Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
legum og kyndugum sögum, vísum og tilsvörum um og eftir nafn-
greinda menn og virtist drekka allt slíkt í sig eins og þerripappír. Hann
var einn þeirra, sem hefðu getað tekið saman eins konar „Þætti af Ein-
kennilegum mönnum“ og löngu er orðið tímabært, að hæfir menn láti
verða af. Þó mun hann varla hafa sagt skopsögu um nokkurn mann,
nema honum þætti í leiðinni svolítið vænt um þann hinn sama. Á aðra
var einfaldlega ekki eyðandi púðri. Þá gat hann verið viðbragðsfljótur,
þegar menn komust á vísnagerðarstigið, en fátt mun hafa varðveist af
þeirri skyndiframleiðslu, enda aldrei til þess ætlast. Af tilviljun liggur
hér vísa, sem Gísli setti saman, þcgar orðið var naumt um drykk í sam-
kvæmi:
Börn í vöggu, vita menn,
vola með svangan bela.
Börn erum við í anda enn
og enn er oss þörf á pela.
Gísli átti nefnilega ætíð gott orð aflögu handa þeim, sem hafa gaman af
brennivíni, þótt honum fyndist sumir góðir menn fara heldur
óskynsamlega með það. Einkum hafði hann litlar mætur á sídrykkju og
þótti hún ógæfusamleg. En með nokkurri aðdáun sagði hann samt frá
tilsvari Globs þjóðminjavarðar Dana, sem hann dvaldist eitt sinn um
tíma hjá suður á Jótlandi. Glob þessi var einn þeirra, sem geta verið að
fá sér staup öðru hverju allan daginn án þess að það virðist koma niður
á vinnu þeirra. Gísli hafði eitt sinn spurt hann, hvað hann drykki eig-
inlega marga snafsa á dag. Og svarið var:
„Sá fa som mulig.“
í ætt við þetta er vísa, sem hann orti á heimleiðinni kvöldið eftir stór-
afmæli Eyjólfs Halldórssonar hjá Ferðafélaginu uppi á Kili, meðan
tunglið óð í skýjum:
Eyjólfs veisla er úti senn,
allvel stóð hann sig.
Tunglið er með timburmenn,
ég tala nú ekki um mig.
Önnur vísa lýtur að öðrum kenndum og tveirn þekktum Ferðafélags-
vcrum: