Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 117
ÞJÓÐMINNINGARDAGAR
121
2. mynd. Frá þjóðminningardeginum á Rauðarártúni í Reykjavík 2. ágúst 1897. Afstaða lands og
sjávar á þcssu svœði hefur breyst mikið síðan vegna uppfyllingar. Gatan Sa’tún er t.d. langt fyrir
utan þáverandi fjöruborð. Ljósm. Sigfús Eymundsson. Pjms. L & pr.
Eyrarbakka, 3. verðl., 30 kr., Sigfús Einarsson söðlasmíðislæri-
sveinn, ættaðr úr Múlasýslum (Fljótsdal); 4. verðl., 20 kr., Einar
Þorgilsson hreppstjóri í Hlíð í Garðahreppi.
Verðlaunaféð gaf stórkaupmaðr Jón Vídalín, og að auki 50 kr.
til annars kostnaðar við hátíðarhaldið, alls 200 kr.
Því næst var þreytt kapphlattp á sama stað, Rauðarártúni. Fyrst
reyndu sig börn á aldrinum 6-10 ára, 40 faðma, og varð sveinn-
inn Sigurðr Markús Þorsteinsson fljótastr, á 15 sekúndum, verðl.
5 kr.; og af telpum Þórunn Brynjólfsdóttir, á 16 sekúndum,
verðl. 2 blómstjakar. Þá reyndu sig 10-12 ára börn, 80 faðma, og
varð fljótastr Vilh. Finsen skólapiltr á 28 sekúndum, verðl. 5 kr.
Þá 12-15 ára börn 120 faðma; þar varð Hannes Helgason fljótastr,
á 47 sekúndum, verðl. 5 kr. Loks karlmenn eldri enn 15 ára, 200
faðma; fljótastr varð Pétr Þórðarson hreppstjóri frá Hjörsey, á 71
sekúndu, verðl. ferðaveski. Af kvennmönnum eldri enn 15 ára
gaf sig engin fram til kapphlaups. Skeiðvöllrinn var að eins 40
faðrnar, og urðu þeir, sem lengra hlupu, því að snúa við, og
hlaupa hann fram og aftr, 2, 3 og 5 ferðir.