Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 134
138
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
En síðan segir ekki meira af henni í höfuðstaðnum, enda tók nú 17.
júní smám saman að leysa hana af hólmi cins og síðar verður að vikið,
þótt það gengi ekki með öllu átakalaust.2í’
Ut um land voru þjóðminningar haldnar um líkt leyti á fyrstu árum
aldarinnar. Vitað er um þjóðhátíð Austfirðinga á Seyðisfirði 13. ágúst
1899 og 15. ágúst 1900, Borgfirðinga og Mýramanna á Hvítárvalla-
bökkum 4. ágúst 1901, Suðurnesinga í Keflavík 6. sept. 1903, Rang-
æinga við Pverá 3. júní 1905, Árnesinga og Rangæinga við Þjórsár-
brú 6. ágúst 1907 (þangað kom Friðrik konungur), Isfirðinga 30. júlí
1905, 16. ágúst 1908 og 6. ágúst 1910, Skagfirðinga á Sauðárkróki 4.
júlí 1909 og Svarfdælinga 26. júní 1910.27
En cinnig þar dettur gamla þjóðhátíðarhaldið að mestu niður eftir
aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 1911. Á stöku stað hélst það þó við í ein-
hverri mynd eins og á Álfaskeiði í Hreppunt, þar sem útisamkoma var
haldin snemma í ágúst fram á 7. áratuginn. Og svo lengi var gamli
þjóðminningardagurinn lifandi í hugum manna, að í frétt um heims-
flugið árið 1924 er tekið svo til orða í tímaritinu Ægi:
Á þjóðhátíðardeginum 2. ágúst lcnti hin fyrsta flugvél síðdegis
á Hornafirði og hafði verið 8Va klst. á leiðinni frá Kirkwall.2s
5
Tvö afkvæmi hafa gömlu þjóðminningardagarnir eignast, sem enn
eru í fullu fjöri.
Annað er Þjóðhátíð Vestmamiaeyja. Hún var fyrst haldin í Herjólfsdal
2. ágúst 1874 eins og á fjölmörgum öðrum stöðum á landinu. Það er
ekki annað en þjóðsaga, að upphaf hennar sé að rekja til þess, að full-
trúar Vestmannaeyja liafi ekki komist til þjóðhátíðarinnar á Þingvöllum
vegna brimgarðs við Landeyjasand og því hafi verið til hennar efnt út
úr vandræðum. I fyrsta lagi hófst Þingvallafundurinn ekki fyrr en 5.
ágúst, þrem dögum eftir hátíðina í Herjólfsdal, í öðru lagi komust
kjörnir fulltrúar Vestmannaeyinga sína leið á hann, og í þriðja lagi var
þetta vandlega undirbúin hátíð eins og víða annars staðar.
Hitt er annað mál, að ekki var aftur haldin þjóðhátíð í Vestmannaeyj-
um fyrr en 17. ágúst árið 1901, eftir að þær voru víða komnar á kreik
út um landið eins og áður var rakið. En síðan hefur hún verið haldin
á hverju ári í ágústmánuði, nema árið 1914, þcgar fyrri heimsstyrjöldin
var nýlega hafin.29
Frídagur verslunarmanna er annar afkomandi þjóðhátíðarinnar 1874.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur fékk sinn fyrsta almenna frídag árið