Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 118
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þá reyndu nokkrir drengir 3 leggja hlaup, þ.e. 2 og 2 saman,
með samanbundnum fótum, hinum vinstra á þeim til hægri
handar, en hægra á hinum; fljótastir urðu þeir Jón Lárusson og
Júlíus Árnason, 40 faðma á 23 sekúndum; verðl. 6 kr.
Loks reyndu sig nokkrir á að stökkva, bæði langstökk og
hástökk. Langstökk tókst Vilh. Finsen skólapilti bezt, \2Vi fet,
verðl. seðlaveski og úrfesti; enn hástökk Jóni Blöndal læknaskóla-
stúdent, 2 álnir 3 þmk, verðl. stundaklukka og seðlaveski.
Rœður héldu: Guðl. Guðmundsson (um ísland), Jón Ólafsson
um alþingi, Indriði Einarsson um íslendinga erlendis og Þórhallr
Bjarnarson prestaskólastjóri um Reykjavík. Allar vóru þessar
ræður vel fluttar.16
Þessi kvæði voru sungin: íslaud eftir Steingrím Thorsteinsson, Alþingi
eftir Benedikt Gröndal og Reykjavík (Þar fornar súlur flutu á land) eftir
Einar Benediktsson.
Þetta framtak Reykvíkinga virðist hafa haft þau áhrif, að næsta
sumar, 1898, voru haldnir þjóðminningardagar víða um land, a.m.k. í
Borgarfirði, á Mýrum, í Húnaþingi, Skagafirði, Þingeyjarsýslu, Múla-
sýslum og Árnessýslu. Það er tekið fram, að vegna farsóttar hafi ekkert
orðið úr þjóðminningarhátíðarhaldi í Eyjafirði, en annars fóru þessar
hátíðir fram í júní, júlí og ágúst. Um hátíðina í Borgarfirði er þessi
frétt:
Þjóðhátíð héldu Borgfirðingar 7. ágúst á Hvítárbökkum milli
Þingness og Bakkakots. Þar kom saman fjölmenni mikið og þótti
sú samkoma hin skemtilegasta. Samkomustaðurinn einkar vel
valinn; útsýnið mjög fagurt. Þar voru ræður haldnar og mælti
fyrir minni héraðsins séra Magnús Andrésson á Gilsbakka og
fyrir minni íslands séra Guðmundur Helgason í Reykholti, og
þótti báðum mælast mjög vel. Fyrir minni vestur-fslendinga
mælti séra Ólafur Ólafsson á Lundi, fyrir minni bænda Jón Sig-
urðsson frá Haukagili og fyrir minni kvenna Þorsteinn Jónsson
frá Grund á Akranesi. Kvæði voru sungin eftir Sigurð Jóhannes-
son.
Þar fóru og fram skemtanir, svo sem glímur, stökk og kapp-
hlaup. Við kappreiðar varð fljótastur Gráni Björns Kristjánssonar
kaupmanns, sem fékk 1. verðlaun fyrir stökk á Rvíkur þjóðhá-
tíðinni.