Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 61

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 61
VlSIR 61 son augastað á Baldri heitnum Sveinssyni sem ritstjóra. Hann var þá fyrir allnokkru kominn frá Vesturheimi, og hafði sest að á Isafirði. Tók Baldur í fyrstu vel í þetta, en hvarf frá því ráði seinna, en ekki er mér að fullu kunnugt um tildrög þess, með því að staðan stóð honum opin, og var gert ráð fyrir að hann kæmi suður hinn 11. maí þ. á. I>egar hér var komið málum, fékk stjórn blaðsins augastað á Jakob Möller bankaritara, sem ritstjóra, og leitaði hófanna hjá lionum um það, hvort hann myndi vilja taka að sér starfið. Lyktaði þeim umleitunuin á þann veg, að .Takob Möller var ráðinn ritstjóri og tólc hann við starfinu hinn 1. júlí 1915. Eignir þær, sem Visir li.f. tók við, er það keypti hlaðið, voru mjög óverulegar, — einkum var ritstjórnin. illa stödd, með því að hún fékk ekkert til umráða annað en éinn vindlakassa tóm- an og hrotinn, með einu hrotnu pennaskafti. Hófst félagsstjórn- in handa um að kippa þessu í lag, kaupendaskrár voru endur- skoðaðar og samdar að nýju, og reyndust kaupendur þá 1073. Afgreiðslunni var nú korpið fyr- ir í nýju húsnæði að Hótel Is- land. Hafði eg tekið þar sal mikinn á leigu, sem manna á meðal nefnist . svínastían. Lét eg skifta honum í tvent, —- lét afgreiðsluna liafa helming- inn, fen heildverslunin Land- stjarnan settist að í hinum helmingnum. Við vorum svo heppnir að fá Kristján Jónsson, nú bankagjaldkera, fyrir af- greiðsluniann, en hann var reglusamur um alla hluti, og lét sig reksturinn miklu skifta, og tókst honum að koma afgreiðsl- unni i fyrirmyndar lag. Þá var tekin upp sú venja, að tölusetja smáauglýsingarnar, svo sem nú er gert, og lögð á það rík á- hersla, að bókhald yrði sem full- komnast og afgreiðsla sem greiðust. Náði það ekki aðeins til Reykjavíkur, heldur og Ilafnarfjarðar, en þangað var maður sendur daglega með hlöðin, til þess að bera þau út til kaupenda og safna auglýs- ingum. Fór hann venjulega fót- gangandi, hvernig sem veður var, og bar blaðapakkann. Reksturinn gekk að óskum og á fyrsta aðalfundi var afkoman svo hagstæð, að samþykt var að greiða hluthöfum 20% í arð og stjórninni sérstök heiðurslaun fyrir mikið og vel imnið starf. Fyrstu árin var Vísir prent- aður í Östlunds-prentsmiðju, en er hér var komið sögu hafði Östlund selt prentsmiðjuna Sveini Oddssyni, sem nýkominn var frá Ameríku, en við Brynj- úlfur Björnsson höfðum gert það að slíilyrði fýrir kaupum á Vísi, að hann yrði ekki bundinn prentsmiðjunni með löngum samningi, og hafði það verið samþylct af prentsmiðjunnar liálfu, og höfðum við samið við liana urn prentun þá fyrst um sinn. 1 októherniánuði árið 1916 átti að hækka prentverð verulega, og með því að að- staða öll i Östlunds-prentsmiðju var erfið, — t. d. enginn afkimi til prófarkalesturs, og hafði rit- stjórinn kvartað undan því, — tókum við að hugleiða livort ekki væri heppilegt að skifta um prentsmiðju og leita til annar- ar, þar sem vinnuskilyrði væru betri. Við Brynjúlfur Björnsson vorum, liluthafar i Félagsprent- smiðjunni og gátum því hvorlci né vildum koma fram i samn- ingum fyrir hönd blaðsins eða prentsmiðjunnar, og varð þá að ráði, að tveimur mönnum var falið að ræða og undirbúa samninga, Ólafi Ólafssyni fyrir prentsmiðjunnar hönd, en Hirti Hjartarsyni trésmíðameistara fyrir hönd Visis. Voru samning- ar undirritaðir millum Félags- prentsmiðjunnar og Vísis hinn 25. nóv. 1916, og hafa viðskifti þessi haldist siðan mdllum þess- ara aðilja. Rekstur Vísis var nú orðinn allumsvifamikill og varð að ráði um þetta leyti, að Guðmundur Kr. Guðmundsson var ráðinn til aðstoðar ritstjóra. Skyldi hann liafa með liöndum söfnun aug- lýsinga og frétta, þýðingar o. fl., og gegndi hann því starfi um nokkurst