Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 99
MANNAMYNDIR SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR MÁLARA
103
105 Guðrún Þórðardóttir Blöndal (1797-
1864) húsfreyja, Hvammi, Vatnsdal. Blýants-
teikning, 24,3x20,5 cm, í gamallegum tréramma
undir gleri. Áritun í vinstra horni að neðan,
nokkuð á ská: Sigurðr Guðmundsson 1856. Er
myndin samkvæmt því gerð í Norðurlandsferð
Sigurðar.5 Hún er sæmilega varðveitt, þó er
blcttur í neðra horni til hægri og er myndblaðið
nokkuð skert án þess að sjálfa myndina saki.
Benedikt Gísli Blöndal í Hvammi, sonur Guð-
rúnar, mun hafa eignast myndina eftir foreldra
sína, en seinna kornst hún í eigu „Blöndalsfélagsins", sem starfaði í
Reykjavík á árunum 1915-1930. Hún var falin Þjóðminjasafni íslands til
varðveislu árið 1981 (skráð Mms. 31518).6 Myndin hefur áður birst í
nokkrum ritum: Föðurtúnum eftir Pál Kolka (Rv. 1950), bls. 247,
Endurminningum Sigfúsar Blöndals (Rv. 1960), gegnt bls. 24, og
Blöndalsættinni (Hafnarf. 1981), gegnt bls. 96.
106 Jón Sigurðsson (1828-1889), alþingismað-
ur, Gautlöndum. Blýantsteikning, 27x23 cm, í
ramma undir gleri. Áritun í vinstra horni að
neðan, á ská: Sigurðr Guðmundsson 1859. Vel
varðveitt. Myndin hlýtur að vera gerð í Reykja-
vík, þegar Jón sat á Alþingi. Hún hefur alla tíð
verið á Gautlöndum í eigu afkomenda hans, nú á
heimili Böðvars Jónssonar bónda, Gautlöndum I,
sem er fjórði maður frá Jóni.
Þjóðminjasafn á eina ljósmynd af teikningunni,
Mms. 31636.
5. Sbr. Halldór J. Jónsson, op.cit., bls. 9.
6. Sbr. óprcntaðar skrár Þjóðminjasafnsins og bréf til þjóðminjavarðar frá Lárusi H.
Blöndal dags. 30.6. 1983.