Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 197
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1984
201
Þjóðháttaathuganir á dvalarheimilum aldraðra hafa mælzt vel fyrir og
veitti Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið áfram fé til þeirra á árinu
1984. Þjóðháttadeild sá um að útvega starfsfólk og skipuleggja starfið
eins og fyrr. Allar heimildir, sem-þannig safnast eða afrit af þeim, renna
til þjóðháttadeildarinnar.
Sögunefnd Reykjavíkur hefur staðið fyrir svipaðri heimildaskráningu
meðal aldraðra Reykvíkinga vegna 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar
árið 1986 og hefur þjóðháttadeildin séð um að útvega starfsfólk og gögn
til þeirrar vinnu.
Forvarzla.
Margrét Gísladóttir textílforvörður hreinsaði og gerði við ýmsa hluti
úr safninu, svo sem refil, stólu, altarisbrún og að auki nokkra gripi úr
kirkjum. Sumt af þessum munum hafði hún með sér til Sviss og gerði
við þá undir handleiðslu sérfræðinga þar.
Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður vann við forvörzlu muna frá Stóru-
Borg sem komu upp við rannsóknir þetta ár, svo og hluti úr járni og
bronsi frá fyrri árum rannsóknanna. Auk þess forvarði hún hluti frá
öðrum fornleifarannsóknum, svo og þá sem fundust á strandstað skips-
ins Pourquois Pas?
Þá gerði Margrét Ingólfsdóttir við nokkrar myndir Sigurðar Guð-
mundssonar málara á forvörzluskólanum í Kaupmannahöfn, og fáeina
gripi aðra, og vann hún það sem námsefni.
Fornleifarannsóknir og fornleifavarzla.
Á Stóru-Borg var haldið áfram rannsóknum eins og fyrr og voru þær
kostaðar af Þjóðhátíðarsjóði eins og verið hefur. Var unnið frá 18. júní
til 24. ágúst og lokið við rannsókn tveggja útihúsa, sem byrjað var á
árið áður og einnig rannsakað stórt hús undir þeim, sem gæti hafa verið
íjós. Þar undir virðist að minnsta kosti eitt byggingarskeið í viðbót og
má ætla, að þessi hús séu frá 16.-17. öld. - Talið er, að nú séu rann-
sóknir á Stóru-Borg rúmlega hálfnaðar.
Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur sá um þessar rannsóknir eins og
fyrr.
Á Pingnesi miðaði rannsókn allvel áfram og er búið að taka ofan af
um 450m2 svæði. Kom þar í ljós mikill hringlaga grjótgarður og virðist
frá því fyrir 1500, jafnvel allt frá 11. og 12. öld. - Þá var einnig grafið
í frekar litla húsrúst við suðurhluta hringsins og kom þar í ljós eldri rúst
úr torfi undir grjótveggjunum, sem virðist með elztu mannvirkjum á
staðnum, eða frá um 900.