Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 9

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 9
VÍSIR 9 ÞORUNN MAGNUSDOTTIR JOLAROS R | R það ekki líkast draumi, ■— að eg skuli vera orðin búðarstúlka. Eg, sem er ekki nema fimtán ára,“ sagði Alda litla og snarsnerist í kring um mömmu sina. Hún var æst af fögnuði yfir því, að geta fært mömmu sinni þau glæsilegu tíðindi, að hún væri ráðin búðarstúlka hjá Vefnaðarvöruverslun Jóns Pét- urssonar & Co. Að vísu hafði hún verið ráðin þar til reynslu, en hún var örugg samt. Hún ætlaði að vinna vel, reynast svo trú og dygg í starfinu, að lienni yrði veitt það til fram- húðar. „Það getur margt gleðilegt horið við í vöku líka,“ sagði mamma. Hún taldi peninga fram á horðið og hað dóttur sína að skjótast ut á næsta götuhorn og kaupa nýja snúða. „Við þurfum sannarlega að gera okkur einhvern daga- mun.“ Já, vist var það tilbreytni að fá nýja snúða i stað gamla, þurra brauðsins, sem mamma keypti með niðursettu verði og hleytti upp. En livað börnin yrðu glöð, þegar þau kæmu heim úr skólanum og fyndu ijm af nýhökuðu hrauði. „Ekki efa eg það, að þér verði veitt starfið eftir reynslu mánuðina,“ sagði mamma við hana seinna þennan gleðilega dag. „Og þá ælli margt að lag- ast fynr okkur. Eg er strax farin að hlakka til þess, að þegar þú ert orðin kunnug í versluninni, getirðu fengið tau- búta og gallaðar vörur fyrir lágt verð, þá ætti mér að vera innan handar að hafa systkini þín þokkalega til fara. Þaðv liggur á mér eins og farg, að þau séu tötralegri en önnur hörn.“ Það var ekki vani þessarar konu að tala um áhyggjur sin- ar, en nú, þegar hún hélt að væri að rætast fram úr, var þetta erfiða úrlausnarefni ekki jafn viðkvæmt. -----Næsta dag hófst hið nýja starf Öldu. Hún var lítið við afgreiðslu, meira til snún- inga og aðstoðar í versluninni. Lagaði til i hillum og ■ hélt þeim hreinum, hitaði miðdags- kaffið lianda verslunarfólkinu og skrapp í sendiferð, ef mik- ið lá á og sendisveinninn var ekki við. Hún undi starfinu vel, verslunarfólkið ærðist 'að vísu dálitið i henni, þvi að fólki þykir nú einu sinni gott, að hafa einhvern til að snúast i kringum sig. En Alda litla taldi ekki sporin sín. Allir voru góðir við hana og liprir við að leiðþeina henni. Hún fann, að hún yrði starfinu vaxin, að verslunin með sínu einkenni- lega, angandi andrúmslofti jæði liennar annað heimili. — —■ Fáum dögum eftir að hún kom í verslunina varð hún fyrir- slysi. Hún var í sendiferð. Það var föl á jörðu, launliált. Hún var að flýta sér og gætti ekki varúðar. Þegar hún rann til, spyrnti hún á móti fallinu, hugsaði um ilm- vatnsglasið í bögglinum, sem Iiúji bar, að þvi væri ekki hætt, en athugaði ekki liættuna, sem hún sjálf var stödd i. Hún gat ekki stöðvað sig, vildi ekki slepjrn högglinum, sem hún hélt á og bera fyrir sig hend- urnar, steyptist svo alt í einu ofan í skurð við götuna, eftir skurðinum lá múrpípa. Alda fann til óbærilegrar kv^alar i fætinum og liej'rði brothljóð. Glasið, liugsaði hún og missti meðvitundina. -----Nú lá hún undir súð- inni heima og mátti sig naum- ast liræra, hafði þrautir, en hugsaði þó skýrt, kveljandi skýrt um óhamingju sina. Ef, ef, sagði sjúkur og sár hugur hennar, ef hún hefðÞfarið