Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 3
GÍSLI GESTSSON
7
ofurlítinn námsstyrk frá skólanum, sem gat numið frá u.þ.b. 50—250 kr.
eftir efnum og ástæðum. í skólaskýrslum sést, að Gísli hefur fengið
100-180 kr. í náms- og húsaleigustyrk þcssa þrjá vetur.
Gísli lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild vorið 1926 með hárri aðal-
einkunn. Af einkunnum að dæma virðist hann vera á flest jafnvígur,
bestur þó í sögu, náttúrufræði og íslensku, en einna slakastur í dönsku
og verklegri eðlisfræði. Engu að síður heldur hann til Danmerkur sama
haust til að leggja stund á efnaverkfræði og hlaut til þcss þann fjögurra
ára styrk, sem rétt er að gera nokkra grein fyrir til að menn skilji betur
aðstöðu íslenskra námsmanna fyrir sex áratugum.
Meðan fsland var hluti af danska ríkinu, hafði fjöldi íslenskra stúdenta
notið svokallaðs Garðsstyrks. Við sambandsslitin 1918 féll þcssi danski
styrkur eðlilega niður, en Alþingi lýsti þeim vilja sínum, að íslenskir
stúdentar skyldu einskis missa af þessum sökum. Sú viljayfirlýsing var
þó heldur óljóst orðuð, og því virðist geðþótti og „efnahagsástand
þjóðarinnar“ fremur en regla liafa ráðið því, hverjir og hversu margir
hlutu námsstyrk frá Alþingi hverju sinni á næstu árum. Árið 1925 sam-
þykkti Alþingi svo stjórnarfrumvarp þess efnis, að ráðherra væri heim-
ilt að veita á hverju ári allt að fjórum nýstúdentum 1200 króna styrk til
fjögurra ára, sem þá mun hafa talist sæmilegur framfærslueyrir. Gagn-
rýnendur frumvarpsins á þingi töldu það reyndar flutt í sparnaðarskyni
og væri skref aftur á bak í menntunarmálum þjóðarinnar. Eftir stofnun
menntamálaráðs 1928 varð það hinn ciginlegi úthlutunaraðili þessara
styrkja, sem lengi gengu undir nafninu „stóri styrkurinn".
Gísli var því einn hinna fyrstu, sem fékk þennan „stóra styrk“ og hélt
honum næstu fjögur ár. Um þetta leyti höfðu námskröfur aukist veru-
lega og námstími í raungreinum lengst frá því scm áður var, svo að
verkfræðinám mun að jafnaði hafa tekið a.m.k. sex ár. En tímabil
íslensku styrkjanna lengdist ekki að sama skapi, og var það ein ástæða
þess, að tiltölulega margir íslendingar luku ekki háskólanámi sínu á
millistríðsárunum. Gísli hefði átt að vera búinn með um það bil tvo
þriðju námsins, þegar hann kom heim vorið 1930 og hafði þrjá um
tvítugt. En hann hélt ekki utan aftur til að ljúka því. Hjalti bróðir hans
segir, að Gísla hafi brátt orðið ljóst, að verkfræðin átti miður vel við
hann, þótt hann reyndi að sinna henni af samviskusemi framan af.
Hugur hans stóð til annarra átta eins og tónlistar, náttúrufræði, sögu og
bókmennta, og sumir nánustu kunningjar hans voru einmitt af síðast-
nefnda sviðinu svo sem Jakob Benediktsson og Jón Helgason. Nú var
styrktímabilinu lokið og vissulega áhorfsmál, hvort ætti að steypa sér í
skuldir til að ljúka námi, sem hann hafði orðið lítinn hug á. Auk þess