Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 55

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 55
VÍSIE 55 Þáttur kaupendanna í ritstjórninni. Einar Gunnarsson reyndi að styrkja sem mest og best bönd- in millum kaupenda blaðsins og þess. Tók hann þannig upp þá stefnu, að láta kaupendurna annast ritstjórnina á föstum dálk í blaðinu, er hann nefndi raddir almennings, og mun þar aldrei hafa veriö efnis vant. Þetta mun hafa orðið mjög vin- sælt meðal almennings, og munu þeir nú æðimargir af Reykvíkingum, sem í Vísi hafa skrifað í þessi 30 ár. Ekki má heldur gleyma því, að Einar Gunnarsson efndi til verðlaunakepni í kveðskap, sem margir tóku þátl i, og vel var séð. Birtist fyrri hluti vísu i blaðinu, en kaupendurnir botnuðu. Er bér ein slik vísa, tekin af liandahófi: „Enn er fljóði létt um ljóð. Lif þú Vísis góða dís.“ Guðrún Magnúsdóttir botnaö'i svo og lilaut verðlaunin: „Kendu óðinn þinni þjóð, þíddu ís uns vorið rís.“ Þetta er Kolubeinslag og bragþraul. Hér skal birt önnur vísa, er blaðinu barst, og er svoldjóð- andi: „Visir“ fýsir. Vísa dís, vísum lýsa gumum; Vísir hnísinn, vísur kýs, vísast hrís á sumum.“ Báðar eru vísur þessar birt- ar hér orðréttar og stafréttar, eins og þær voru birtar í upp- hafi í blaðinu. Brautryðjandinn. Þegar útgáfa Vísis og starf Einars Gunnarssonar er athug- að, hlýtur það að vekja aðdáun, hve vel honum tókst að sneiða hjá öllum skerjum, gera blað- ið læsilegt og fróðlegt og öllu öðru frekar vinsælt meðal al- mennings. Mun þessa starfs minst meðan blaðaútgáfa tíðk- ast á íslandi og er það að verð- leikum. Hinn 1. júli 1912 var letur- flötur blaðsins stækkaður um helming og varð þannig svip- aður og leturflötur Alþýðu- blaðsins er nú. Hélt blaðið þeirri stærð meðan Einar Gunn- arsson gegndi ritstjórninni, og lengi siðan, en stækkað var það enn 1. júli 1926, 2. jan. 1929 og Ioks 1. desember 1934, þannig, að Ietuflötur þess er nú líklega um fjórum sinnum stærri en hann var i byrjun. Hinn 31. ágúst 1914 lét Ein- ar <iunnarsson af ritstjórninni, aðallega vegna heilsuleysis, og seldi þá blaðið Gunnari Sig- urðssyni frá Selalæk. í kveðju til lesendanna kemst hann m. a. svo að orði: „Þegar eg hóf blaðið „Vísir til dagblaðs í Reykjavík“ 1910, höfðu verið gerðar tvær til- raunir með dagblað hér, svo ekki var álitlegt að byrja, síst með tvær hendur tómar. Fyrir- tækið hefir þó hepnast það vel, að aldrei hefir þurft að taka eyris lán til þess, og mun svo um fæst blöð. Að Vísir hefir dafnað svo vel, er að þakka einstókam vin- sældum, sem hann hefir notið hér meðal Reykjavíkurbúa, sem hafa hundruðuni og jafn- vel þúsundum saman stutt hann á alla lund. Vísir liefir þó ekki reynt að ná hylli manna með fngurgala eða smjaÖri, en haitn hefir kappkostað að vera sanngjarn og óhlutdrægur eftir því, sem hann hafði þekkingu á. og ætið hefir staðið opið ótakmarkað pláss til leiðréttinga og and- svara.“ Einar Gunnarsson telur það að Iokum „góða borgun fyrir allstrangt starf“, að Imnn hef- ir á því nær fjögra ára skeiði, er liann gegndi ritstjörnarstörf- um kynst mörgum ágætum mönnum og hlotið vináttu þeirra, en bann mun að öðru leyti liafa yfirgefið útgáfuna litlu auðugri en hanii bóf hana. Brautryðjendastarfið er oftast vanþakkað og að littu launað í þessa heirns gæðum. En vin- sældir þær, sem Einar Gunn- arsson lilaut fyrir starf sitt, og sem síðar hafa loðað við Visi, verða aldrei ofþakkaðar, með því að Reykvíkingar og lands- menn allir eiga hér bJað, sem er elst allra dagblaða að árum, en á vonandi eftir að eflast og dafna, þannig, að það taki öll- um öðrum blöðum fram. Ein- ar Gunnarsson setti markið hátt. Þótt á móti hafi blásið hefir Vísir aðeins bognað, en aldrei brotnað. Það kemur dagur af þessum degi, með birtu friðar og vaxandi menn- ingar. Vísir vill eiga þátt i að móta þjóSIifið áfram, með frjálslyndri og viðsýnni um- bótastefnu, og efla alt það, sem auka má þrótt og þjóðarmetn- að, mentun almenníngs og sannleiksást, svo sem stofnandi blaðsins gerði og haldið hefir verið uppi siðan. odut&Hit — bílalökk — húsgagnalökk Efnalaug Reykjavíkur LAUGAVEG 34. SÍMI 1300. Stofnsett 1921. verða allir að vera hreinir og vel lil fara. Send- ið okkur því fatnað yðar til kemiskrar hreins- unar, þá eruð þér viss um að fá vandaða vinnu. Hreiií og vel pressuð föt auka ánægju yðar og vellíðan. Sendum um land alt gegn póstkröfu. Sækjum. Sími: 1300. Sendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.