn frægi enski grasafræðingur, elsti sonur William Hooker.13 William Hooker lést árið 1865; má ætla að hann hafi varðvcitt búninginn til dauðadags, en sonur hans erft hann, og honum fundist ástæða til að hann færi á safn.14 Þegar farið var að grennslast fyrir um búning þennan í safninu kom í ljós að hann hafði verið látinn í annað safn í London, Bethnal Green safnið, sem tengt er safni Viktoríu og Alberts. Er þar einkum lögð áhersla á að sýna búninga og fataefni frá síðari öldum, sem og brúður og brúðuhús. Var búningurinn varðveittur á gínu í geymslu í kjallara safnsins, og höfundi leyft að skoða hann þar. Leyndi sér ekki að hér hlaut að vera um sama búning að ræða og lýst var í ferðasögunni. Eins var þar rétt hermt að búningurinn væri ríkmannlegur, því að bæði var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.