Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 116
120
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þeystu hestunum aftur á bak og áfram eftir melunum til að liðka
þá undir veðreiðina.
(Síðan er lýsing á úrslitum kappreiðanna).
Þá geingu menn til bæjar aftur, en söfnuðust saman kl. 11 á
Lækjartorgi og geingu þaðan í
skrúðgaungu
upp Laugaveg og inn að Rauðará, því þar skyldi hátíðin standa.
Hornleikaraflokkur Helga kaupm. Helgasonar bljes á lciðinni og
byrjaði á þjóðsaung Dana: „Kong Kristian" o.s.frv. Það þótti
flestum illa við eiga. Margir tóku þátt í skrúðgaungunni, en ann-
ars fór hún fremur klaufalega og hefði getað verið miklu ásjálegri.
Kvennfjelagið mætti þar mcð nýjan fána, hvítan kross á bláum
feldi og líktist hann mjög fána Grikklands, en vonandi er, að ekki
boði það neitt illt og að konur okkar fylgi fána sínum betur en
Grikkir gerðu nú síðast.
Nú voru komnar
á Rauðará
að því er sagt er um 3 þúsundir manna. Hátíðin var haldin þar á
túninu. Þar var ræðupallur rcistur og danspallur og tjöld nokkur.
Hornleikaraflokkurinn bljes þá nokkur lög, en svo tók við saung-
flokkur, sem Steingrímur Johnsen kennari hafði æft.15
Blaðið Fjallkonan hcldur hátíðarlýsingunni þannig áfram:
Undirbúningr undir hátíðarhaldið virðist ekki hafa verið nægi-
legr, því þegar til kom vantaði margt sem nauðsynlega hefði
þurft að hafa, svo sem sæti og skýli. Staðrinn, Rauðarártúnið, var
heldr ekki vel valinn. Þessa hátíð ætti að lialda á Arnarhóli, þar
scm öndvegissúlur Ingólfs komu að landi, eða á Hólavelli (Landa-
kotstúninu).
Þá skorti og mjög veitingar, því hvorki gátu menn fengið kaffi
eða aðra hressingu, og því síðr mat, eftir þörfum. Hcfði þó mátt
selja þar mjög miklar veitingar. ...
Glímur fóru fram kl. 3 e.h. á Rauðarártúni. Þar hlaut 1. verðl.,
60 kr., Þorgrímr Jónsson söðlasmíðislærisveinn, ættaðr úr Árnes-
sýslu, 2. verðl., 40 kr., Guðm. Guðmundsson verzlunarmaðr á