Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR
SAGAN AF LAIS, FEGURÐ-
ARDÍS í KORINTHUBORG.
LTAF hefir heimurinn þurft að brjóta heil-
ann um skipan og skipulag, nema þegar hann
var liáður frumstæðri ringulreið. Þegar mað-
urinn tók að þróast frá því stigi að hartn var
konungur dýranna, fór hann að lögum guðs
og náttúrunnar, án þess að leitast við að auka
nokkuð á þau, en er hann tók beinlínis að
gera sér grein fyrir réttlæti og reglu, þá reis
sú spurning, hvað leyfa skyWi og hvað bjóða
veikara helming mannkynsins.
Fjölmörg fyrirmæli hafa verið sett i þessu efni, — þróast
og lotið dómi reynslunnar^ en ávalt hefir borið að sama brunni,
að réttur konunnar hefir verið fyrir borð borinn. Karlar-hafa
talið sjálfa sig konunni æðri og lagt hömlur á frelsi þessara
undirtyllna sinna, -— en þessar hömlur eiga oft rót sína að
rekja til hreinnar og beinnar eigingirni. Menn þurftu á eigin-
/et&tctcf /fty'yíz 'Qf^zzZezn/ez
konií að halda til þess að annast uppeldi barna sinna, — en
þeir þörfnuðust einnig lijálpar vegna eigin lystiseindár, til
þess að gleyma böndurn og áhyggjum heimilislifsins.
Konan leit hinsvegar svo á, að liún væri einfær um að ann-
ast skyldur sínar sem eiginkona og móðir og gæti á sama háll
skipað æðsta sessinn i hjarta manns síns. Hún var á engan
hátt ósanngjörn, en maðurinn var fjöllyndur. Hann liafði lag
á því, að afla sér ásta annara kvenna. Þær voru cinnig ó-
ánægðar, — vildu ekki einvörðungu vera sem lijálp í viðlög-
um, og voru þess albúnar að berjast fyrir rétti sinum. Bein
afleiðing af þessu varð sú, að fjölkvæni var heimilað, og tíðk-
aðisl víða um heim á hinum ólíkustu stöðum.
ER menningunni fleygði fram, var þessum rétti
breytt á ýmsan hátt og hann þrengdur.
í Grikklandi var fjölkvæni þannig bannað, en þá
kom upp nýr siður, sem myndaði furðulegar venj-
ur á margan hátt og mótaði þjóðlífið á því skeiði.
Kvenþjóðin var greind í tvær andstæður: eiginkonur
að lögum, sem voru tryggilega geymdar innan veggja
heimilisins og gleðimeyjar (courtesans)-, sem nutu
verulegs frelsis og margskyns hagræðis.
Grikkir dýrkuðu guði og gyðjur, sem stjórnuðu öll-
um þáttum lífsins, en einkum lilbáðu þeir guði nátt-
úrunnar og eðlishneigðanna, og guðir þessir voru
þeim ósköpum liáðir, að þeim var hætt við hrösun
og lireyskleika, engu síður en syndugum mönnum.
Eiginkonunum og gleðimeyjunum stjórnuðu gyðjur
tvær: Aphrodite Urania, er var gyðja hjúskapar og
frjósemi, og naut hinnar mestu virðingar og til-
beiðslu, en Aphrodite Pandemos var algjör mótsetn-
ing hennar, enda var hún gyðja fegurðarinnar, nautn-
anna og taumlausrar gleði. Ilin fyrnefnda var vernd-
ari trúrra eiginkvenna og mæðra, en hin síðarnefnda
gyðja gleðimeyjanna eða kvenna þeirra, sem
brotið höfðu af sér viðjar strangra boðorða, en
nutu gleði lífsins og frelsis.
Báðar áttu gyðjur þessar musteri sitt. Yar körl-
um bannað að koma þar, og át(u þeir engan
þátt i því, sem þar fór fram. Sumir helgisiðirn-
ir og bænagerðirnar, sem þar voru haldnar,
einkum þó i musteri Aphrodite Pandemos,
myndu teljast mjög hæpnar nú á dögum á okk-
ar mælikvarða.
Frá gleðimeyjum greina fornar
sagnir i fyrstu um 600 árum fyrir
Kristsburð, en einni öld siðar — á
dögum Periklesar — höfðu þær öðlast
þá réttarstöðu, að. þær voru taldar
„þjóðnýtir borgarar“.
Konur þessar voru nefndar „het-
eræ“, sem þýðir félagi eða fylgikona.
Þessum „fylgikonum" var á engan
..) hátt skipað i óæðra sess í kvennaröð,
® ,, enda voru þær alment dáðar, óg þá
ekki síst af lærðum mönnum og ment-
uðuin. Sjáll'ar áttu þær greiðan gang
að fræðslu- og mentastofnunum, og
lögðu þær alt í sölurnar til að menta
sig i heimspeki, listum og stjórnmál-
um. Ekki er þörf á að geta þess, að
Apelles athugaði hana með
listamannsauga.