skeið. Á aðalfundi fyrir þetta ár, sem haldinn var 11. mars 1917, liafði liagur blaðsins enn batn- að til muna. Hluthöfum var greiddur góður arður og svo vel liafði verið séð fyrir þörfum blaðsins, að það átti þá fyrir- liggjandi pappírsbirgðir, sém nægðu alt árið, þrátt fyrir ófrið- inn og margvísleg vandkvæði, sem honum voru samfara. Á þessu ári varð skeytakostn- aður óvenju milcill. Vildum við leggja á það liöfuðáherslu, að fá sem fullkomnastar fréttir, og höfðum leitað til Jóns Guð- brandssonar skrifstofustjóra í Kaupmannahöfn og beðið hann Um að hafa uinsjón með skeyta- sendingum. Varð hann góðfús- lega við þeim, tilmælum. Til gamans má geta þess, að um þetta leyti hafði þlaðið birt að staðaldri gengisskráningu bankanna. Var þessu svo vel tekið af verslunarmönnum, að kaupmannafélag Reykjavikur sendi blaðinu kr. 50,00 að gjöf í viðurkenningarskyni fyrir birtinguna, og var þeirrar gjaf- ar sérstaklega getið á aðalfundi blaðsins. BRYNJÚLFUR BJÖRNSSON Iíaupendum fjölgaði mjög á þessum árum og voru þeir komnir liátt á þriðja þúsundið. En er hér var lcomið málum, skall á verðhækkun á prentun, sem nam 55%, og var að sjálf- sögðu mjög tilfinnanleg fyrir blaðið. Bárurn við Brynjúlfur Björnsson þá fram tillögu um að hækka áskriftarverð blaðsins upp í kr. 0.90 á mánuði og grunntaxtagjald auglýsinga upp í kr. 0.40 pr. cm., og var það samþykt. Samningur var svo gerður við prentsmiðjuna hinn (f, apríl 1917 og hækkaði þá prentverð samkvæmt ofan- sögðu. í októbermánuði 1917 var sagt upp húsnæði því, er við höfðum haft fyrir afgreiðslu að Hótel Island, og tókum við þá á leigu húsnæði í Aðalstræti 14, sem var eitt af gömlu húsunum frá tímum Skúla Magnússonar landfógeta, og sem nú er rifið fyrir nokkru. Var það suðurendi hússins, sem við tókum á leigu, en þar hafði ein merkasta verslun bæjarins liaft aðsetur um langt skeið, — verslun Sturlu Jónssonar og þeirra bræðra. Rekstur blaðsins hafði að öllu leyti geiigið vel, og samvinna við ritstjórann verið hin ákjós- anlegasta. Hinsvegar var hér um hjáverk að ræða af hendi eig- enda blaðsins, og er okkur barst kauptilboð frá Jalcobi Möller, dags. 20. janúar 1918, varð það úr, að við ákváðum að selja honum blaðið, en samningar voru undirritaðir hinn 6. mars þ. á. Var hlutafélagið þvi næst leyst upp og tók Jakob Möller einn við rekstrinum. Eg sé ekki ástæðu til að ræða frekar um rekstur blaðsins, en eg liefi þegar gert, en eg vil að lokum geta þess, að meðan Vis- ir li.f. starfaði var tekin upp samvinna við Morgunblaðið, og áttum við Vilhjálmur Finsen þar hlut að máli. Gerðum við samning um hækkun á mánað- argjöldum blaðanna og um sameiginlegan auglýsingataxta beggja blaðanna. Var þar svo ákveðið, að ef ágreiningur risi millum aðilja út af samningin- um, skyldi leggja það mál und- ir gerð þriggja manna. Til- nefndu aðiljar sinn hvorn, en bæjarfógeti Reylcjavikur til nefndi oddamann. Slikur gerð- ardómur hefir þó aldrei þurft að útkljá nein deilumál milh blaðanna, en þessi samningur myndaði heilbrigðan grundvöli fyrir rekstri blaðanna, og hefir því að mínum dómi haft stór- vægilega þýðingu. N Áður en eg liverf frá því efni, sem hér um ræðir, vildi eg að siðustu vekja athygli á því, að eg liygg að ekkert blað liafi unn- ið jafnt að ýmiskonar mann- úðarstarfsemi og Vísir. Nægir í þvi efni að skirskota til allra þeirra samskota, sem blaðið hefir beitt sér fyrir alt frá upp- hafi. Strandaldrkja mun hafa fengið flest álieit frá Vísi og fátæklingar eða góðgerðastarf- semi yfirleitt ríflegastar fúlgur. Er það ósk mín og von, að liag- ur blaðsins og rékstur megi stöðugt eflast og dafna á kom- andi árum, þannig að Vísir telj- ist ekki eingöngu elsta dagblað- ið á íslandi, lieldur einnig stærsta og besta dagblaðið á ís- landi.“ 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.