Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 49

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 49
VfSIR 49 VISIR ÞRIATIU ARA Á MÓTUM NÝRRA TÍMA J/'lSIR er elsla dagblað landsins og varð þrítugur í þess- um mánuði. Þegar fyrsta blaðið kom út 1910, var eng- inn, sem trúði því, nema ef til vill útgefgndinn, er var bjart- sýnn maður, að það ætti langt líf fyrir höndum. En það ruddi sér braut, lifði af barnasjúkdómana og sannaði það, sem fæst- um þótti sennilegt, að dagblað gæli þrifist á Islandi. Það var í byrjun gefið út fyrir Reykjavík, og enn í dag er það frekar en nokkurt annað blað, blað Reykjavíkur. — Mörgum mundi þykja nokkuð skorta á svip höfuðstaðarins, ef Vísir liætti að koma út. Þrjátíu undanfarin ár hefir hann daglega komið út, rætt áhugamál bæjar og þjóðar, flutt tíð- indi og haft milligöngu um hin margvíslegustu viðskifti bæj- armanna. Hann hefir þolað misjöfn veður í ölduróti hins síð- asta aldarfjórðungs. En vinsældir hans lmfa aldrei brugðist. Kreppuárin eftir 1930 urðu honum þung i skauti, en gifta hans varð erfíðleikunum drjúgari. Þeir erfiðleikar eru nú að baki og gengi lians vex nú hröðum skrefum. Útbreiðsla blaðsins fer ört vaxandi og liefir aldrei verið meiri en nú. Áhrifa þess gætir nú i öllum lands- og bæjarmálum. Þau áiramót, sem nú. nálgast, munu marka iímamót í ævi blaðsins, ekki síður en þau marka tímamót í sögu og lífi þjóð- arinnar. Hlutverlc blaðanna er að vakd yfir réttindum lands og lýðs, berjast gegn ófrelsi og kúgun, hvetja til framtalcs og dáða bg draga hlifðarlaust fram í dagsljósið alla misbresti, alt dáðleysi og allar meinsemdir í opinberum störfum og stjórnarháttum. Vísir mun á þeim nýja tíma, sem nú -er að hefjast, inna þetta hlutverk af hendi þann veg, að hann þurfi ekki að biðjþ neinn afsökunar á tilveru sinni. Hann er óháður og mun fylgja því, sem hann telur rétt og satt. Hann mun segja kosi og löst á hverju máli, án þess að einskorða sig við þröngsýn, pólitísk sjónarmið. Aðeins eitt liöfuðsjónarmið er til fyrir blað, sem vill með trúmensku inna af hendi hlutverk sitt í þjóðfé- laginu. Það er að láta hagsmuni, lieill og sæmd föðurlands- ins jafnan sitja í fyrirrúmi. Ilvert það blað, sem brýtur í bága við þessa meginreglu, tjaldar til einnar jiætur og verð- ur aldrei langlíft í landinu. 1 þjóðfélagi nútímans eru áhrif blaðanna hinir sterku straumar í þjóðfélaginu. Þau eiga oft mikinn þátt í örlögum þjóðanna, því áhrifa þeirra gætir mest í þróun, straumhvörf- um og átökum stjórnmálanna. Þess vegna þurfa þau að vera þjóðholl, glöggskygn og einörð og standa í nánu sambandi við borgarana. Þá fyrst geta þau túlkað þjóðarvilja, þjóðarandúð og þjóðaróskir. En til þess starfa þau. ■ Vísir hefir frá öndverðu haft samband við fjöldann. Og á hinum nýja tíma, sem nú er að hefjast fyrir þjóð vora, vænt- ir hann þess, að landsmenn vciti honum styrk og brautargengi i því hlutverki sínu, að vera á verði fyrir sæmd og velferð þjóðarinnar og berjast fyrir frelsi hennar og réttindum. 'XJ OKKRU fyrir síðustu alda- -t ' mót reyndu tveir djarf- liuga menn að hefja útgáfu dagblaðs hér í bænum. Voru það þeir Einar Benediktsson skáld og Sig. Júl. Jóhannesson læknir í Vesturheimi'. Má þessi tilraun teljast einstök, með því að fáment var í hænum, enginn síminn i þá daga, strjálar skipakomur og tæki öll og skil- yrði til dagblaðareksturs hin erfiðustu. Tilraun þessi fór líka út um þúfur fljótlega, og svo varð og um þá næstu, en hug- myndin lagðist i dá um árabil. Upp úr aldamótunum hófust stórfeldar framfarir hér á landi. Togaraútgerðin skóp skilyrði til alhliða þróunar, og fólki fjölgaði ört hér í höfuð- staðnum og leitaði frá sveitun- um til liins blómlega atvinnu- lífs í hinum vaxandi lcauptún- EFTIR KRISTJÁN um. Landið liafði ennfremur komist i samband við umheim- inn með því að sæsíminn var lagður til Seyðisf jarðar og símasambandi komið á innan- lands, og að lokum voru sam- göngur allar greiðari við meg- inland Evrópu og raunar einn- ig innanlands. Að þessu sinni er ekki ástæða til að víkja nán- ar að hinni stórfeldu þróun, sem varð á flestum sviðum fyrsta tug aldarinnar, en öll miðaði hún að því að örva at- hafna og viðskiftalífið,og skap- aði skilyrði fyrir reksti’i dag- blaða hér í höfuðstaðnum. Má þó í þvi sambandi nefna, að ár- jð 1900 voru íbúar Reykjavík- ur 5802, en árið 1910 voru þeir 11.449, og getur hver maður I dagblaðs í GUÐLAUGSSON. gert sér í hugarlund, livílíka geysi þýðingu slik fjölgun hafði, með því að til þess að gefa út dagblöð, þarf kaupend- ur og þá hreint ekki fáa. Vísir stofnaður. ^Árið 1910 reyndist fylling tímans komin, en til þess að hrinda dagblaði af stokkunum, þurfti-þó djarfhug og framtak, sem ekki er öllum gefið. Miðvikudaginn 14. desember 1910 er hafin útgáfa á blaði, er nefnist: „VÍSIR til dagblaðs í Reykjavík“, og þess jafn- framt getið, að tilgangur útgáf- unnar sé sá, „að þreifa fyrir sér, hvort tiltök séu að stofna hér dagblað“. Ritstjóri og eig- andi blaðsins var Einar Gunn- Reykjavík. arsson cand. phil. Munu þau liafa verið tildrög útgáfunnar, að um þetta leyti hafði hann orðið fyrir fjárhagslegum hnekki, og nokkru áður mist stöðu sína vegna pólitískra á- taka, en þrátt fyrir þetta mót- læti lagði hann ekki árar i hát, heldur bíaut sér nýjar brautir á óruddum öræfum. Einar Gunnarsson virðist hafa haft til brunns að hera næman skilning á blaða- mensku, og má Vísir í rauninni þakka hbnum það, öllum öðr- um frekar, hve gengi blaðsins hefir verið gott allajafna, þótt á ýmsu hafi gengið á þeim um- róts og hjdtingartímum, sem blaðið hefir lifað. I ávarpi til lesendanna segir Einar Gunn- arsson: „Dagblaðið ætti aðal- lega að vera fréttablað, en laust við að taka þátt í dcilu- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.