Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
segir sjálfur, einum ríkmannlegasta kvenbúningi landsins, brúðarbún-
ingi, sem honum lánaðist að komast með til Englands heilu og höldnu.7
Tilviljun réð því raunar að búningur þessi komst með honum á leið-
arenda. Þegar Margaret attd Atme, en svo hét skipið sem flytja skyldi
Hooker utan, var komið rétt suður fyrir Reykjanes, kom upp svo
magnaður eldur um borð að ekki varð við ráðið. Var skipið yfirgefið
í flýti og engum farangri bjargað nema örfáum munum sem menn
höfðu hjá sér í klefum sínum8 auk búningsins og hluta af dagbók
Hooker. Getur hann þess sérstaklega í formála bókar sinnar að það hafi
verið vasklegri framgöngu brytans að þakka að búningurinn og dag-
bókarbrotið urðu ekki eldinum að bráð.')
Á íslandi mun þó hafa verið álitið að búningurinn hefði glatast í
skiptapa þessum. Kemur þetta ljóslega fram í minnisgreinum í vasabók
Sigurðar málara Guðmundssonar frá 1858—1859 sem og í forngripaskrá
eftir hann frá árunum 1865 og 1866, varðveittum í Þjóðminjasafni
íslands.10 Hafði Sigurður þó heimildir að þessu lútandi eftir samtíða
fólki, meðal annars frú Ingibjörgu á Bessastöðum.
II
Við könnun á íslenskum gripurn í safni Viktoríu og Alberts (Victoria
and Albert Musenm) í London 1963 rakst höfundur í gamalli aðfanga-
skrá11 á lýsingu á búningi sem í flestu kom heim við hina nákvæmu
greinargerð sem William Hooker hafði skráð í ferðabók sína um búning
þann sem hann eignaðist í íslandsferð sinni, en hún var höfundi þá
nokkuð löngu kunn.
Samkvæmt þessari skrá keypti safnið búninginn 18. mars 1869 af
„Dr. Hooker.“ Þótt ekki sé nánar greint frá manni þessum í skjölum
safnsins er mjög líklegt12 að hann hafi verið Joseph D. Hooker, hinn
frægi enski grasafræðingur, elsti sonur William Hooker.13 William
Hooker lést árið 1865; má ætla að hann hafi varðvcitt búninginn til
dauðadags, en sonur hans erft hann, og honum fundist ástæða til að
hann færi á safn.14
Þegar farið var að grennslast fyrir um búning þennan í safninu kom
í ljós að hann hafði verið látinn í annað safn í London, Bethnal Green
safnið, sem tengt er safni Viktoríu og Alberts. Er þar einkum lögð
áhersla á að sýna búninga og fataefni frá síðari öldum, sem og brúður
og brúðuhús. Var búningurinn varðveittur á gínu í geymslu í kjallara
safnsins, og höfundi leyft að skoða hann þar. Leyndi sér ekki að hér
hlaut að vera um sama búning að ræða og lýst var í ferðasögunni. Eins
var þar rétt hermt að búningurinn væri ríkmannlegur, því að bæði var