Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 81
ÞRJÚ VESTFIRSK HJÓNASÆTI OG EINN STÓLL
85
wíjp^txs
4. mynd. Skýringarteikning á vafteinungi á stól eftir Guðmund Guðmundsson smið.
Ætla mætti að íjölin með áletruninni hafi verið endurnýtt í sætið.
Hún kynni til dæmis að hafa verið hluti af rúmfjöl með hálfkláraðri
áletrun. Leturgerðin bendir til þess að hún kynni að hafa verið skorin
um svipað leyti og sætið, en einnig töluvert fyrr. Á íslenskum tré-
munum frá 17. öld fmnast margar áletranir með slíkum stöfum. Hér
má til dæmis nefna að trafakefli með ártalinu 1685 ber stafi sem hafa til-
hneigingu til að enda í þríblöðungi eins og r og e í áletruninni á botn-
fjölinni.4
Einkum er þó áhugavert hið ríkulega skrautverk sætisins. Meiri hluti
þess er jurtaskreyti, en þar er líka að finna formstef sem frekar mætti
kalla flatarmyndaleg (geometrísk), eins og kaðalsnúningurinn efst á
bakslánni og tunguskorni bekkurinn á brún bríkanna. Snúningurinn,
sem er eins konar eftirlíking af undnum kaðli er aðeins helft, skorinn í
lista og festur efst á bakslána að aftan. Þetta er ævafornt stef, sem dæmi
er til um allt frá 9. öld. Vagninn sem fannst í Ásubergsskipinu, er með
slíkum snúningi á efri brún. Skurðurinn á tungubekknum á bríkunum
er svokallaður hvolfskurður eða naglskurður, sem einkum var notaður
eftir siðaskipti, gerður með hvolfjárni.
Enda þótt allir stólpílárarnir séu í jurtalíki, má allt eins skoða þá sem
flatarmyndir. Þeir eru alls staðar samhverfir, þar sem hjartaformið
endurtekur sig á margvíslegan hátt. Þessa endurtekningu sanrhverfs
formstefs er einlægast að rekja til stílgerðar endurreisnartímans.
Á pílárunum á stólbakinu eru stönglarnir strikaðir. Hvolfskurður er
á blaðflipum og líka í smábekkjum en miðflipar og þverbönd rúðustrik-
uð. Pílárarnir á hliðum stólsins eru með nokkuð einfaldara sniði.
Gagnskorna baksláin er ekki eins flatarmyndaleg, þrátt fyrir að uppi-
staðan í verki hennar séu allreglubundnir sívafningar. Á sama hátt og
pílárarnir er þessi slá aðeins skorin út á annarri hliðinni, en hin er slétt.
Baksláin er því slétt og flöt að innan þannig að aðeins útlínurnar afhinu
gagnskorna munstri eru sýnilegar, en á bakhlið sætisins eru allir tein-
ungarnir fallega kúptir. Aðalvafteinungurinn er með sams konar hvolf-
skurði og sniði og stönglar píláranna. Hann vex upp frá neðra horni til