aðra leið, eða hugsað minna um að flýta sér. Ef þetta hefði viljað til seinna, ekki núna, þegar hún var nýlcomin í húðina, ennþá ókunnug og lilt vön starfinu, ekki viljsð til einmitt Þórunn Magnúsdóttir er alkunn orðin fyrir ritstörf sín. Fyrsta verk hennar hét „Dætur Reykjavíkur“, er kom út í þrem bindum. Þá skrifaði hún hókina „Að Sólbakka“ og loks „Líf annarra“, er kom út 1938. Auk þessa hefir hún skrifað fjölda margar smásögur, sem birst hafa í blöðum og tímaritum, ennfremur nokkurar ritgerðir. — Um þessar mundir hefir Þórunn tveggja binda skáldrit í smíðum, er sennilega mun koma út á næsta ári. — Þórunn er Reykjavíkurdóttir í þessa orðs eiginlegustu og bestu merkingu, og hún erl fædd og upp- alin hér í bæ. þegar annríkið var allra mest og eklcert komst að í liuga kaupmánnsins nema viðskifti og aftur viðskifti. Ef þetta hefði viljað til á útmánuðum, þegar minna var að gera, og hún var orðin trygg í sessi, hefði hún sennilega lialdið vinnunni, en nú .... Æ, til hvers var að kvelja sig með þessu hefði og ef. Engu yrði hvort sem var breytt. Óham- ingjan hafði krept að henni undir þessari skuggalegu súð. Hún grét þungt og sárt, Q^gði enga von. Skini ofurlítill geisli gegn um sortann, léti hún ef til vill lmggast. Myrkrið var svo lamandi, svo fult af ógn- um. Hún hyrgði sig ofan í sæng- urfötin, svo að mamma lieyrði ekki grát liennar, síst mátti hún auka henni áhyggjur og valda henni hrygðar með angri sínu. Hugrakka, væna mamma, sem harðist hetjulegá gegn ör- hirgðinni, nú sat hún álút yfir saumavélinni og hafði litla, ljósdaufa vegglampann alveg lijá sér, svo að liún sæi til. „Verst að augu min eru farin að hila,“ hafði hún sagt í morg- un við konu, sem kom með efni til liennar, er hún átti að sauma úr. „Hendurnar rata af gömlum vana, og svo er þetla heldur ekki svo vandað,“ sagði konan og skoðaði sjóntap móðurinn- ar aðeins i'rá sinni saumaþörf. --------Það var barið hvað eftir annað að dyrum á neðri hæðinni. En þar var enginn heima. Móðir Öldu geklc fram á loftsskörina til þess að segja frá því. Henni dvaldist stund- arkorn frammi. Þegar liún kom aftur inn, hélt hún á papp- írsblómum. „Eg kej^pti þetta af lítilli telpu, sem gengur í liús og sel- ur hlóm,“ sagði hún og rétti Öldu blómin. „Til hvers varstu að kaupa þessi blóm, mamma? Við höf- um engin efni á þvi, og svo eru þau hreint ekki vel gerð,“ sagði Alda gremjulega. Henni varð hugsað til alls þess, er þau yrðu að fara á mis við. „Eg veit það, góða mín, en ég gat ekki látið telpuna fara án þess að gera henni einhverja úrlausn. Mér gekk til hjarta, hvað hún var fátæklega til fara xog vanhirt.“ „Mér finst það sama og betl, að senda börn inn á ókunnug lieimili með illa gerða og ó- þarfa hluti, i þeirri von, að fólk vorkenni þeim og láti þau hafa aura.“ „En ef börnin hérna væru i söluferð, mundirðu þá ekki óska þess, að þeim væri alls- staðar vel tekið. Þegar eg sé barn, sem á bágt, hugsa eg alt- af til barnanna minna.“ „Ef eg byggi til blóm eða annað, sem eg ætlaði að selja, mundi eg reyna að gera það svo vel úr garði, að fóllc keypti það sér til gamans, en eklci af vorkunnsemi við þá, sem bjóða það til kaups. En það kemur 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.