Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 195
SKÝRSLA UM PJÓÐMINJASAFNIÐ 1984
199
skemmt og stolið, þó ekki safngripum sem telja megi, og þeir fundust
reyndar síðar. Næturvörður uppgötvaði innbrotið, og virðist svo sem
innbrotsþjófurinn hafi heyrt í honum í húsinu og forðað sér út. Hann
fannst síðar en gat litlar upplýsingar gefið um tilganginn með innbrot-
inu eða um afdrif þýfisins. - Er nú svo komið, að safnmenn mega svo
sannarlcga athuga sinn gang hvað snertir öryggi safnanna hér á landi,
enda er engum hlut lengur óhætt, ekki sízt ef hann er ígildi peninga.
Erlendis eru safnþjófnaðir og innbrot stórkostlegt vandamál.
Af þessu tilefni var lögð mikil áherzla á að fá nú viðvörunarkerfi í
húsið, .en ekki fékkst aukaíjárveiting fyrir því, heldur var vísað til fjár-
lagagerðar fyrir árið 1985, og fékkst á þeim fjárlögum nokkur fjárhæð
til kaupa á öryggisbúnaði. En gæzlufyrirtækið Securitas hefur vaktað
húsið nú nokkur undanfarin ár.
Pær Kristín Sigurðardóttir og Margrét Ingólfsdóttir, nemar á for-
vörzluskólanum í Kaupmannahöfn, gerðu ýtarlega könnun á geymslu-
og varðveizluskilyrðum í safninu og lögðu jafnframt til ýmsar úrbætur.
Kom í ljós, sem vitað var fyrir, að loftið í húsinu er mjög þurrt og víða
of mikil birta, sem er óheilnæmt sumum hlutum, þótt gott sé fyrir
aðra. Hins vegar er hvorki rnygla né raki í safngripum og heldur ekki
skaðvænleg skordýr í húsinu. Ymsa galla má greinilega laga án mikils
tilkostnaðar, en annað verður erfiðara að bæta þar sem húsið er mjög
óheppilega hannað sem safnhús. — Eitt af því sem brýnast er að gera er
að byrgja sem mest af gluggum í sýningarsölum og geymslum til að
útiloka sólarljós og hindra þar af leiðandi upplitun og skemmdir á
ýmsum hlutum, einkunr á klæðum og vefnaði.
Á vegum Húsameistaraembættisins var gerð könnun á útveggjum
hússins og gluggum, sem víða er lekt orðið, og voru gerðar tillögur um
brýnustu úrbætur. Tókst að fá nokkurt fé á fjárlögum ársins 1985 til að
bæta úr þeim göllum, sem verstir eru.
Myndasöfnin.
Halldór J. Jónsson fyrsti safnvörður er eini fasti starfsmaður við
myndadeild safnsins, en Inga Lára Baldvinsdóttir starfaði við mynda-
deildina frá 11. júní til 19. september og hélt áfram verki sínu við ýtar-
legri skráningu myndasafnanna en fyrr hafði verið gerð. Auk þess
flokkaði hún, tölusetti og frumskráði óskráða hlutann af plötusafni Pét-
urs Brynjólfssonar og Gunhildar Thorsteinsson, svo og plötusafn Vig-
fúsar Sigurðssonar.
f aðfangabók voru færðar 70 myndafærslur, og er áður getið hins
helzta af því tagi.