Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 140
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kvcldið, cr hátíðarbrigði þau hófust (kl. 8), sem Stúdentafélagið
gekst fyrir. En það var lúðraþytur á Austurvelli, ræður á alþing-
ishússvölunum og skrúðganga suður í kirkjugarð með pálmavið-
arsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. ...
Mannsöfnuður var meiri við þinghúsið en dæmi eru til áður
hér í bæ, um 5000, að næst verður komist.
Ræður fluttu þeir Björn Jónsson ritstjóri, Bjarni Jónsson frá Vogi
og Benedikl Sveinsson ritstjóri - minning Jóns Sigurðssonar, minni
Islands og minni fánans nýja. ...
Merkisberar Stúdentafélagsins, Kvenréttindafélagsins og Ung-
mennafélagsins skipuðu sér með sinn fánann hver fyrir framan
alþingishússvalirnar, mcðan ræðurnar voru fluttar. Auk þess bar
fjöldi kvenna og Ungmennatélaga o.fl. smærri fána íslenzka þar
og á skrúðgöngunni á eftir. Varð fylkingin fyrir það stórum mun
fríðari en ella. Enda getur naumast fegurra merki en nýi fáninn
er.
Naumast hefir verið í annan tíma hjartanlcgri ánægjubragur á
höfuðstaðarlýðnum, körlum og konum, ungum og gömlum.
Það var eins og hvert mannsbarn teldi sér veg í því og innilega
ánægju að minnast hins mikla þjóðskörungs og að fjölmenna í
fyrsta skifti undir hinum nýja, íslcnzka fána einmitt í minningu
liins sann-íslenzkasta ágætismanns, er þetta land hefir alið, — fjöl-
menna meira en dæmi eru til í þessum bæ.
Allir, nema hinir reykvísku stjórnarliðsþingmenn — að einum
undanteknum —, og strjálingur af höfðingjalýð bæjarins. ... Þeim
hefir ekki'þótt hlýða að láta sjá sig þar,^í óþökk „húsbóndans".
En ekki bar á öðru um aldanska Rcykvíkinga en að þeir feldu sig
yfirleitt mikið vel við þessi hátíðarbrigði. Þeir fjölmentu þar og
aðrir hér staddir útlendingar.
Alt fór fram mcð beztu reglu, spckt og siðprýði. Skrúðgöngu-
skipun þó heldur áfátt.34
Blaðið Lögrjetta, sem var hliðhollt Heimastjórnarflokknum, sagði
frcmur hlutlaust frá atburðinum, cn lét þó í ljós vissa óánægju vegna
fánanna:
Aðeins bláir og hvítir fánar voru bornir fyrir flokknum, enda
virtist fult svo mikið til samkomunnar stofnað fánans vegna sem
minningar Jóns Sigurðssonar.3"'