Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 115
ÞJÓÐMINNINGARDAGAR
119
svo haldin inni á Rauðarártúni, en bærinn Rauðará stóð þar sem nú er
Frímúrarahúsið við Borgartún. Hún hefur verið allfjölmenn, en
reynsluleysi forgöngumanna haft í för með sér ýmsa byrjunarörðug-
leika. Blaðið ísland segir svo frá hátíðinni:
Þjóðhátíðin
sem töluvert hefur verið rætt um hjer í blaðinu áður, var haldin
hjer í Reykjavík, eins og ráð hafði verið fyrir gert, 2. ágúst.
Mönnum kemur ekki saman um það, hvað kalla skuli hátíðis-
daginn. Forstöðumenn hátíðahaldsins hafa nefnt hann „íslendinga-
dag“, en það nafn er óviðkunnanlegt. „ísland“ er eina blaðið,
sem rætt hefur að nokkru ráði um hátíðahald þetta fyrir fram og
nefndi Jón Ólafsson þar daginn „Þjóðminningardag". Þetta nafn
hafa flest Reykjavíkurblöðin nú tekið upp. En vjer kunnum best
við að kalla hátíðina „Þjóðhátíð“; það nafnið tekur best fram, það
sem til er ætlast: að hátíðina skuli halda af þjóðinni allri.
Þegar fyrst var um það rætt í stúdentafjelaginu í vor, að
stofnað yrði til þessa hátíðahalds, var svo til ætlast að það skyldi
ná yfir land allt og, að hátíðardagurinn, 2. ágúst, yrði almennur
frídagur. En að því er hjer er kunnugt, hefur þessu hvergi verið
sinnt utan Reykjavíkur. Það er nú eins og vera á, að íbúar höfuð-
staðarins gangi á undan öðrum með góðu eftirdæmi, og er von-
andi, að ekki líði mörg sumur áður stærri kaupstaðirnir að
minnsta kosti korni á eftir, og þegar þeir eru komnir með breiðist
hátíðarblærinn skjótt yfir hjeruðin og sveitirnar.
Nú skal skýra frá því, hvernig hátíðisdagur þessi fór fram hjer
í Reykjavík.
Það hafði verið helliregn og hvassviðri marga undanfarandi
daga, en þennan morgun var kyrrt og braust skin í skýjum. Fjöldi
fólks var hjer aðkomandi úr nærsveitunum. Hafði „Reykjavíkin“
dagana á undan farið upp um firði og út um nes og komið aftur
full af fólki.
Það var fyrst, að
kappreiðar
hófust á Skildinganesmelunum kl. 9 um morguninn. Þar hafði
braut verið rudd langs eftir melunum, 158 faðmar á leingd og 5
faðm. á breidd. Stóð mannþyrpingin báðumegin brautarinnar og
hafði beðið þar nálægt klukkutíma áður byrjað væri, en ríðararnir