Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 199
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1984
203
Guðmundur gerði, ásamt Gunnari Ólafssyni jarðfræðingi, einnig
nokkra könnun á gamla bæjarstæðinu í Gmnnasundsnesi við Stykkis-
hólm, vegna skipulagsvinnu og hugsanlegrar lóðaúthlutunar. Elzta
heimild um byggð þar er frá um 1250, en þarna komu í ljós veggja-
hleðslur og mannvistarleifar frá ýmsum tímum.
Þá rannsakaði Guðmundur Ólafsson ásamt Þorkatli Grímssyni safn-
verði og Gunnari Ólafssyni fornt jarðhús á Hjálmsstöðum í Laugardal,
dagana 2.-5. september, og var það hús sönru gerðar og áður hafa
fundizt í Hvítárholti og á Hrafnseyri.
í Reykholti rannsökuðu þeir Guðmundur og Þorkcll forna gufuleiðslu
sem liggur frá hvernum Skriflu og heim á gamla bæjarstæðið. Hafði
leiðslan komið í ljós er grafið var fyrir lögn frá nýju húsi þar og
skemmdist hún allmikið við það.
Við Nýjabœ undir EyjaQöllum voru rannsakaðar gamlar minjar, þar
sem áður höfðu fundizt forngripir við skurðgröft, en nú var unnið
þarna að vegagerð. Fátt markvert kom í ljós og ekki var unnt að aldurs-
greina minjar þessar með neinni vissu. — Þessa rannsókn framkvæmdu
Kristín Sigurðardóttir forvörður, Þorkell Grímsson og Halldóra
Ásgeirsdóttir.
Þjóðminjavörður kannaði hústótt heima við íbúðarhúsið á Bjarna-
stöðum í Hvítársíðu, þar sem heitið hafði Bænahóll. Datt mönnum því
í hug, að þar kynni að hafa staðið bænhús. Svo reyndist þó ekki vera,
enda engar heimildir um bænhús á Bjarnastöðum, og reyndist rústin af
óvönduðu húsi, ef til vill af heygarði.
Þá kannaði þjóðminjavörður lítils háttar með grefti tilvist kirkju-
garðs í Neðra-Asi í Hjaltadal, en þar segir frá kirkju í fornum heimild-
um, sem reist hafi verið 16 árum fyrir kristni, það er árið 984. Heitir
þar enn Bænahús, þar sem nú er fjárhús, en þarna reyndust vera grafir
sunnan við húsið og styrkir það því söguna um kirkju Þorvarðs Spak-
Böðvarssonar.
Ennfremur voru farnar ýmsar athugunar- og eftirlitsferðir og sums
staðar grafnar minniháttar prófgryfjur í rústir, einkum til aldursgrein-
ingar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson lauk endurkönnun sinni á rústinni í
Stöng í Þjórsárdal, en þar er annað byggingarlag eldra undir gólfum
skálans, sem grafinn var upp 1939, svo sem vitað var.
Þá hélt Magnús Þorkclsson áfram rannsóknum sínum á Búðasandi í
Hvalfirði. Unnið var að fornleifaskráningu og lokið við að skrá minjar
í Reykjavík, að undanskildum eyjununr Viðey, Engey og Akurey.