Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 16

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 16
16 VlSIR Kirkjan i Östra Emtervik í SvíþjóS, en frá henni fór jarSarför Selmu Lage'rlöf fram í fyrravetur. niara. Hann óttaðist, að liann myndi sjá dauðu kerlinguna birtast þarna við rúmið. Hon- um fanst að hún hlyti að vera nálœg. Og fyrir eyrum hans iiljómaði með hræðilegri vissu: „Þetta fyrirgefur guð ekki. Þessu hefir guð aldrei gleymt.“ Ofurstinn lagði aftur augun og þá sá hann alt í einu liinn mikla vefstól Guðsfyrirframan sig, þar sem voðin var ofin úr örlögum mannanna. Og honum fanst hann sæi þann tigul, sem Vestblað fánajúnkari átti, og hann sá að í kringum haun var dökkur litur á þrjá vegu. Og hann skildi, vegna þess, að hann hafði svo gott vit á vefn- aði og fyrirmyndum, að við fjórðu hliðina varð lika að hafa dökt. Annað kom ekki til mála, þvi þá yrði feill i voðinni . Kaldur svitinn spratt fram á enni ofurstans. Honum fanst hann horfast á við hið strang- asta og óvenjulegasta í veröld- inni. Hann sá hvernig þau ör- lög, sem maður hefir skapað sér á liðinni æfi, leggja hann í einelti. Og það var þetta, sem einn og annar létu sér detta í hug að reyna að komast undan! Komast undan! Alt var upp- teiknað og uppskrifað og einn liður og ein mynd dró aðra á eftir sér og alt varð þannig sem ]iað hlaut að verða. Beeren- creutz settist alt í einu upp í rúminu, því að hann iangaði til að horfa á blómin og hugsa um að ef til vill myndi Guð geta gleymt, — þrátt fyrir alt. — En á sama augnabliki og hann settist upp í rúminu, var svefnherbergishurðin opnuð og ókunnugur maður stakk höfð- inu inn og kinkaði kolli til of- urstans. Það var svo bjart, að ofurst- inn sá manninn greinilega. Það var vissulega það ljótasta mannsandlit, sem hann hafði nokkurntíma séð. Hann hafði grá grísaugu, stult og flatt nef og dálítið gisið skegg. Ekki var hægt að segja, að hann væri líkur neinu dýri, því að dýrin eru oftast nær falleg. En þrátt fyrir það, þá var eitthvað dýrs- legt við manninn. Kjálkinn stóð fram og hakan var þykk og ennið hvarf alveg inn undir hárlubbann. , Hann kinkaði kolli þrisvar til ofurstans, en skældi sig þess á milli með djöfullegu glotti. Svo rétti hann aðra krumluna fram, rauða af blóði, eins og sigri hrósandi. Hingað til hafði ofurstinn setið kvrr, eins og lamaður, eíi nú þaut hann á fætur fram að hurðinni í tveimur sporum. — En þegar hann kom þangað, þá var maðurinn horfinn og hurð- in læst. Ofurstinn ætlaði einmitt að fara að hrópa á hjálp, þegar honum datt í hug að liurðin Hlyti að vera læst að innan- verðu, eins og hann hafði geng- ið frá henni um kveldið. Og þegar hann aðgætti betur, þá var það þannig, og hún hafði alls ekki verið opnuð. Og þá lá við, að ofurstinn blygðaðist sín, yfir að hann skyldi vera íarinn að sjá drauga í elli sinni, og hann fór undir eins í rúmið aftur. Þegar nóttin var liðin, og lok- ið var við morgunverðinn.^á skammaðist ofurstinn sín enn meir yfir sjálfum sér — og fyr- ir að hafa svitnað og skolfið — gamall hermaðurinn; og hann talaði ekki um þetta við nokk- urn mann. En seinna um daginn, þ:i gengu þeir Vestblað og liann út að lita á eignina. Þá hittist svo á, að þeir gengu fram hjá verkamanni, sem var að laka upp mó, og þá þelcti Beeren- creutz liann aftur. Það var maðurinn, sem liann hafði séð um nóttina. Hann þekti livern drátt i andliti hans aftur. „Góði vinur minn,“ sagði Beerencreutz, þegar þeir höfðu gengið dálítinn spöl, „þennan mann myndi eg ekld vilja liafa deginum lengur í minni þjón- ustu.“ Og nú sagði hann Vestblað frá því, sem hann hafði séð um nóttina. „Eg segi þér það ein- ungis til þess að þú getir varað þig*og rekið hann burtu úr þinni þjónustu,“ sagði liann. En Vestblað vildi það ekki. Hann vildi einmitt ekki reka þennan mann í hurtu. Og þeg- ar Beerencreutz gekk á hann, þá fékk hann liann að siðustu til að viðurkenna, að þessum manni vildi hann ekki gera neitt, vegna þess, að hann væri sonur niðursetukerlingarinnar, sem dó í hjáleigunni við Eika- l)æ. „Þú minnist þess sjálfsagt. vinur,“ bætti hann við. „Sé því þannig varið, þá vildi eg lieldur flytja mig út á enda veraldar, en lifa einn dag i ná- lægð þessa manns,“ sagði Beer- encreutz. Og einni stundu seinna var ofurstinn farinn heim til sín. Hann hafði orðið svo reiður yfir að viðvörunarorð hans voru ekki tekin til greina, að hann vildi ekki dvelja þar lengur. „Hér skeður einhver ógæfa áður en eg kem liingað aftur,“ sagði ofurstinn við Vestblað um leið og hann kvaddi.------ — — Ári síðar, um svipað leyti, bjó ofurstinn sig í ferð að Hálsnesi. En áður en hann var kominn alla leið, fékk hann þaðan Ijótar fréttir. Nákvæm- lega 'einu ári eftir að hann hafði gist þar, höfðu þau Vest- blað og kona hans verið myrt, í svefnherbergi sínu. Morðinginn var einn af hjá- leigubændum þeirra, maður með flatt nef, þykka höku og grá grísaugu. (R. Ásg. þýddi). Selma Lagerlöf er ein af frægustu skáldkonum heimsbókmentanna, og hún er fyrsti kvenrithöfundurinn, sem hlotið hefir Nóbelsverð- laun. Þau fékk hún árið 1909. Selma Lagerlöf er fædd árið 1858 og hún dó í fyrra, 81 árs að aldri. Fyrsta hókin hennar var Gösta Ber- lings saga, er kom út 1891. Nokkurar bækur hafa verið þýddar eftir hana á íslensku. Selma Lagerlöf við skrifborðið sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.