Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 190
194
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Skólaheimsóknir voru með sama hætti og áður á vegum Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur og önnuðust safnkennararnir Eryndís Sverris-
dóttir og Sólveig Georgsdóttir þær.
Tvær sérsýningar voru í safninu á árinu, önnur í Bogasal, „Guð-
brandur biskup Þorláksson og bókaútgáfa hans“, sem opnuð var 10.
nóvember og var áformað að bún stæði til janúarloka 1985. — Á sýning-
unni eru ýmsar bækur sem Guðbrandur Þorláksson lét prenta á Hólunr,
svo og rit um Guðbrand og bókaútgáfu hans, eða sem snerta hana, og
gripir sem tengjast Guðbrandi eða eru taldir úr eigu hans. Burðarás sýn-
ingarinnar er þó Biblían, enda sýningin í tilefni 400 ára afmælis Guð-
brandsbiblíu. Sýning þessi var gerð í samvinnu Þjóðminjasafns og
Landsbókasafns og lánaði hið síðarnefnda meginhluta bókanna, en
einnig voru bækur úr Þjóðminjasafni og Háskólabókasafni og skjöl
fengin að láni úr Þjóðskjalasafni. - Einar G. Pétursson deildarstjóri í
Landsbókasafni annaðist að miklu leyti gerð sýningarinnar og texta-
gerð, en með honum vann Þorkell Grímsson að uppsetningu sýningar-
innar svo og aðrir starfsmenn safnsins nokkuð.
Hin sýningin var á myndum Sölva Helgasonar og var sett upp í
litlum sal, þar sem Norska safnið var áður en bafði nú síðustu árin verið
notaður sem geymsla. - Var hann lagfærður nokkuð og fékkst þarna
prýðisgóð stofa fyrir litlar sýningar. Á sýningunni voru einvörðungu
myndir Sölva í Þjóðminjasafninu, en bún var einkum sett upp vegna
útkomu bókar Jóns Óskars rithöfundar um Sölva Helgason, sem ísa-
foldarprentsmiðja gaf út, og settu þau Jón Óskar og Kristín Jónsdóttir
kona hans sýninguna upp að mestu leyti, með hjálp Elínar Jóbannsdótt-
ur.
Þá settu þær Elsa E. Guðjónsson og Margrét Gísladóttir upp sýningu
á prjónlesi í Norræna húsinu í tilefni sýningar þeirrar í Vasa í Finnlandi,
sem segir síðar frá.
Gerda Schmidt Panknin, þýzk listakona, hélt sýningu í Bogasal á
málverkum sínum fyrir meðalgöngu félagsins Germaníu og stóð hún
dagana 19.—29. apríl.
Farandsýningin „Torfbærinn, frá eldaskála til burstabæjar", kom nú
aftur eftir að hafa verið sýnd á 25 stöðum um landið. Er þetta önnur
sýningin á vegum „Utnorðursafnsins", sem hér hefur farið um landið
og hefur þessi nýbreytni mælzt vel fyrir.
Saftiauki.
Á árinu var færð 131 færsla í aðfangabók safnsins, en nú var tekinn
upp sá háttur að skrá safngripi jafnóðum og þeir berast en safna þeim